Færsluflokkur: Dægurmál
10.7.2008 | 02:10
Góður brandari
Fyndin brandari í boði brandarar.net:
Tveir menn eru að sumbli á bar, þegar annar segir við hinn: Ég veðja við þig um 10 þúsund kall að ég geti bitið mig í augað. Hinum fannst þetta hálf fyndið og tók tilboðinu. Hinn tekur þá úr sér gler auga og bítur í það. Hinn verður því að borga, en segir að hann bjóði honum tvöfalt eða ekkert ef hann geti bitið í hitt augað á sér, enda geti hann ekki verið með bæði augun úr gleri enda ekki blindur. Hinn tekur því, skellur úr sér fölsku tönnunum og bítur í hitt augað með þeim.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2007 | 17:35
Georg Helgi Seljan Jóhannsson....
Ljósvakalæðan segir frá ati sem Logi Bergmann gerði við Helga Seljan.
Logi fór nefnilega austur í dag að stjórna árshátíð starfsmanna Fjarðaáls, og fannst tilvalin hugmynd að fá alla til að senda týnda syninum, Helga Seljan, örlitla kveðju, en hann hefði sem kunnugt er snúist gegn álverum og sæti nú að sumbli, með Jónsa í Sigurrós og Andra Snæ, á Kaffibarnum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 11:50
Netgreinar
Ekki minkaði hrifningin við þetta, þegar vinir mínir á blog.is myndu ekki bara taka eftir mér einhvern dag og setja mig á lista hinna viljugu og útvöldu, heldur væru þeir farnir að handvelja áhugaverðar færslur og birta þarna niðri. Hið besta mál og hvatning fyrir mig og fleiri virka bloggara til að skrifa inn langar og vandaðar færslur.
Nú er ég búinn að lesa þetta í nokkra daga, og tek eftir því að alltaf eru þetta fyrstu og einu færslurnar sem hafa birst hjá viðkomandi. Þetta virðist því ekki vera eins og ég hélt, einhverskonar handval, heldur heldur eru aðsendu greinarnar sem fá ekki birtingu í blaðinu skellt þarna, að því er virðist.
Það er spurning hvort þetta sé eitthvað trikk að fjölga notendum á blog.is?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 08:06
Áhugaverðir bloggarar
Björn bendir líka á fullt af nýjum bloggurum, ég hef fæsta séð áður en það er hægt að þakka Birni fyrir þetta. Margir mjög áhugaverðir bloggarar og jafnvel mjög persónulegir.
Það er alltaf mjög gaman af persónulegum bloggurum, en á sama tíma finnst mér ótrúlegt þegar fólk opnar sig á þennan hátt án þess að vita nokkuð hver les eða hvar þetta dúkkar uppi.
Maður veit svo sem ekki heldur hvað er satt og hvað er logið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 19:14
Stones í afmælinu mínu
Ég hef ákveðið að ráða Stones til að spila í afmælinu mínu.
Ekki það að ég fýli þá sérstaklega.
Standarinn er bara orðinn svona hár.
Ég er örugglega bara svona svektur að hafa ekki verið boðinn í þessi partý sem hafa verið haldin undanfarið.
Reyndar geri ég ekki ráð fyrir að misnota, torrent.is, það er auðvitað ef einhvern gefur sig fram með aðgang í hendinni. Þannig að Jagger verður víst ekki í holdi og blóði á stofugólfinu
Hitt er annað mál að hann mun syngja fyrir mig Congratulations.
Vísir, 20. jan. 2007 17:43Elton John spilar í einkaveislu í Reykjavík í kvöld
Hinn heimsfrægi tónlistarmaður Elton John verður meðal skemmtikrafta í fimmtugs-afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarfomanns Samskipa, sem haldin verður í ísheimum frystigeymslu Samskipa við Vogabakka í kvöld, samkvæmt heimildum sem Vísir.is telur áreiðanlegar.
Mikil leynd hefur hvílt yfir komu söngvarans hingað til lands. Skemmtidagskrá kvöldsins er auk þess prýdd fjölda innlendra stjarna, þar á meðal Bubba Morthens og Stórsveit Reykjavíkur. Ekki er vitað hvaða greiðslu
Elton John heldur sjálfur upp á stórafmæli í á þessu ári. Hann verður sextugur 25. mars og hélt tónleika af því tilefni í Madison Square Garden í New York fyrr í þessum mánuði. Næsta auglýsta tónleikaröð með honum verður í Las Vegas, þar sem hann spilar 12 sinnum á Caesars Palace hótelinu/spilavítinu 30. janúar til 17. febrúar. Hann hét upphaflega Reginald Kenneth Dwight, en varð stærsta poppstjarna áttunda áratugarins undir nafninu Elton John. Hann garf út sína fyrstu plötu 1969, Empty Sky, en varð ekki þekktur fyrr en með laginu "Your Song" af annarri plötunni, sem bar nafn hans og hafði að geyma lög Eltons John með textum Bernie Taupins.
Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, kynntu í morgun að þau hefðu stofnað velgerðarsjóð og lagt honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins verður varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og á Íslandi.
Ólafur Ólafsson er fæddur 23. janúar 1957. Hann var ráðinn forstóri Samskipa hf. árið 1990 og varð starfandi stjórnarformaður Samskipa 2003. Hann kom við sögu í baráttunni um Ker hf. og hafði betur. Hann var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn Gretti í baráttunni um félagið. Ker hf og Kjalar voru sameinaðir undir merki Kjalars. Eignarhlurinn í Kaupþingi var færður undir Kjalar invest bv.
Ólafur er er stjórnarformaður Alfesca og stjórnarformaður Kjalars invest. Kjalar er annar stærsti hluthafi Kaupþings banka. Ólafur fór fyrir hópnum sem keypti Búnaðarbankann.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 09:43
Góðmenni hjá alcan?
Undanfarið hafa hins vegar verið á floti sögur þess efnis að staðan sé ekki þannig, menn séu reknir rétt fyrir starfslok til að spara fyrirtæki.
Ég veit reyndar ekki hvað það er sem fyrirtækið ætti að þurfa að greiða við starfslok, hér á Íslandi erum við með lífeyrissjóðakerfi og engin réttindi bundin við einkafyrirtæki í þessum efnum. Menn leiðrétta mig hérna bara ef þeir vita betur og sjá hvað Ísal græðir á að reka menn rétt áður en þeir ljúka starfsævi sinni hjá þeim.
Hins vegar hef ég enga trú á að sérstök manngæska sé bundin þeim samningum sem voru gerðir hér við þessa menn. Þeim var einfaldlega rétt dúsa til þess að klára þessi mál. Það er vont fyrir fyrirtæki í stækkunarumræðum að vera með reglulegar fréttir af því að þeir hafi (amk. hugsanlega) farið illa með starfsmenn sína.
Þetta vissi líka ASÍ, þeim var því í lófa lagt að ná góðum samningum.
Samið við þrjá starfsmenn Alcan sem sagt var upp störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 19:33
Hálf - down veurfréttamaður
Mér fannst nafn nýja veðurfrettamannsins mjög lýsandi, hann var eitthvað svo hálf - down.
Vonandi hressist Eyvindur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 23:11
Góð diselvélar
Ég vissi að það hefur verið mikil framþróun í díselvélum en ekki áttaði ég mig á því að þær hafi verið svona miklar, fyrir utan finnst mér sektin út í hött.
Annars lenti ég inn í umræðu í seinasta jólaboði sem var verri en að ræða um fótbolta. Þar getur maður nú jánkað þegar einhver nefnir Manchester United og hitt fótboltanafnið sem ég kann, þessi skapvondi sífellt veinand Wane (minnisreglan).
Umræðan var sem sagt um háþrýstar bensínvélar og hvort þær væri næsta mál á dagskrá, svo hefur ford skipt um diesel vél i einum bíla sinna.
Ég veit nú sitthvað um bíla, en ég gæti ekki verið meira sama um háþrýstarbensínvélar og róteringar á milli Ford bíla.
Hvað varð um almennilegar umræður um Dana 44 eða 60, eða hvort það væri 351 eða 302 í bílnum?
Sektaður fyrir að aka á 675 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2007 | 12:43
Ljótasta jólaskreytingin 2006
Þá hefur dómnefnd farið yfir allar tilnefningar sem bárust í keppnina. Alls bárust á fimmtatug tilnefninga í keppnina, þær sem stóðust almennt að vera tiltölulega ljótar hafa verið sýndar hérna á síðunni, alls um 25 skreytingar.
Sú skreyting sem varð fyrir valinu, er kosinn vegna einstakra áhrifa, hvernig slöngunni er dreift og vafin um allan garðinn. Þarna eru það ekki gæðin sem skipta máli heldur magnið.
Þess má geta að keppnin er haldin til að vekja fólk kannski til umhugsunar um skreytingarnar sínar. Fallegar jólaskreytingarnar stytta skammdegið og fær okkur til að brosa. Illa gerðar hafa þveröfug áhrif, og væri því betur heima setið en af stað farið.
Að lokum þökkum við þeim sem tóku þátt og sendu inn myndir. Án ykkar hefði keppnin ekki verið jafn skemmtileg.
Tilnefningar:
Ljótasta jólaskreytingin 2006 - Hópur 1
Ljótasta jólaskreytingin 2006 - Hópur 2
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.1.2007 | 01:36
Ljótasta jólaskreytingin 2006
Hérna eru komnir seinustu kandidídatarnir í keppninni. Það er greinilegt að nóg er af ljótum jólaskreytingum þarna úti, og meira að segja heil blogg tilnefnd. Miðað við þáttökuna hlýtur keppninni að vera haldið áfram að ári.
Einhverjir hafa spurt afhverju hverfi hafa ekki verið birt, í sjálfu sér stóð það aldrei til, enda keppnin til gamans. Samt nægjanlega alvarleg til að ég vildi geta staðfest að þetta væri ekki bara mynd tekin af netinu.
Ég mun svo tilkynna úrslitin á morgun.Eldri tilefningar má finna hér..
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)