26.3.2007 | 10:13
ZERO frumlegheit
Marsibil er ekki sátt með barmerkin sem VG hafa verið duglegir að framleiða. Mér finnast þetta skemmtilega ómálefnaleg barmerki. Þeir mega eiga það að þeir eru frumlegir.
Ég á ekki von á öðru en þeir muni búa til "Aldrei kaus ég Johnsen" fyrir næstu kosningar.
Ég á ekki von á öðru en þeir muni búa til "Aldrei kaus ég Johnsen" fyrir næstu kosningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 09:38
Kenningasmiðir
Það er alltaf gaman af svona kenningum. Menn eru fljótir að rekja þræðina, sérstaklega á litlu landi eins og Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 09:23
Tillögur framsóknarflokksins
Framsóknarflokkurinn mun hafa viljað 35 milljón króna þak á auglýsingakostnaðinn, Samfylkingin vildi miða við 30 milljónir en hinir flokkarnir stungu upp á 15 til 20 milljónum.
Það vekur óneitanlega athygli hversu mikið Framsóknarflokkurinn er tilbúinn að eyða í kynningarstarfið og er alveg í takt við hvernig flokkurinn hefur spilað undanfarin ár. Sama gildir um Samfylkinguna sem vildi eyða 30 milljónum á meðan hinir (og þar meðtalið Sjálfstæðisflokkurinn) vildu bara eyða 15 - 20 milljónum, sem er verulega minna.
Það vekur óneitanlega athygli hversu mikið Framsóknarflokkurinn er tilbúinn að eyða í kynningarstarfið og er alveg í takt við hvernig flokkurinn hefur spilað undanfarin ár. Sama gildir um Samfylkinguna sem vildi eyða 30 milljónum á meðan hinir (og þar meðtalið Sjálfstæðisflokkurinn) vildu bara eyða 15 - 20 milljónum, sem er verulega minna.
![]() |
Auglýsingakostnaður stjórnmálaflokkanna takmarkaður við 28 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2007 | 22:05
Prison Break blóðmjólkað
Nú eru komnar fréttir þess efnis að prison break 3 sé að fara í framleiðslu. Þar með er ljóst að það á algjörlega að blóðmjólka þetta concept. Ég skil ekki að þetta verði spennandi í 3 seríu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 21:45
Safnarar út í verslanir
Nú er síðasti séns fyrir safnara að skella sér út í verslanir og sækja sér TAB til minningar. Ég held að það séu orðnir frekar fáir tabmenn til, þeir séu allir komnir í aðra diet drykki, nóg er framboðið af þeim. Sjálfur hef ég ekki látið gabbast af auglýsingum og fjárfest mér í zero.
![]() |
TaB af markaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 17:59
Fleiri stór nöfn
Jón Axel boðar fleiri stór nöfn til liðs við Íslandshreyfinguna, en lítið hefur borið á þeim sem eru líklegir til að vera á listum. Nú er þeim farið að bráðliggja á að kynna lista.
Margir hafa verið að velta fyrir sér Bubba Morthens en hann var á fréttamannafundinum þar sem fylkingin var kynnt.
Önnur stór nöfn hafa ekki verið sérstaklega kynnt eða sýnileg.
Spurningin er hversu mikin kjörþokka hafa þessi nöfn, Jakob Frímann hefur sýnt það manna best að þótt hann sé vinsæll tónlistarmaður hefur hann lítinn kjörþokka.
Margir hafa verið að velta fyrir sér Bubba Morthens en hann var á fréttamannafundinum þar sem fylkingin var kynnt.
Önnur stór nöfn hafa ekki verið sérstaklega kynnt eða sýnileg.
Spurningin er hversu mikin kjörþokka hafa þessi nöfn, Jakob Frímann hefur sýnt það manna best að þótt hann sé vinsæll tónlistarmaður hefur hann lítinn kjörþokka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 17:47
Fráleitar hugmyndir
Þetta eru alveg fráleitar hugmyndir, afhverju ætti að setja þetta frekar á pizzukassa frekar en t.d. mjólkurfernur? Fyrst það verið að birta þessi nöfn á annaborð má ekki birta þetta í blöðum eða á netinu?
Það mæti ætla að markhópurinn "kaupendur á pizzum" eigi eitthvað annað sameiginlegt en að hafa áhuga á að vita hverjir greiði ekki í barnameðlög. Kannski að gosframleiðendur séu betur til þess fallnir að auglýsa á þessum kössum?
Það mæti ætla að markhópurinn "kaupendur á pizzum" eigi eitthvað annað sameiginlegt en að hafa áhuga á að vita hverjir greiði ekki í barnameðlög. Kannski að gosframleiðendur séu betur til þess fallnir að auglýsa á þessum kössum?
![]() |
Myndir af mönnum sem skulda meðlag á pizzukössum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2007 | 16:33
Nýir tímar
Hafði mjög gaman af lestir pistils Egils Helgasonar um kosningavélarnar. Það verður gaman að fylgjast með kosningunum, nú þegar kannanir eru að detta inn áður en rauverulega barátta er hafin. Miðað við það er í raun furðu miklar sveiflur á fylgi og benda til þess að allt geti gerst.
Grein Egils
Grein Egils
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 13:00
Uppgjöf hjá Ómari?
Það virðist einhver bölsýni hlaupin í hið nýja framboð eftir að fyrstu tölur voru kynntar:
Þetta vissi Ómar áður en hann lagði af stað í þessa vegferð og því þýðir lítið að kvarta undan þessu núna. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að þessi nýju lög myndu skaða ný framboð, ekki heyrðist múkk í Ómari á þeim tíma þegar verið var að samþykkja þessi lög. Helst var það Arnþrúður Karlsdóttir sem lét eitthvað í sér heyra og svo ungliða hreyfingarnarnar. Aðrir flokkar þökkuðu bara pent fyrir sig, og fögnuðu að núverandi kerfi væri fest frekar í sessi og mun erfiðara væri fyrir nýja flokka að komast að.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 12:01
Vís stjórn
Menn eru á fullu um allan bæ að búa til nýja Ríkisstjórn. Hérna er eitt mynstur sem viðkomandi kallar VÍS:
Góða eða slæm stjórn?
Góða eða slæm stjórn?