27.3.2007 | 08:06
Áhugaverðir bloggarar
Björn bendir líka á fullt af nýjum bloggurum, ég hef fæsta séð áður en það er hægt að þakka Birni fyrir þetta. Margir mjög áhugaverðir bloggarar og jafnvel mjög persónulegir.
Það er alltaf mjög gaman af persónulegum bloggurum, en á sama tíma finnst mér ótrúlegt þegar fólk opnar sig á þennan hátt án þess að vita nokkuð hver les eða hvar þetta dúkkar uppi.
Maður veit svo sem ekki heldur hvað er satt og hvað er logið.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 07:56
Hvar er söfnunin?
Auglýsingarnar halda áfram en maður heyrir lítið. Þetta er örugglega að stefna í langdýristu kynningu per undirskrift. Það má líkum leiða að því að undirskriftasöfnun Ástþórs, þar sem hann borgaði fólki fyrir að gera stuðningsmenn sýnir fyrir Forsetann hafi verið ódýrari. Þar fékk fólk þó greitt í reiðufé.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 01:13
Hvað ertu að gera?
Sjálfur hef ég rekið fyrirtæki ásamt foreldrum mínum í nokkur ár. Ég hef reglulega spurt mig svipuðum spurning og koma fram í færslunum hjá þeim. Ég hef mjög gaman af þessari umræðu, sérstaklega ástæður þess að ákveð að að reka eigið fyrirtæki þegar auðvelt er að fá mjög vellaunuð störf eins og um þessar mundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 01:03
Óheppillegt fyrir Samfylkinguna
Þetta minnir á mjög ósmekklega herferð sem ungir kratar stóðu fyrir seinasta vor, þar sem þeir lugu upp á Sjálfstæðisflokkinn einhverjum lóðaskandala. Mjög ósmekklegar auglýsingar, á sama tíma og engar hugmyndir komu úr þeim röðum, aðrar en hversu ungir Sjálfstæðismenn væru vondir. Auðvitað að ógleymdri umræðu um að Heimdellingar væru að fela eitthvað með því að setja upp sérstakan kosningavef (í stað frelsi.is). Þetta var á sama tíma og þeir voru sjálfir með nýjan og endurbættan vef pólitik.is, án eldri pistla eða amk. ekki mjög aðgengilegir. Ég vona svo sannarlega að stefnan verði ekki tekin á svona leiðindi í vor hjá neinum framboðunum. Svona skítkast er leiðinlegt.
![]() |
Segja úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra hafi verið samkvæmt lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2007 | 20:15
Viðbrögð Kjartans vekja athygli
Sú gagnrýni sem Kjartans Magnússonar á störf borgarstjóra, hann gengur nokkuð langt í gagnrýninni. Samkvæmt frétt á Vísi.is segir:
Kjartan er að koma fram sem mjög sterkur hugsjónamaður í þessu málefni og fær hrós fyrir að standa fastur á eigin hugsjónum í þessu máli. Margi hefðu gefið eftir eigin skoðanir sem hluti af "liðinu".Það er ýmislegt sem betur má fara hjá nýja borgarstjórnarmeirihlutanum, ég vona svo sannarlega að þetta séu bara byrjendamistök hjá þeim.
Um leið og þetta er sagt skal tekið fram að það líka ansi margt sem hefur gegið upp og er á réttri leið. Menn þurfa samt að taka sig á.
![]() |
Háspenna ætlar að stækka spilasal við Hlemm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2007 | 19:55
Rannveig góð
Á hinn bóginn talaði Andri mest um local mál eins og Þjórsá, sem kemur þessu máli ekkert við. Svo talaði hann um heildarmyndina, og svo andrúmsloftið... en kom ekki með neitt sem hefði gert það að verkum að ég hefði ekki kosið með því.
26.3.2007 | 19:38
Ljúga spindoktorarnir?
Steingrímur var heldur hress á Stöð 2 áðan.
Hérna er frétt af Vísi.
Miðað við þann ham sem Pétur hefur verið í undanfarna daga.
Ég býð spentur eftir svari, væntanlega munum við fá frekari útskýringar á þáttöku Hugins Freys Þorsteinssonar og þáttöku hans í þessu máli eins og Pétur ýjar að í athugasemdakerfi sínu.
Stöð 2, 26. mar. 2007 19:03Leynifundur D og VG er slúður segir Steingrímur J.
Steingrímur J. Sigfússon segir það rakalausan þvætting og slúður að hann og Geir Haarde hafi rætt mögulega stjórnarmyndun eftir kosningar á leynifundi í liðinni viku. Sagan sé runnin undan rifjum spunameistara framsóknarmanna og sé í raun alvarleg óheilindaásökun á Geir H. Haarde.
Um helgina hefur verið mikið slúðrað um meintan leynifund Geirs Haarde og Steingríms J. og hafa fylgt spekúlasjónir um að þar væru menn að kanna grunn að mögulegu stjórnarsamstarfi eftir kosningar. Þetta segir Steingrímur að sé rakalausan þvætting sem runnin sé undan rifjum spunastráka Framsóknarflokksins. Þar vísar Steingrímur til bloggsíðu Péturs Gunnarssonar sem birti fyrst þessa sögu - en Pétur hefur gengt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Segir Steingrímur að þetta feli í sér alvarlega ásökun á Geir Haarde þar sem hann sé í raun borin þeim sökum að hafa rofið trúnað við Framsóknarflokkinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 18:47
Campri og Samfó
Jón Axel birtir brandara um Samfylkinguna í dag. Brandarinn er svo hljóðandi:
"Veistu hver er munurinn á Campari og Samfylkingunni? Bæði rauð og bitur, en Campari nær samt 21%"
26.3.2007 | 17:49
Er Steingrímur sammála?
![]() |
Segir álver við Húsavík rúmast innan marka sjálfbærrar þróunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.3.2007 | 17:28
Viljum við... vorkenna Sól í straumi?
Voru Sól í straumi að biðja um málefnalega umræðu? Svo bjóða þeir uppp á svona myndband í eigin nafni. Er þetta sú málefnalega umræða sem þeir vilja?
Maður áttar sig nú ekki á þessum áróðri hjá þeim:
Barn: Mamma, ég get ekki andað
Móðir: Æi, farðu bara og hlustaðu á Bjögga diskinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)