Færsluflokkur: Vefurinn

Misnotkun fréttatenginga

Nokkru umræða hefur verið í gangi undanfarið um misnoktun á fréttatengingu við Moggans, sérstaklega eftir að Mogginn fór að bjóða upp á bætta tenginu með því að setja linka á bloggin við fréttafyrirsagnirnar.

Nokkrir bloggarar stunda það að velja sér frétt líklega til vinsælda og tengja hana við blogg um eitthvað allt annað. Sem dæmi má velta fyrir sér hvað nýjasta útgáfa tímaritsins þjóðmála hefur með vakt á vegum orkuveittunnar um jólin.

Einar Örn hefur bent á leið til þess að leysa þetta, sem ég held að mogginn ætti að íhuga en það er að gefa notendum tækifæri á að flagga færslurnar. Væntanlega þyrfti að flagga þær og skrifa einhverja smá greinargerð. Hættan með misnotkun er augljóslega sú að mogginn hætti að tengja, blogg við frétt gefur henni aukna dýpt og sjónarhorn sem fréttamaðurinn hefur ekki séð. Það væri ótrúlega leiðinlegt að verða af svona vegna fiflagangs ákveðinna bloggara sem eru að reyna að bæta heimsóknir að eigin vefjum.

Ég hef líka verið að ræða um að fá inn Track back fídus, og bent á hann í umræðu. Það er varla mikið mál fyrir vefdeildina að búa til þennan fídus, miðað við það sem þeir eru komnir með. Sú umræða hlýtur að hafa komið fram við hönnun á kerfinu og hugsanlega einhverjar ástæður fyri því að vefurinn er ekki með þessum fídus. Þrátt fyrir fjölmargar ábendingar, veit ég ekki enn hvernig á að fá einhverskonar fídback frá stjórnendum blog.is

Athyglissýki sumra Moggabloggara
Gáfumenni og kverúlantar


Kommenta klám

Það er gaman af svona kommentaklámi, sérstaklega frá mömmum sem þekkja inn á blog.is kerfið og vita að það eru ekki skráðar ip-tölur

Annars skiptir það ekki máli, þessir menn sem hafa verið að kommenta í kerfi án þess að segja til nafns hafa líka sýnt það að þeir kunna að fela spor sín.

Nú kemur ýmislegt fram í þessu kommenti, það sem mér finnst einna skemmtilegast er auðvitað um skápaskáldið.

En blogg Munda verður hingað eftir ekki kallað neitt annað en kerlingablogg

Hver segir svo að þessi nafnlausu athugasemdir hafi ekki áhrif?

Næst fær Mundi ekki nafnalaust komment, heldur SMS eins og ég í gær. Verst að þessi ritgerð sem var í kommentinu tæki svo mörg SMS.

Ólýsanleg hamingja

Það er mér ólýsanleg hamingja að fá þann heiður að vera orðinn bloggvinur heils vefrits.

Ekki það að ég hef verið lengi á msn-listaPalla, sem er tæknilegur bakhjarl Múrsins , en ég vann mér inn gmailið mitt á sínum tíma með því að bæta mér honum inn á msn-listann minn. Ég bara er svo sjaldan á msn, þannig að ég tala sjalda við netsnillingin Pál.

Svo hef ég nú verið í tæknideild Deiglunnar í mörg ár.

En aldrei áður hef ég eignast heilt vefrit sem vin!

Já dagurinn í dag er sannkallaður gleðidagur og verður haldið upp á hann með þeim hætti sem svona degi ber!

ps. velti fyrir mér hvernig svona dóttur vefrita útgáfa funkerar.


Ingvi Hrafn með nýja Sjónvarpsstöð

Ingvi Hrafn og sonur ætla að fara af stað með nýja sjónvarpsstöð sem á að útvarpa á netinu og í gegnum Breiðband símans. Það verður sjálfsagt merkilegt að fylgjast með því hvernig það mun þróast hjá honum. Ekki spái ég honum þó ríkidæmi með þessu nýja verkefni.

Þeir feðgar kalla þetta Ísland Nýjasta Nýtt, sem er svona svipað lélegt nafn og NFS, eða jafnvel verra. Sú skammstöfun hljómaði amk.betur en ÍNN.

Þó svo að ég sé ekki að spá þessari stöð ríkidæmi með þessu verkefni, getur vel verið að það gangi. Með hjálp tækninnar er nú hægt að fara af stað með svona verkefni án mikil tilkostnaðar, svo lengi sem Ingi Hrafn getur þrumað með sitt Hrafnaþing og fengið aðila sem eru tilbúnir.

Nýjasta dæmið er auðvitað Stjáni Rokk eða hvað hann heitir. Hann er einmitt komin með sína eigin sjónvarpsstöð sem sýnir einu sinni í viku. Einfald, maður og myndavél.

Hins vegar sýndi það sig á NFS í sumar að auglýsendur voru ekki tilbúnir að auglýsa á stöðinni. Væntanlega hefur áhorfið einfaldlega ekki verið nægjanlega mikið, það er fátt sem bendir til þess að stöð í þessari dreifingarleið muni fá betri dreifingu.

Nafnið fjarlægt

Ég ákvað að fjarlægja fullt nafn af síðunni, þetta gerði ég eftir að hafa fengið mjög undarlegt SMS.

Málið er að nýja kerfi blog.is birtir fullt nafn með hverri frétt inn á mbl.is, í gær bloggaði ég svo um Byrgismálið og tengdi það fréttinni, nafn mitt birtist svo með fréttinni. Fjölmargir fóru svo inn á síðuna mína og greinilega hefur einhverjum mislíkað eða amk. fundist fyndið að senda mér SMS. Hugsanlega eru einhverjir félagar á ferðinni en mun líklegra er að einhverjir unglingar séu á ferðinni. Ég lít þetta ekki alvarlegum augum.

Í sjálfu sér var ekki um hótun eða neitt slíkt að ræða en nóg til þess að ég ákvað að hafa nafnið ekki jafn sýnilegt. Þetta vakti mig kannski frekar til umhugsunar, að maður er að setja fram sínar skoðanir inn á ýmsar fréttir og hugsanlega mislíar mönnum. Ég vil helst ekki að handrukkarar mæti inn á mína ritstjórnarskrifstofu. Þannig er nú að ég er með einstakt nafn, þannig að auðvelt er að finna mann í skránni. Ég ætla kannski ekki að klína nafninu framan í fólk, amk. ekki um sinn

Skilaboðin komu í gegnum siminn.is og voru greinilega skrifuð af einhverjum 15 ára húmorista. "Grand master Guðmundur mun taka í din lille ven". (nokkurn veginn eftir minni, eyddi þessu bara út).


Ég átta mig alveg á að þetta er einhver húmor sem er í gangi, ég heyrði þetta seinast á veitingastað í gær þegar ég hlustaði á mann fyrir aftan mig í röðinni svara í símann (sitt nafn og hans Lille Ven).

Nafnið Tómas dugar alveg enda eru fjölmargir bloggarar bara með sitt fyrra nafn á listanum.


Leiðréttur

Mér er sannur heiður af því að benda á að ég hafi verið leiðréttur.  

Það var alþingismaðurinn Sæunn Stefánsdóttir sem benti mér rettilega á að hún bloggar á Saeunn.is.  Mér til afsökunar þá er Sæunn nýjasti þingmaðurinn og ég gleymdi henni bara.

Sem er að sjálfsögðu synd, því Sæunn er fyrsti þingmaður útskriftarárgangs 1998 úr MR, því miður fyrir rangan flokk því það er töggur í Sæunni. 

Ekki það að ég hafi náð að kynnast henni mjög mikið þessi ár í MR, svo lenti hún fljólega á villigötum í Háskólanum þegar hún fór í Röskvu     ;) 


Pólitísk blogg

Ég hef fylgst með bloggi lengi og lesið ýmisleg pólitisk blogg. Dæmi um ágætist pólitískt blogg sem virðist reyndar flestum gleymt þessa dagana er bloggið hans Össurar, á meðan þeir félagar úr Framsókn (og fyrrum starfsmenn Forsætisráðherra) hafa skellt sér inn á blog.is og eru vinsælli en aldrei fyrr.

Stjórnmálamenn í stjórnarandstöðu hafa verið sérstaklega duglegir við að koma sér upp bloggum og koma sjónarmiðum sínum beint á framfæri við kjósendur.   Hins vegar eru nánast engir stjórnarþingmenn að blogga.  Hægt er að telja upp örfáa stjórnarþingmenn sem blogga, en nánast engir úr Reykjavík og merkilegt nokk nánast engir af yngri kynslóð Alþinismanna.

Í sjálfu sér má færa rök fyrir því að það sé auðveldara að vera bloggandi stjórnaandstöðuþingmaður frekar en stjórnarþingmaður.  Það er auðveldar að koma fram með gagnrýni og rífa hluti niður heldur en að byggja upp og koma með lausnir á vandamálum.  Það er einmitt eitt af því sem hefur einkennt blogg stjórnarandstöðunnar.

Hins vegar er þetta nútíminn, það er enginn að krefjast þess af þessum þingmönnum að þeir haldi úti mjög flottum blogg, þau séu uppfærð daglega eða að þar sé verið að koma með hugmyndafræðileg stórvirki.  Nei, það er bara verið að auglýsa eftir einhverjum ungum eða Reykjavíkur þingmönnum sem blogga.  

Reyndar skal það viðurkennast að einn yngsti þingmaðurinn hefur haldið úti bloggi og fær hún Dagný prik í kladdann fyrir það.  Hins vegar virðist henni eitthvað farið að fippast og í nóvember og desember hefur 1 færsla birst.

Það er von á töluverðri endurnýjun í vor, vonandi fáum við að sjá fleiri bloggandi þingmenn í þeim hópi.


Árni Páll og Guðmundur

Það stefnir allt í að það eigi eftir að vera fjörug umræða á þessum vettvangi, upplagið er amk. gott nema að Árni Páll muni gugna og svara ekki því sem nú er komið.

Til þess að halda áfram að hamra umræðuna verð ég að minnast þess að hér væri kjörið að vera með track back fídusinn. Gallinn er kannski sá að það er engin sérstaklega góð leið að hafa samband við Moggamenn.  Spurning að senda þeim Fax?  Það er amk. ekkert netfang neinstaðar að finna til að láta þá vita. 


Pósturinn í ham

Það vekur óneitanlega athygli að Íslandspóstur heldur áfram að kaupa fyrirtæki á markaði. Á dögunum keyptu þeir prentfyrirtækið Samskipti og samkvæmt þessari frétt hafa þeir líka keypt í netfyrirtækinu Modernus, sem einna helst er þekkt fyrir að reka teljari.is

Þessi kaupastefna minnir einna helst á kaup orkuveitunnar á fyrirtækjum alls ótengdum fyrirtækjum, eins fyrirtæki í risarækju eldi.

Manni er spurn afhverju ríkisfyrirtæki eru að fjárfesta í prentsmiðjum, á sama tíma og ríkið er að losa sig við fyrirtæki á markaði.

Það hlýtur að fara að koma að því að pósturinn verði seldur. Menn geta þá fjárfest í þeim fyrirtækjum sem þeim hentar.

Hávært stopp

Held að þetta sé jafnvel betra stopp en hjá Munda í gær.  Hávær yfirlýsing þess efnis að viðkomandi sé hætt eftir að hafa skrifað eina einlæga færslu.

 

hæj,

ég heiti arna og er að prófa þessa síðu, en ekki gera grín af mér ef ég geri einhvað vitlaust eða einhvað þið verðið bara að afsaka það, ég ég ætla ekki að hafa þessa síðu ef hún gengur ekki vel:=) en allavega bæjó

arna lind kristinsdíttur


 Næsta færsla:

Hætt

HÆTT!!!!!Shocking

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband