Nafnið fjarlægt

Ég ákvað að fjarlægja fullt nafn af síðunni, þetta gerði ég eftir að hafa fengið mjög undarlegt SMS.

Málið er að nýja kerfi blog.is birtir fullt nafn með hverri frétt inn á mbl.is, í gær bloggaði ég svo um Byrgismálið og tengdi það fréttinni, nafn mitt birtist svo með fréttinni. Fjölmargir fóru svo inn á síðuna mína og greinilega hefur einhverjum mislíkað eða amk. fundist fyndið að senda mér SMS. Hugsanlega eru einhverjir félagar á ferðinni en mun líklegra er að einhverjir unglingar séu á ferðinni. Ég lít þetta ekki alvarlegum augum.

Í sjálfu sér var ekki um hótun eða neitt slíkt að ræða en nóg til þess að ég ákvað að hafa nafnið ekki jafn sýnilegt. Þetta vakti mig kannski frekar til umhugsunar, að maður er að setja fram sínar skoðanir inn á ýmsar fréttir og hugsanlega mislíar mönnum. Ég vil helst ekki að handrukkarar mæti inn á mína ritstjórnarskrifstofu. Þannig er nú að ég er með einstakt nafn, þannig að auðvelt er að finna mann í skránni. Ég ætla kannski ekki að klína nafninu framan í fólk, amk. ekki um sinn

Skilaboðin komu í gegnum siminn.is og voru greinilega skrifuð af einhverjum 15 ára húmorista. "Grand master Guðmundur mun taka í din lille ven". (nokkurn veginn eftir minni, eyddi þessu bara út).


Ég átta mig alveg á að þetta er einhver húmor sem er í gangi, ég heyrði þetta seinast á veitingastað í gær þegar ég hlustaði á mann fyrir aftan mig í röðinni svara í símann (sitt nafn og hans Lille Ven).

Nafnið Tómas dugar alveg enda eru fjölmargir bloggarar bara með sitt fyrra nafn á listanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband