Góð diselvélar

Ég vissi að það hefur verið mikil framþróun í díselvélum en ekki áttaði ég mig á því að þær hafi verið svona miklar, fyrir utan finnst mér sektin út í hött.  

Annars lenti ég inn í umræðu í seinasta jólaboði sem var verri en að ræða um fótbolta. Þar getur maður nú jánkað þegar einhver nefnir Manchester United og hitt fótboltanafnið sem ég kann, þessi skapvondi sífellt veinand Wane (minnisreglan).

Umræðan var sem sagt um háþrýstar bensínvélar og hvort þær væri næsta mál á dagskrá, svo hefur ford skipt um diesel vél i einum bíla sinna.  

Ég veit nú sitthvað um bíla, en ég gæti ekki verið meira sama um háþrýstarbensínvélar og róteringar á milli Ford bíla.

Hvað varð um almennilegar umræður um Dana 44 eða 60, eða hvort það væri 351 eða 302 í bílnum? 


mbl.is Sektaður fyrir að aka á „675 km hraða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband