26.3.2007 | 15:35
Lyfjaskamturinn stór
Mér er spurn hvað ein manneskja getur tekið mikið af lyfjum án þess að það sé lífshættulegt? Sérstaklega með þessa blöndu, svefnlyfja, vaxtahormóna og megrunarlyfja.
Það skal engan undra að líkami önnu hafi gefist upp.
![]() |
Ofneysla lyfja olli dauða Önnu Nicole |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 14:24
Margrét hefði sagt strax af sér!
Það eru greinilega ekki allir sáttir við Margréti eftir að hún hætti í Frjálslyndaflokknum, en hún virðist hafa viðurkennt að þetta hafi bara verið leikrit, einmitt eins og ég sagði frá upphafi. Nú skal það tekið fram að það sem ég hef fyrir mér eru orð Benedikts, en þeim hefur ekki verið hafnað en hann skammaður fyrir að senda Margréti ekki persónuleg skilaboð.
Hafi þessi orð Margrétar verið rétt eftir henni höfð er ljóst að hún hafði ansi marga að fíflum í þessari leikflettu.
Hérna eru orðin eins og þau standa í athugasemdakerfi Margrétar:
Margrét
ég ætla vænta þess að þú lest þettaen mér þykir þú vera ASNI,
þú bauðst þig fram til varaformanns frjálslyndra en segir síðan í viðtali við Helgarútgáfuna á rás 2 á laugardaginn að þú hefðir FARIÐ STRAX UPP Í PONTU OG SAGT AF ÞÉR UM LEIÐ EF ÞÚ HEFÐIR NÁÐ KJÖRI, VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ LEIST YFIR SALINN OG SÁST ÞAR FÓLK SEM ÞÚ MYNDIR EKKI GETA UNNIÐ MEÐ.
þú hafðir mig og mjög marga af fíflum sem komu gagngert til þess að styðja þig í þessum slag og við vonuðum að þú myndir ná kjöri, Sem svo hefði ekki skipt neinu máli því þú hefðir sagt af þér um leið.
Ég er bálreiður út í þig Margrét og kannski ætti ég bara að fara skíta þig út.
mér finnst að þú ættir að drulluskammast þín.
kveðja
Benidikt Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 13:53
Safnanir fyrir lagabreytingar
Samkvæmt góðum heimildum mínum höfðu sumir flokkanna vaðið fyrir neðan sig áður en lögin tóku gildi, herjuðu á fyrirtækin í landinu og söfnuðu í sjóði til að eiga í kosningunum. Þeir semsagt sníktu peninga áður en þeim var bannað að sníkja peninga
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 13:04
Áhugavert málþing

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2007 | 12:40
Hvað nú?
Ég get hvergi séð þetta ákvæði í lögum um þjóðsögninn er þar segir: 6. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum eða [fangelsi allt að 2 árum].1) Með mál út af slíkum brotum skal farið að hætti opinberra mála. Hvar kemur forsætisráðherran inn í þetta? Það þarf bara að kæra málið og svo ákveða dómsstólar væntanlega hvort það hafi verið farið með sönginn á réttan hátt.
![]() |
Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2007 | 12:01
Eru stjórnarviðræður í gangi?
Hvernig getur nú VG fullyrt að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sé ein heild þegar VG og D eru í stjórnarviðræðum bak við tjöldin? Hversu trúverðugur er kommaáróðurinn þegar þeir eru búnir að ákveða að skella sér í eina sæng með D eftir kosningar?
Árna Þór bítur svo á agnið með því að koma inn á athugasemdakerfið með hálf dularfulla færslu um spindoktora en afneitar ekki fundinum. Það gefur Pétri spinn til að skella sér í umferð 2 með þetta mál, þar sem hann kemur með kenningar um að Árni hafi ætlað sér að svíkja eigin flokk, með leikfléttu.
Pétur er greinilega í ham í dag, ég fylgist spenntur með.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 11:23
Dýraklám
Nú hljóta femmurnar að segja eitthvað :)
Vísir, 26. mar. 2007 09:32Reyna að koma pandabirni til með myndbandi
Starfsmenn dýragarðs í Tælandi gerðu í dag tilraun með að sýna karlkyns pandabirni myndband af öðrum pandabjörnum að maka sig til þess að hvetja hann til að reyna að fjölga sér. Karlpandan, Chuang Chuang hefur þótt heldur latur við að reyna að makast við kvenkyns vinkonu sína Lin Hui. Yfirmaður dýragarðsins segir þess aðferð reynda til að koma Chuang til.
Hann hafi verið klaufalegur og latur við að nálgast kvendýrið en nú er vonast til þess að hann reyni að herma eftir myndbandinu. Chuang og Lin eru einu pandabirnirnir í dýragarðinum í Tælandi. Um 1600 pandabirnir lifa villtir í Kína og auk þeirra um 140 í dýragörðum heimsins. Það sem helst hefur valdið fækkun í stofninum er hversu latir þeir eru til mökunar auk þess sem náttúruleg heimkynni þeirra fara minnkandi vegna landbúnaðar í Kína. Í sínu náttúrulega umhverfi eiga kvendýr einn unga á um þriggja ára fresti að meðaltali.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 11:05
Umræða um kynjahlutföllin
Undanfarið hef ég verið að skrifa á nokkur athugasemdakerfi vegna umfjöllunar í fréttablaðinu fyrir helgi, þar sem ýjað var að því að flokkarnir væru að ljúga til að kynjahlutföll. Mér fannst það skjóta ansi skökku við. Hérna er athugasemd sem var skrifuð á bloggi Einars Mar í kjölfarið á umfjöllun hans. Vildi bara halda þessu til haga á eigin bloggi:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 10:36
Við hverju búast þeir?
Ég veit ekki hvaða máli það skiptir heldur hversu svakalega stórt Alcan er, það er ekki eins og þessi barátta sem þeir eru með í gangi verði svo mikið sem 1 lína í ársreikningnum, né heldur nóta í bókhaldinu.
Það má virkilega deila á Hafnarfjarðarbæ fyrir að gera þetta ekki fyrir löngu síðan, áður en fyrirtækið var búið að leggja í alla þessa fjárfestingu. Ég er nokkuð viss um að menn væru ekki í sömu baráttu þá.
![]() |
Sól í Straumi segja Alcan í framboði án mótframboðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 10:25
En bleikar sundskýlur?
Efni í ráðstefnu?
![]() |
Er körlum illa við bleika gúmmíhanska? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sæll Einar,
Það er gott, mér fannst Gunnar detta ofan í ansi slæma gryfju þegar hann var amk. að ýja að því að flokkar væri að ljúga til um þessi hlutföll.
Við sjáum að fjölgun í flokkum undanfarin ár hefur verið veruleg og mun meiri en sem nemur fólksfjölgun, bara svo sé miðað við þær tölur sem þú birtir í eldri pistli þínum hefur fjölgunin orðið milli 40 - 50% í stærsta flokknum. Þetta þýðir jafnframt að það er mjög erfitt að bera saman eldri rannsóknir við fjöldann í dag, bæði hvað varðar kynjahlutföll og hvort viðkomandi kannast eða kannst ekki við að vera í flokknum.
Það breytir því ekki að bæði eru margir í mörgum flokkum og margir sem kannast ekki við að hafa einhvern tíma veitt frænda eða félaga stuðning og gengið í flokkinn, þá hugsanlega í góðum hug en síðar breytt um skoðun.
Varðandi kynjahlutföllinn og kjósendurnar, virðist þetta eiga við nokkra flokka t.d. VG. Þar virðist hlutföllin vera út úr kortinu, þar sem mikill meirihluti eru karlar en hins vegar er mikill meirihluti kjósenda konur. Merkilegt en ég hef ekki heyrt neinn efast um þær tölur.