Umræða um kynjahlutföllin

Undanfarið hef ég verið að skrifa á nokkur athugasemdakerfi vegna umfjöllunar í fréttablaðinu fyrir helgi, þar sem ýjað var að því að flokkarnir væru að ljúga til að kynjahlutföll. Mér fannst það skjóta ansi skökku við. Hérna er athugasemd sem var skrifuð á bloggi Einars Mar í kjölfarið á umfjöllun hans. Vildi bara halda þessu til haga á eigin bloggi:

Sæll Einar,

Það er gott, mér fannst Gunnar detta ofan í ansi slæma gryfju þegar hann var amk. að ýja að því að flokkar væri að ljúga til um þessi hlutföll.

Við sjáum að fjölgun í flokkum undanfarin ár hefur verið veruleg og mun meiri en sem nemur fólksfjölgun, bara svo sé miðað við þær tölur sem þú birtir í eldri pistli þínum hefur fjölgunin orðið milli 40 - 50% í stærsta flokknum. Þetta þýðir jafnframt að það er mjög erfitt að bera saman eldri rannsóknir við fjöldann í dag, bæði hvað varðar kynjahlutföll og hvort viðkomandi kannast eða kannst ekki við að vera í flokknum.

Það breytir því ekki að bæði eru margir í mörgum flokkum og margir sem kannast ekki við að hafa einhvern tíma veitt frænda eða félaga stuðning og gengið í flokkinn, þá hugsanlega í góðum hug en síðar breytt um skoðun.

Varðandi kynjahlutföllinn og kjósendurnar, virðist þetta eiga við nokkra flokka t.d. VG. Þar virðist hlutföllin vera út úr kortinu, þar sem mikill meirihluti eru karlar en hins vegar er mikill meirihluti kjósenda konur. Merkilegt en ég hef ekki heyrt neinn efast um þær tölur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband