Færsluflokkur: Dægurmál

Ljótasta jólaskreytingin 2006

Ég er búinn að fá einhverjar tilnefningar í þessa skemmtilegu keppni.   Ég ætla að birta nokkrar hinn daginn, en ætla ekki að taka sérstaklega fram frá hverjum eða úr hvaða hverfi.  

Sendið endilega á mig myndirnar á: tomasha -  hjá - gmail.com 


Ís með dýfu og saurgerlum

Þetta hlýtur að vera fyrirsögn dagsins, en hún er í Blaðinu í dag. Maður fær bara vatn í muninn að heyra þetta. Er að hugsa um að skella mér út í ísbúð og biðja hátt og skýrt um:
Einn ís með dýfu og saurgerlum

Það væri nú gaman að sjá viðbrögðin hjá afgreiðslufólkinu, sem væntanlega myndi henda manni út, ef maður yrði bara ekki hreinlega laminn á staðnum.

Blaðið birtir í dag mikla greinargerð um þetta og birtir nöfn staðanna. Væntanlega á eftir að koma einhver umræða um það að nöfn þessara staða hafi verið birt. Áður höfðu þessar niðurstöður birst en ekki með nöfnun staðanna, þetta að sjálfsögðu skapaði tortryggni allra staða. Nú liggur þetta fyrir og ég og fleiri vitum hvar við eigum að kaupa ísinn okkar.

Pólitísk blogg

Ég hef fylgst með bloggi lengi og lesið ýmisleg pólitisk blogg. Dæmi um ágætist pólitískt blogg sem virðist reyndar flestum gleymt þessa dagana er bloggið hans Össurar, á meðan þeir félagar úr Framsókn (og fyrrum starfsmenn Forsætisráðherra) hafa skellt sér inn á blog.is og eru vinsælli en aldrei fyrr.

Stjórnmálamenn í stjórnarandstöðu hafa verið sérstaklega duglegir við að koma sér upp bloggum og koma sjónarmiðum sínum beint á framfæri við kjósendur.   Hins vegar eru nánast engir stjórnarþingmenn að blogga.  Hægt er að telja upp örfáa stjórnarþingmenn sem blogga, en nánast engir úr Reykjavík og merkilegt nokk nánast engir af yngri kynslóð Alþinismanna.

Í sjálfu sér má færa rök fyrir því að það sé auðveldara að vera bloggandi stjórnaandstöðuþingmaður frekar en stjórnarþingmaður.  Það er auðveldar að koma fram með gagnrýni og rífa hluti niður heldur en að byggja upp og koma með lausnir á vandamálum.  Það er einmitt eitt af því sem hefur einkennt blogg stjórnarandstöðunnar.

Hins vegar er þetta nútíminn, það er enginn að krefjast þess af þessum þingmönnum að þeir haldi úti mjög flottum blogg, þau séu uppfærð daglega eða að þar sé verið að koma með hugmyndafræðileg stórvirki.  Nei, það er bara verið að auglýsa eftir einhverjum ungum eða Reykjavíkur þingmönnum sem blogga.  

Reyndar skal það viðurkennast að einn yngsti þingmaðurinn hefur haldið úti bloggi og fær hún Dagný prik í kladdann fyrir það.  Hins vegar virðist henni eitthvað farið að fippast og í nóvember og desember hefur 1 færsla birst.

Það er von á töluverðri endurnýjun í vor, vonandi fáum við að sjá fleiri bloggandi þingmenn í þeim hópi.


Rosalega er leiðinlegt í Jóga

Ef ég væri Jennifer myndi ég bara hætta í jóga! Fyrst þetta er svona leiðinlegt.

Við Íslendingar eigum eðal life Coach, hann gæti kennt henni svona Robe Joga, sjálfsagt mun skemmtilegra en þetta sem hún er að stunda núna.


mbl.is Jennifer Aniston grætur í jógatímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisspjöll

Ekki það að vegurinn er lagður í góðum hug, en nú hljóta einhverir að
rísa upp og mótmæla þessum umhverfisspjöllum.  Hefði ekki verið
hægt að sækja þetta á einhvern annan hátt t.d. utan af sjó?
mbl.is Búið að leggja veg að strandstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband