Ljótasta jólaskreytingin 2006

Þá hefur dómnefnd farið yfir allar tilnefningar sem bárust í keppnina. Alls bárust á fimmtatug tilnefninga í keppnina, þær sem stóðust almennt að vera tiltölulega ljótar hafa verið sýndar hérna á síðunni, alls um 25 skreytingar.

Sú skreyting sem varð fyrir valinu, er kosinn vegna einstakra áhrifa, hvernig slöngunni er dreift og vafin um allan garðinn. Þarna eru það ekki gæðin sem skipta máli heldur magnið.

Þess má geta að keppnin er haldin til að vekja fólk kannski til umhugsunar um skreytingarnar sínar. Fallegar jólaskreytingarnar stytta skammdegið og fær okkur til að brosa. Illa gerðar hafa þveröfug áhrif, og væri því betur heima setið en af stað farið.

Að lokum þökkum við þeim sem tóku þátt og sendu inn myndir. Án ykkar hefði keppnin ekki verið jafn skemmtileg.

Tilnefningar:
Ljótasta jólaskreytingin 2006 - Hópur 1
Ljótasta jólaskreytingin 2006 - Hópur 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahahahahaha Þetta er fyndnast í heimi!

Linda (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 13:52

2 identicon

Var nú bara að detta inn á þetta núna fyrst en sá að ofskreyttar kaótískar svalir í Þórufellinu eru í 1. tilnefninga flokk og er ég ekkert smá ánægð að þær séu þar. Þær hafa verið skreyttar svona í 2-3 ár og það liggur við að maður kvíði því að jólin koma bara því að þessar svalir verða þá skreyttar svona. Maður keyrir framhjá þessu á hverjum einasta degi og liggur við að maður loki augunum til að þurfa ekki að horfa á þetta.

Hvað er það svo með fólk og þessar slöngur? Þetta er alveg hrottalegt.

Jana (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 17:22

3 identicon

Ég vil nú frekar tilnefna þig sem einn versta ljósmyndara ársins því það er ekki hægt að greina eitt eða neitt á þessum myndum.

Hefði verið meira gaman að sjá þessar skreytingar teknar í betri gæðum og ekki svona hreyfðar því þetta er allt saman umhverfisslys að mínu mati, myndirnar líka. 

Stefán (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 20:16

4 Smámynd: TómasHa

Hvar er jólaandinn Stéfán?

Jana, ég hef heyrt af fólki sem fer aðra leið heim til sín til að forðast svona skreytingar. 

TómasHa, 3.1.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband