Margrét hefði sagt strax af sér!

Það eru greinilega ekki allir sáttir við Margréti eftir að hún hætti í Frjálslyndaflokknum, en hún virðist hafa viðurkennt að þetta hafi bara verið leikrit, einmitt eins og ég sagði frá upphafi. Nú skal það tekið fram að það sem ég hef fyrir mér eru orð Benedikts, en þeim hefur ekki verið hafnað en hann skammaður fyrir að senda Margréti ekki persónuleg skilaboð.

Hafi þessi orð Margrétar verið rétt eftir henni höfð er ljóst að hún hafði ansi marga að fíflum í þessari leikflettu.

Hérna eru orðin eins og þau standa í athugasemdakerfi Margrétar:

Margrét
ég ætla vænta þess að þú lest þetta

en mér þykir þú vera ASNI,
þú bauðst þig fram til varaformanns frjálslyndra en segir síðan í viðtali við Helgarútgáfuna á rás 2 á laugardaginn að þú hefðir FARIÐ STRAX UPP Í PONTU OG SAGT AF ÞÉR UM LEIÐ EF ÞÚ HEFÐIR NÁÐ KJÖRI, VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ LEIST YFIR SALINN OG SÁST ÞAR FÓLK SEM ÞÚ MYNDIR EKKI GETA UNNIÐ MEÐ.
þú hafðir mig og mjög marga af fíflum sem komu gagngert til þess að styðja þig í þessum slag og við vonuðum að þú myndir ná kjöri, Sem svo hefði ekki skipt neinu máli því þú hefðir sagt af þér um leið.
Ég er bálreiður út í þig Margrét og kannski ætti ég bara að fara skíta þig út.
mér finnst að þú ættir að drulluskammast þín.
kveðja
Benidikt Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband