Erfitt að segja réttu hlutina

Í gær sá ég að Ásta Lovísa er látin,  ég á alltaf mjög erfitt í kringum svona mál og veit aldrei hvað ég á að segja.  Nú þekkti ég ekkert til Ástu en það fékk mig til að hugsa um hvernig maður er í kringum svona hluti.

Ég hitti konu í gær sem ég þekki ágætlega og við höfum alltaf reglulega verið í samskiptum, hún missti nýverið dóttur sína.  Mér tekst einhvern veginn alltaf að klúðra svona málum, ég vissi einfaldlega ekkert hvað ég átti að segja við hana.  Þetta var svona eins í Friends þegar Ross reyndi við kærustuna sína, "Segðu eitthvað, segðu eitthvað..:". Á endanum varð úr einhver aulaleg heilsun.

Það er nú ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í svipuðum aðstæðum, en mér tekst einhvern veginn alltaf að klúðra svona.  Sem betur gerist svona ekki oft, þannig að ég hef ekki haft mörg tækifæri til að ná þessu.  En samt finnst mér ég vera pínlega klaufalegur í þessu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband