Loftskipti

Undanfarið hefur farið fram ansi mikil umræða um myglusvepp, því miður virðist sú umræða oft fara fram án þess að kafað sé djúpt í ástæður þess að myglusveppurinn kemur fram.

Vandamálið liggur því miður of oft í hönnun húsa. Hús er ekki hönnuð með eðlilegri loftræstingu eins og ætti að vera. Auðvitað þarf að lofta í venjulegum húsum. Það þarf þó ekki að þýða að við töpum þeim hita sem er inn í húsum, enda eru til ansi góð og einföld kerfi til þess að hita loft sem við losum okkur við, á móti lofti sem kemur inn.

Hitt er að koma okkur einfaldlega upp viftum. Rakastýrðar viftur, sem skynja ef rakastig er of hátt og fara þá í gang. Þurrktækin gera einnig gríðarlegt gagn.

Það er synd að í allri þeirri umræðu sem hefur farið um þessi mál, skuli lítið fjallað um raunverulegar ástæður þess að myglusveppur nær fótfestu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband