Færsluflokkur: Vefurinn
20.12.2006 | 14:01
Pantaðir skartgripir á netinu
Sá auglýsingu á demantur.is, held að það sé ekki málið að kaupa sér skartgripi í gengum netið.
Nú er maður áhugamaður og hefur keypt ýmislegt í gegnum netið en ég held að það sé langt þangað til að maður kaupi nokkra hluti beint í gegnum netið.
Meðal þess eru föt, maður vill bara geta farið og mátað. Einu undantekningarnar á þessu væri á tegundum sem maður þekkir til. Gæti sjálfsagt keypt mér Levis buxur eins og þær sem ég á, en myndi seint kaupa mér t.d. jakkaföt.
Hitt eru nú skartgripir, þetta er eitthvað svona persónulegt sem maður vill fara á staðinn og skoða og velta fyrir sér.
Auðvitað er ansi margt sem maður myndi aldrei kaupa á netinu, þetta voru nú bara þeir hlutir sem mér datt í hug núna.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2006 | 11:46
Óánægja með forsíðu blog
Ekki ætla ég að fjölyrða um það. Ég bara man ekki hvernig forsíðan var áður en hún breyttist.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2006 | 09:52
Íhald.is fer í frí
Skemmtileg tilkynning frá íhald.is í dag þar sem þeir tilkynna að þeir séu komnir í frí. Seinasta uppfærsla á vefnum var fyrir mánuði síðan.
Því er nú kannski ekki fyrir að finna hjá ritstjórunum að það sé svo mikið að gera í ritstjórn hugsjóna, en ekki hefur verið greitt af því léni og því er lokað.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2006 | 21:35
Kynjagreining á linkalistum
Átti í umræðu á netinu í gær um hversu eðlilegt væri að greina linkalista eftir kynjum. Niðurstaðan var sem sagt nokkurn vegin svona:
Þannig að þetta er hluti kvennréttindabaráttu kvenna ef meiri hluti á lista eru konur en karlremba ef meiri hluti á linka lista eru karlar.
Sjálfur er ég eingöngu með karla og hlýt því að vera algjör karlremba.
Já af linkunum skulum við þekkja þá.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)