Smáís með útsendara á Torrent.is

Mér fannst nokkuð merkilegt að heyra í framkvæmdarstjóra Smáís í gær viðurkenna að hann væri með útsendarara inn á torrent.is. Það skildi þó ekki vera að þeir væru að sækja nýjustu þættina, svona um leið og þeir rapportera til Smáís? Reikningar sem eru ekkert notaðir er eytt, þannig að eitthvað þarf að gera.

Hlutföllin eru auðvitað svo skökk, þar sem menn eru að velta fyrir sér að rukka fullt verð fyrir það efni sem er inn á þessum síðum. Mun nær væri að bjóða upp á þetta efni á svipuðum síðum, þannig að fólk geti keypt þetta efni á eðlilegu verði.

Hafi 300 verið sótt 6 þúsund sinnum, ætli salan hafi minnkað um 6 þúsund diska?

Hvað kallar hann DVD gæði? Var þetta mynd sem var 700 mb, er það DVD upplausn?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með tölvuleiki þá geta þessir okrarar kennt sér sjálfum um.

1 leikur í leikjatölvu kostar næstum 7000 sem er alger glæpur og okur á hæsta stigi

Nú seilast þessir andskotar fram og ætla sér að notfæra sér þennan nauðgunarleik til þess að þeir geti haldið áfram einokun og okri.

DoctorE (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 13:12

2 Smámynd: TómasHa

Það var alltaf ljóst að hérna var fyrst og fremst árás á torrent.is, sem hafði lítið með leikinn að gera.

TómasHa, 30.5.2007 kl. 13:21

3 identicon

Kannski þessir útsendarar hafi sett þennan leik inn og komið fárinu af stað, ekki ólíklegt, þetta væri áhugavert að kanna ef möguleiki er á.

Þeir ættu frekar að hafa raunhæft verð á hlutum hér, hver ætli ástæðan se fyrir því að ísland er með eitt mesta piracy í heiminum... OKUR og aftur OKUR svo ég tali ekki um fáránlega lélegt úrval, lítið sem ekkert til á pc, leikjatölvuleikir verðlagðir langt fyrir ofan raunhæft verð... bla bla bla

Ef það á að skoða eitthvað þá er það verðlagning hjá BT/Skífu sem eiga markaðinn og svína á okkur í bak og fyrir

DoctorE (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 14:03

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það er reyndar mjög eðlilegt að smáís fylgist með torrent.is, það er ekkert við það að athuga. Það er eftir því sem ég best veit ekki ólöglegt að hlaða þar niður efni. Það er hins vegar ólöglegt að miðla þar höfundarréttarvörðu efni. Þetta ættu notendur að vera meðvitaðir um.

Þessi nauðgunarleikur er torrent til skammar. Það er best fyrir slík svæði að banna slíkt efni og lýsa því yfir á vefsíðum að það séu reglur að miðla ekki slíku efni. Ef ekki þá veitir torrent allt of mikinn höggstað á sér.

höfundarréttarlög eru út úr kú enda miðuð við prentsamfélag sem er að deyja drottni sínum en lög eru lög og eftir þeim verður fólk að fara. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.5.2007 kl. 14:49

5 Smámynd: TómasHa

Um leið og þeir sækja efni eru þeir að deila því í gegnum torrent, þannig að ef þeir eru að sækja þætti þá eru þeir um leið að dreifa þeim. 

Torrent passar upp á að loka á þá sem eru óvirkir eða eru bara að sækja efni, þannig gera þeir smáís.  Auk þess er rakin sagan, hver bauð hverjum inn.  Ég held samt að samfélag sem er orðið 18 þúsund, er orðið ansi stórt og mjög erfitt að halda reiður á svoleiðis.

Ég fékk aðgang þarna nýverið og það vakti athygli mína að þeir leyfa t.d. dreifingu á klámefni. Eitthvað sem hefur ekki verið leyft í DC samfélögunum hérna heima.   Það hafa verið mjög augljósar ástæður fyrir þessu, þar sem menn hafa ekki viljað gefa höggstað á sér í þessum efnum.

Varðandi hvort Smáis menn hafi sett leikinn inn, efast ég um það.  Þessi leikur er til á mjög mörgum torrentum, ég vildi bara ekki linka á það, þar sem ég væri að hvetja til dreifingar á þessum leik með því.  Hins vegar höfðu bara örfáir sótt leikinn þegar umræðan kom upp, en endaði í að stór hópur sótti leikinn áður en hann var svo tekinn út.   

TómasHa, 30.5.2007 kl. 15:12

6 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Púff. Það er erfitt að koma í þessa umræðu, en mér finnst það samt mikilvægt að þetta sé rætt. Félagi minn notar torrent mikið. Ég spurði hann hvers vegna hann væri með torrent, svaraði hann því; Ég borga STEF fyrir óbrenda diskana mína, ef ég tek upp jarðaförina hjá frænku minni þarf ég að borga STEF, ef ég er með verkstæði og spila lága tónlist borga ég STEF. - Já, sagði ég, tónlistarmenn verða að fá fyrir sinn snúð, þetta eru launinn þeirra. Já, en þetta með STEF er orðið rugl. Alveg sama hvar þá er allstaðar krúnkað af manni.

Ég sá að það þýddi ekki að eiga við hann þrjóskann.
Hann hélt samt áfram og sagði; Sjáðu. Við erum skildug að kaupa Rúv. ráðum með aðrar rásir og þá er það svo hátt að enginn venjulegur maður getur verið með margar rásir. Hefur þú tíma til þess, sagði ég við hann! Það er ekki málið, sagði hann reiður, það er hvað þetta er orðið dýrt!

Kannski er margt til í þessu hjá félaga mínum, en samt er ástæða fyrir því að Smáís sé að vinna í þessum málum, vissulega þarf að skoða betur með STEF. Heyrði á rakarastofunni um daginn megna óánægju með STEF.

Sveinn Hjörtur , 30.5.2007 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband