Góðmenni hjá alcan?

Nú hefur það almennt verið mín skoðun að menn hafi haft það ágætt að vinna hjá Ísal. Þetta er fyrirtæki þar menn hafa haft góð laun og starfsaldur hefur verið langur.

Undanfarið hafa hins vegar verið á floti sögur þess efnis að staðan sé ekki þannig, menn séu reknir rétt fyrir starfslok til að spara fyrirtæki.

Ég veit reyndar ekki hvað það er sem fyrirtækið ætti að þurfa að greiða við starfslok, hér á Íslandi erum við með lífeyrissjóðakerfi og engin réttindi bundin við einkafyrirtæki í þessum efnum. Menn leiðrétta mig hérna bara ef þeir vita betur og sjá hvað Ísal græðir á að reka menn rétt áður en þeir ljúka starfsævi sinni hjá þeim.

Hins vegar hef ég enga trú á að sérstök manngæska sé bundin þeim samningum sem voru gerðir hér við þessa menn. Þeim var einfaldlega rétt dúsa til þess að klára þessi mál. Það er vont fyrir fyrirtæki í stækkunarumræðum að vera með reglulegar fréttir af því að þeir hafi (amk. hugsanlega) farið illa með starfsmenn sína.

Þetta vissi líka ASÍ, þeim var því í lófa lagt að ná góðum samningum.
mbl.is Samið við þrjá starfsmenn Alcan sem sagt var upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband