Pólitísk blogg

Ég hef fylgst með bloggi lengi og lesið ýmisleg pólitisk blogg. Dæmi um ágætist pólitískt blogg sem virðist reyndar flestum gleymt þessa dagana er bloggið hans Össurar, á meðan þeir félagar úr Framsókn (og fyrrum starfsmenn Forsætisráðherra) hafa skellt sér inn á blog.is og eru vinsælli en aldrei fyrr.

Stjórnmálamenn í stjórnarandstöðu hafa verið sérstaklega duglegir við að koma sér upp bloggum og koma sjónarmiðum sínum beint á framfæri við kjósendur.   Hins vegar eru nánast engir stjórnarþingmenn að blogga.  Hægt er að telja upp örfáa stjórnarþingmenn sem blogga, en nánast engir úr Reykjavík og merkilegt nokk nánast engir af yngri kynslóð Alþinismanna.

Í sjálfu sér má færa rök fyrir því að það sé auðveldara að vera bloggandi stjórnaandstöðuþingmaður frekar en stjórnarþingmaður.  Það er auðveldar að koma fram með gagnrýni og rífa hluti niður heldur en að byggja upp og koma með lausnir á vandamálum.  Það er einmitt eitt af því sem hefur einkennt blogg stjórnarandstöðunnar.

Hins vegar er þetta nútíminn, það er enginn að krefjast þess af þessum þingmönnum að þeir haldi úti mjög flottum blogg, þau séu uppfærð daglega eða að þar sé verið að koma með hugmyndafræðileg stórvirki.  Nei, það er bara verið að auglýsa eftir einhverjum ungum eða Reykjavíkur þingmönnum sem blogga.  

Reyndar skal það viðurkennast að einn yngsti þingmaðurinn hefur haldið úti bloggi og fær hún Dagný prik í kladdann fyrir það.  Hins vegar virðist henni eitthvað farið að fippast og í nóvember og desember hefur 1 færsla birst.

Það er von á töluverðri endurnýjun í vor, vonandi fáum við að sjá fleiri bloggandi þingmenn í þeim hópi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Tómas.

 Ég bendi þér á síðuna mína - www.saeunn.is. Ég hlýt enn að teljast til unga fólksins (jafngömul þér) ....

Kv. Sæunn

Sæunn (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 23:46

2 Smámynd: TómasHa

Sæl Sæunn,

Ég vissi ekki að þú værir farinn að skrifa á síðuna þína, ég skoðai hana fyrir nokkuð löngu síðan en þá vara bara á henni tilkynning um að þetta væri í vinnslu. Ég á eftir að fylgjast með.

Varðandi það að við séum jafnaldrar, þá er ég ekki viss.  Við útskrifuðumst jú saman úr MR en annað okkar amk (sem sagt ég) ári of seint. En það breytir því ekki að þú ert í hópi ungra og ég ætla ekkert að snúa út úr því.

Mér finnst frábært að þú sért farinn að blogga, eins og ég segi hér fyrir ofan er þetta bara  nútíminn.  Menn geta notað netið til að koma á framfæri skoðunum og kynningu sem tók mánuði áður.  Það er ekki allt fengið með því að eyða stórum fjárhæðum í kynninga.

TómasHa, 22.12.2006 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband