Færsluflokkur: Bloggar

Áhugaverð grein um strætó

Bendi á áhugaverða grein um Strætó eftir Pawel Bartoszek, en Pawel ætti að þekkja málið enda hefur ekki haft bílpróf og því nýtt sér strætósamgöngur til hins ítrasta.

Ég hlustaði á Dag í gær þar sem hann ræddi um samgöngur við Árbæinn og ég átti eiginlega ekki eitt einasta orð. Hver hefur nú áhuga á að fara um Sæbrautina til þess að fara niður í bæ? Er eitthvað betra að bjóða fólki upp á að taka einn strætó og fara svo í annan?

Ég held að menn verði að taka sig saman og breyta gera stórtækar lagfæringar á kerfinu eða loka því að öðrum kosti.

Múrinn RIP

Var að sjá að Múrinn er allur. Stebbi Páls skrifar kveðju grein um Múrinn.  Múrinn var lengst af hörku vefrit, þó svo að maður hafi verið ósammála þeim í mjög mörgu. Einfalt útlit og skiljanlegar greinar.

Það er hörku vinna að halda úti svona vefrit, sérstaklega þegar fáir eru í ritstjórn þess og vinnan dreifist á fárra hendur.   Það er flott hjá þeim að enda þetta svona, bara klára dæmið.  Mörg vefrit sem hafa gefið upp öndina, hafa gert það með hægum dauðdaga. Sum anda enn en eru þó með súrefniskút og staf.

Stebbi telur upp nokkur pólitísk sem flest heyra nú sögunni til, þar nefndi hann ekki vefritið Deiglan sem hefur verið starfrækt síðan 1998 og er enn í fullu fjöri, þótt greinarnar séu margar ópólitískar.  Deiglan hefur verið með öflug skrif frá stofnun en nú um þessar mundir eru um sem starfa á vefritinu.  


Góð kosning

Þetta er óvenju mikil þáttaka í svona kosningu miðað við að um er að ræða verkalýðsfélag.   Kosning Kristínar er líka mjög góð og greinilegt að meirihluti sjúkraliða eru ánægðir með störf Kristínar.


mbl.is Kristín endurkjörin formaður Sjúkraliðafélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er þá erfðaprinsinn?

Undanfarið hefur hitnað undir Styrmi og menn spáð að hann sé á leiðinni út.  Hann er amk. að komast á aldur þannig að hann á ekki eftir að starfa í mörg ár í viðbót hjá Mogganum.  Ólafur hefur verið sá sem helst hefur verið nefndur sem arftaki.  Nú þegar hann fer á Blaðið er spurning hvort þetta sé tékk á honum, hvernig hann muni standa sig sem ritstjóri en Blaðið hefur verið hálfgert örverpi, en svo virðist vera að menn endast mjög stutt sem ritstjórar. 

Hitt er svo auðvitað spurning hvort menn séu komnir með nýjan arftaka í huga.  Það á væntanlega eftir að koma í ljós á næstu dögum, þegar við sjáum hver tekur við starfi Ólafs sem aðstoðarritstjóri Moggans. 


mbl.is Ólafur Þ. Stephensen ráðinn ritstjóri Blaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur lítið á óvart

Það kemur lítið á óvart miðað við umræðuna undanfarna daga og athugasemdir á bloggi Róberts að hann skuli vera orðinn aðstoðarmaður ráðherra. Spurningin var bara hjá hverjum. 

Róbert á örugglega eftir að verða góður aðstoðarmaður, þekkir vel til fjölmiðla.  Björn Ingi velti fyrir sér í gær hvort þessir aðstoðarmenn yrðu kallaðir spunameistarar líkt og var haft um hann, þegar hann var aðstoðarmaður Halldórs.  Hérna er amk. kominn fyrsti spunameistarinn inn í þessa ríkisstjórn.


mbl.is Róbert Marshall verður aðstoðarmaður samgönguráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veitir ekki af

Ég hef nokkrum sinnum farið í viðskiptaferðir til Kína og skoðað mig um, þeim veitir svo sannaralega ekki af því að taka sig eitthvað á í umhverfismálum, oft fór maður inn í heilu héröðin sem voru bara einn reykur.  Líklega eitthvað sem við Íslendingar erum vanir að kalla peningalykt.

Núna eru nokkuð margir vinir á ferð um Kína, ég hef ekkert heyrt frá þeim en vona svo sannarlega að það sé gaman hjá þeim í ferðinni. Ég fór sjálfur í sömu ferð fyrir um einu ári síðan og fannst mikið til koma.   Hérna eru myndir frá ferðafélaga úr þeirri ferð. 

http://www.alanovington.com/photos/china.htm  


mbl.is Grænni stefna í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að segja réttu hlutina

Í gær sá ég að Ásta Lovísa er látin,  ég á alltaf mjög erfitt í kringum svona mál og veit aldrei hvað ég á að segja.  Nú þekkti ég ekkert til Ástu en það fékk mig til að hugsa um hvernig maður er í kringum svona hluti.

Ég hitti konu í gær sem ég þekki ágætlega og við höfum alltaf reglulega verið í samskiptum, hún missti nýverið dóttur sína.  Mér tekst einhvern veginn alltaf að klúðra svona málum, ég vissi einfaldlega ekkert hvað ég átti að segja við hana.  Þetta var svona eins í Friends þegar Ross reyndi við kærustuna sína, "Segðu eitthvað, segðu eitthvað..:". Á endanum varð úr einhver aulaleg heilsun.

Það er nú ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í svipuðum aðstæðum, en mér tekst einhvern veginn alltaf að klúðra svona.  Sem betur gerist svona ekki oft, þannig að ég hef ekki haft mörg tækifæri til að ná þessu.  En samt finnst mér ég vera pínlega klaufalegur í þessu. 


Sjálfstæðisflokkurinn eyddi einna minnst

Mér sýnist Sjálfstæðisflokkurinn hafa eytt ca. 25% minna en Samfylkingin í auglýsingar.  Það vekur athygli hvað Frjálslyndir eyddur raunverulega miklu fé í þetta.  Miðað við stærð flokksins, og hvað maður varð lítið var við auglýsingarnar frá þeim.    

Ég held að gamla góða lagið "Can't buy me love" eigi vel við í þessu samhengi. 


mbl.is Samfylkingin og Framsóknarflokkur vörðu mestu fé í auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hot Spot heyri sögunni til

Litla Fréttatofansegir frá því að heitir reitir eða hot spots muni fljótlega heyra sögunni til, enda sé núna að koma til þriðja kynslóð farsíma (loksins).   Ég vona að þeir ætli sér ekki að loka þessum ágætu heitu reitum á þeim kaffihúsum sem þeim hefur verið komið upp á á næstu árum.  Enn eru nokkur ár í að 3G verði allmanna eign.

Smáís með útsendara á Torrent.is

Mér fannst nokkuð merkilegt að heyra í framkvæmdarstjóra Smáís í gær viðurkenna að hann væri með útsendarara inn á torrent.is. Það skildi þó ekki vera að þeir væru að sækja nýjustu þættina, svona um leið og þeir rapportera til Smáís? Reikningar sem eru ekkert notaðir er eytt, þannig að eitthvað þarf að gera.

Hlutföllin eru auðvitað svo skökk, þar sem menn eru að velta fyrir sér að rukka fullt verð fyrir það efni sem er inn á þessum síðum. Mun nær væri að bjóða upp á þetta efni á svipuðum síðum, þannig að fólk geti keypt þetta efni á eðlilegu verði.

Hafi 300 verið sótt 6 þúsund sinnum, ætli salan hafi minnkað um 6 þúsund diska?

Hvað kallar hann DVD gæði? Var þetta mynd sem var 700 mb, er það DVD upplausn?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband