Færsluflokkur: Bloggar
3.6.2007 | 22:56
Flott vorthátíð
Fór í gær á mjög skemmtilega vorhátið hjá JCI. JCI fólk kann svo sannarlega að skemmta sér.
Um kvöldið mætti svo einn með Karaoki græju, það voru misjöfn viðbrögðin við því. Nokkuð margir tóku þátt á meðan aðrir kvörtuðu undan hávaða. Það er kannski ástæða fyrir því að JCI kórinn hefur ekki verið stofnaður.
Ég tók þátt í ræðuveislunwwwni í gær, sem er nokkuð skemmtilegt form á ræðukeppni. Menn draga efni og hafa 15 mínútur til að undirbúa sig. Því miður gekk mínu liði ekki nógu vel, amk. unnum við ekki. Hins vegar var ég valinn ræðumaður dagsins. Það voru nokkuð góð sárabót og heiður fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2007 | 18:01
Almenna leiðin
Ég hef þá trú að Egill hafi nú skoðað samninginn sinn nokkuð vel með lögræðingi áður en hann skipti um stöð. Það kæmi amk. verulega á óvart miðað við allt sem hefur á undan gengið.
365 miðlar hóta Agli lögbanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.6.2007 | 00:58
Mundi hrósar orðinu
Undanfarið hefur Mundi gert ítrekar grín af orðinu fyrir að segjast vera að byrja en hökti svona svakalega í byrjun.
Þess vegna er rétt að benda á að Mundi hefur nú hrósað þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2007 | 00:54
Sem betur fer
Þessi umræða er mjög þörf, en fyrir nokkrum dögum var umræða í fjölmiðlum um hvernig ættingar ráða meira um líffæragjafir heldur en sá látni, þrátt fyrir að vilji hans hafi verið skýr. Það var amk. skilningur minn á þessari grein. Hérna er ekkert almennilegt kerfi eins og víða úti, þar sem menn bera á sér upplýsingar þess efnis að það megi gefa líffæri sín.
Raunveruleikaþáttur um nýrnagjafa reyndist gabb | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2007 | 00:37
Mun Egill nú hefja að blogga?
Mér fannst merkilegt að í Kastljósi kvöldsins, þar sem Egill ræddi þessar breytingar var ekkert rætt um hótun Ara Edwald um allar lögsóknir sem voru yfirvofandi. Væntanlega hefur Egill gengið úr skugga um þessa hluti, og hann hefur væntanlega haft nokkuð frjálsræði í samninunum á sínum tíma, þegar Stöð 2 náði í hann af Skjá 1.
Spurningin sem brennur á ýmsum núna er hvað verður um ekki bloggið hans Egils. Mun hann halda áfram að skrifa eins og hann hefur gert í ansi mörg ár. Fyrst á strikinu og svo á vísi. Er hann kannski að detta í hóp RÚV-ara sem skrifa blog á blog.is?
Það væri gaman að heyra upp á hvað launin hans hljóma, manni skilst að 365 hafi greitt honum vel. Ætli áskrifargjöldin okkar standi undir sambærilegum launum - eða var aðstaðan svo góð að það hafi verið hægt að snarlækka í launum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2007 | 16:36
Pétur fyrstur með fréttirnar
Sú saga hefur lengi verið í gangi að Egill sé á leiðinni til RÚV. Nú hefur Pétur staðfest þetta á mjög skýran hátt.
Hitt sem er merkilegt við þetta er hvernig mbl.is linkar á fréttina, þeir linka beint en reyna ekki að taka ekki neinn heiðurinn.
Egill sagður á leið til Sjónvarpsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.6.2007 | 14:22
Bráðnauðsynlegt í hverju veski
Ný vara ver fræga fólkið fyrir papparazzi ljósmyndurum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2007 | 09:02
Kaffið best á Essó
Ég hef ekki nennt að hella upp á Kaffi lengi í vinnunni heldur hef ég gripið með mér kaffi, þar sem ég hef farið um. Ég hef því prófað allar helstu bensínstöðvarnar og nokkur kaffihús.
Vandamálið við að fara á þessi kaffihús er að það er algjört morð, 260 krónur fyrir bolla af kaffi. Eins og Te og Kaffi í Skeifunni þar sem ekki einu sinni er boðið upp á þjónustu, sjoppan svo lítil að ef plásssið fyrir viðskiptavinin væri eitthvað minna væri þetta lúgushoppa.
Essó selur hins vegar kaffið á 150 eins og hinar stöðvarnar, en er hins vegar með kaffi frá Te og Kaffi en ekki eitthvað skyndi úr vél eins og hinar stöðvarnar (amk. sem ég hef komið á).
Ábendingar um ásættanlega kaffistaði?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.5.2007 | 22:10
Common Guðni!
Guðni er enn að ræða um þetta blessaða DV blað sem kom út. Ég held að allir séu nú löngu komnir með leið á þessu rausi. Það virðast allir vita betur en Guðni.
Guðni hlýtur að ranka við sér, og hætta þessu rausi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 17:35
Sigurjón framkvæmdastjóri
Gervigrasfræðingurinn skúbbar að Sigurjón Þórðarson verði næsti framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. Sigurjóni hefur mikið farið fram sem stjórnmálamanni, en veldur sjálfum sér þó skaða með stöðugum upphrópunum, t.d. í garð RÚV vegna fréttaflutnings sem er honum ekki að skapi.
Nú eftir kosningar veitir Frjálslynda flokknum ekki af því að sleikja sárin frá því í vor og vetur. Sigurjón verður öflugur starfsmaður í þeim málum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)