Færsluflokkur: Vefurinn
10.1.2007 | 21:45
Illa uppfærðar heimasíður
Þeir eru að eyað milljónum í að kynna útsölu sem er að fara af stað á morgun, sendir heim bæklingar og auglýsingar í sjónvarpi.
Hins vegar er ekki orð um þetta á vefnum þeira, auk þess eru 2-3 mánuðir síðan síðan var síðast uppfærð.
Þetta vekur athygli þar sem þeir eru tölvufyrirtæki með mikið af tæknimönnum í vinnu.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2007 | 17:43
Darwin verðlaunin
Darwin verðlaunin voru með því fyrsta sem maður heyrði af netinu sem var sniðug og fyndið.
Sumum finnst þetta kannski ekki fyndið en ógeðslegt?
Mestu heimskupör ársins 2006 verðlaunuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2007 | 17:32
Magni og Dilana
Ég veit ekki meira um þetta, þetta er samt einhvern vegin einmitt það sem slúður kjaftarnir þurftu á að halda. Nú vitum við hvað verður rætt um á næstunni. Hvað hafi gerst, maður á eftir að heyra þetta sálgrein niður í smæstu detail.
Það er bara ekki lítið um stórfréttir í dag, fyrst Engeyin seld og nú þetta.
Magni mætir ekki í Molann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2007 | 15:15
Kvartað undan fasisma
Fasisminn er væntanlega þá að það er erfiðara að kommenta nema með því að vera innskráður. Önnur kerfi loka á þig ef þú skrifar ekki í ákveðinn tíma, meira að segja gamli góði blogger.com gerir það. Kannski eftir lengri tíma en 6 mánuði.
Reyndar finnst mér galli með þetta kerfi að maður fái ekki upplýsingar um ip tölur þeirra sem eru að kommenta. Það myndi breyta miklu og víða hjá erlendum er þetta einfaldlega birt.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 23:40
Blogg eða fjölmiðill
Ég hef alltaf gaman af umræðunni um það hvort Blog séu fjölmiðlar eða bara einstaklingsverkefni. Þessi umræða heldur auðvitað áfram hérna, frá fíflaumræðu Egils og fleiri sem eru ekki bloggarar heldur eitthvað annað og merkilegra.
Þetta er auðvitað mjög óræð umræða. Er það blog, þegar ég segi vinum og vandamönnum að ég hafi rekið við og einu vinir mínir sem ég á eru einn á rauðarhöfn og annara á Seyðisfirði?
Á hinn bóginn þegar gestirnir eru orðnir mörg þúsund á dag, og ég keppist við að flytja nýjustu fréttirnar. Allt áður en aðrir segja það. Er það orðið meiri fjölmiðill.
Hvað með samanburð við íslensk blog og erlend. Ef ég er glaður með að fá 100, en erlendur bloggarar eins og Drudge fá hundruð þúsunda gesta. Enn ekki fjölmiðlar?
Er það meiri fjölmiðill ef ég segi fréttir af öðrum heldur en ég segi fréttir af mér?
Er þetta kannski meiri fjölmiðlar ef það kemur greiðsla fyrir það sem maður gerir?
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2007 | 23:02
Mogginn byrjar að rukka fyrir smáauglýsingar
Vandamálið hjá Mogganum hefur verið að margir hafa misnotað þessa þjónustu, á móti hafa ótrúlega margir nýtt sér þessa þjónustu, á sama tíma hafa fáar auglýsignar verið að birtast í blaðinu.
Fréttablaðið hefur ekki boðið upp á neina sambærilega þjónustu, hins vegar hafa smáauglýsignarnar verið mikið notaðar hjá þeim.
Við hjá Íshúsinu höfum mikið notað smáauglýsingar Moggans, til að auglýsa Loftkælingu, lofthreinsitæki og klakavélar.
Það kemur auðvitað ekki á óvart að á endanum hafi verið farið að rukka. Hins vegar efast ég um að nokkur muni kaupa auglýsingu bara á netinu fyrir 500 kalla, á meðan það er hægt að kaupa auglýsingu í blaðinu fyrir 750. Þannig á endanum verða þetta bara auglýsignar sem hafa áður birst í blaðinu. Auglýsingum mun sem sagt fækka mikið.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.1.2007 | 21:42
Bloggvinkona í hópinn
Þá er mín gamla bloggvinkona hún Salvör er komin í hóp bloggvina minna. Við Salvör höfur rætt saman um ýmislegt á blogginu í gegnum tíðina og meðal þess eru nýleg dæmi um ósmekkleg blogg og eldri dæmi um trukkalessur, 1.des og femínisma.
Við Salvör eigum eitt amk. sameiginlegt en það er áhugi á bloggi og bloggkerfum.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2007 | 10:58
Google kikkar inn
Ég hef tekið eftir að það sem ég skrifa hérna er nokkuð fljót að lenda ofarlega á google, ofar en maður kærir sig kannski um. Þótt maður sé ánægður með að fá gesti, þá er maður ánægðari að fá inn gesti sem eru að leita að því sem maður er að skrifa.
Þannig kem ég t.d. nokkuð ofarlega þegar leitað er að Bónus, Hrafn Ingvi og Ingvi Hrafn. Bara svona nokkur sem ég hef nokkrar heimsóknir út af.
Það sem vekur kannski ekki síst athygli í þessum efnum er að nafn færslunnar er ekki í slóðinni (eins og hjá mörgum sem fá góðar leitarniðurstöður), og það hefur ekkert verið gert til að auk tengingar google við færslurnar.
Þeir sem hafa skrifað meira á blog.is hafa væntanlega meiri reynslu af þessu og fá svipuð áhrif. Þetta er mun meira en það sem ég þekki frá öðrum stöðum sem ég hef bloggað á. Þar hafa fyrst og fremst sérstakar útgáfur af orðum slegið í gegn. Þar sem aðrir leitendur eru svipað skrifblindir og ég eru að leita afbökuðum orðum eins og detta reglulega inn í texta hjá mér.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2006 | 19:03
Sérkennilegt lén
Líklega er þetta eitt sérkennilegasta lén sem ég veit um, ég stefni að því að fjárfesta í símanúmerinu mínu... eða ekki.
http://www.isnic.is/whois/mini.php?type=all&query=5678910.is
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2006 | 02:18
Logið að blaðamönnum
Í morgun las ég blaðið og rak augun í umfjöllun um skilríkjafalsanir, fljótlega eftir að ég fór að lesa bloggin í morgun rakst ég á umfjöllun Ólafs Nils og annara bloggara um málið.
Ég gat ekki gert af því að ég var nú ekki viss, hvað var satt og hvað var logið. Eftir að hafa hafa lesið færsluna hans Ólafs grunaði mig að Ólafur sæti í súpunni, eftir að hafa sagt of mikið við fréttamann og óttast kæru. Viðkomandi blaðamaður hafi einfallega birt nafnið án þess að spyrja.
Hins vegar eftir að hafa lesið umfjöllunina, virðist nokkuð augljóst að Ólafur er að segja satt (eða hann er virkilega heimskur!). Frásögnin var sögð nánast með barnslegir einlægni hvernig hann plottar upp glæpinn, frásögn af útibúinu, frá sögn af græjunni og að lokum frásögnin árstíðarsvefunum. Allt útlistað mjög vandlega.
Ég veit þó ekki hvort ég sé í hópi þeirra sem finnst þetta sniðugt, amk ekki viturlegt fyrir Ólann. Ég viðurkenni að þetta var freistandi tækifæri, en líklega nokkuð vanhugsað því væntanlega mun þetta hafa einhverjar afleiðingar. Ólinn hlýtur að verða kallaður í viðtal við lögreglu, sem á eftir að fylgjast með honum sem "grunuðum" í einhvern tíma.
Blaðamenn Blaðsins eiga eftir að svara fyrir sig, ekki eiga þeir eftir að láta koma svona fram um sig og sín vinnubrögð án þess að svara. Þeir eiga væntanlega öll gögn, sem þeir geta látið lögreglu fá. Nýr ritstjóri er frekar seinheppinn að á hans fyrstu dögum, dagi svona verkefni uppi á hans borði.
Ég dáist samt af því að halda úti þessari lygi, sagan er pottþétt með ýmsum smáatriðum sem eru úthugsuð. Salan, dreifingarleiðinar og fleira sem hefur þurt að halda alveg pottþéttum.
Sé þetta ekki satt, þarf Blaðið væntanlega að endurskoða eitthvað vinnubröðgin sín. Í svona skúbbi þarf væntanlega trúverðugra vitni, og eitthvað fastara fyrir áður en farið er af stað með svona sögu í birtingu.
Var t.d. ekki hægt að fá staðfest frá unglingi sem hafði keypt, eða þóst vera unglingur að kaupa. Þeir hafa hugsanlega gert það og fengið jákvæð viðbrögð? Maður veit aldrei.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)