Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Að fiska í sama pytti

Tónleikahaldarar eru súrir þessa dagana, vegna dræmrar mætingar.  Málið er eiginlega að allt í einu kemur allur þessi hópur frægra tónlistarmanna heim, um leið verður það bæði minna spennandi en það var.  Þetta er ekki bara svona 1 tónleikar á ári eins og var. Einnig fyllist maður valkvíða.  Ég ætla augljóslega ekki á alla enda verðið þvílíkt, á hinn bóginn getur maður eiginlega ekki valið. 


Of heitt hjá mörgum

Í vinnunni hef ég aldrei fundið fyrir jafn mörgum sem hefur verið of heit, eins og einmitt núna þetta vorið.  loftkæling, viftur og aðrir kælar hafa selst sem aldrei fyrr

Það versta sem ég lenti í var að salan í upphafi mánaðarins var svo mikil og sumarvörunar voru ekki komnar.  Ég varð því að vísa mjög mörgum frá vegna þess að ég átti tækin einfaldlega ekki til, en þetta er mjög óvanalegt og yfirleitt hefur dugað að fá vörurnar í byrjun júní því ekkert hefur verið farið að gerast fyrir þann tíma.

Spáin um mjög hlýtt sumar virðist því ætla að rætast. Ég vona að minnsta kosti að þetta verði ekki eins og sum sumur, þar sem það byrjar með glæsibrag og svo hefst bara rigniningin. 


mbl.is Hlýjasti maímánuður í 48 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsælli en Óli Steph

Var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2, á sama tíma mætti Ólafur Þ. Stephensen á Rás 1. Miðað við vinsældir útvarpsstöðvanna má því segja að ég hafi verið vinsælli en Ólafur Stephensen :) Eða þannig.

Var bara ótrúlega lengi í viðtali, ég átti alls ekki von á því að vera svona lengi.  Það er amk. óhætt að segja að brúðkaupsræðunámskeiðið hafi fengið þá athygli sem ég vonaðist eftir.

Það var annars fyndið hvað þetta var allt önnur upplifun að mæta í stúdíóið og tala við Hrafnhildi og Guðrúnu frekar en að tala við þær í síma.  Þetta var miklu persónulegra og þægilegra viðtal heldur en á Bylgjunni í um daginn þar sem ég sá og heyrði ekkert.

Ég á enn eftir að hlusta á þetta í endurspilun, en fannst þetta samt vera nokkuð langt og líklega lengra en það raunverulega var.   


Sænskir grínistar

Þegar ég bjó í Svíþjóð var reglulega rætt um að Svíar væru svo húmorslausir. Mér þótti þeir nú alltaf með ansi fínan húmor. Þetta er kláralega hluti af þeim húmor, eftir að hafa tapað með svo miklum mun að segja að þetta hafi haft svo mikil áhrif á þá að þeir verði að keppa aftur.

Sverige kräver omspel mot Island

Lämnar in protest

Ett godkänt mål som försvann. Nu kräver Sverige omspel av den avgörande kvalmatchen mot Island.

Det var vid ställningen 11–13 som Robert Arrhenius reducerade för Sverige. Målet godkändes av domarna, men ändå fick Sverige det inte.

– Vi påtalade det för sekretariatet redan i paus, men de struntade i det, säger Sveriges överledare Conny Nilsson till sportbladet.se.

Kräver omspel

I paus var ställningen 13–13, men det skulle ha varit 14–13 till Sverige. På grund av detta kommer nu Sverige att lämna in en protest.

– Vi kommer att kräva omspel, säger Arne Elovsson, ordförande i Handbollsförbundet.

När Sverige kan vänta sig ett svar på sin protest är inte klart. Sverige förlorade mot Island med 25–29 och därmed tog Island platsen i sommarens Peking-OS.


mbl.is Svíar ætla að kæra leikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu með fordóma gagvart Homo Sapiens?

Rás 2 sendi mann út af örkinni til að kanna fordóma gagnvart Homo Sapiens.  Meðal annars var fólk spurt um viðbrögð ef náinn vinur eða ætting myndi eignast slíkt afkvæmi.

Yfirleitt sagðist fólk vera frekar fordómalaust, en einn sagði að þetta væri bara eins ef einhver náinn manni myndi greinast með sjúkdóm.  Það væri ekki hægt að vera með fordóma gegn því.

Ég hélt nú reyndar að flestir þekktu merkingu orðsins homo sapiens og þar með væri nú ekki fyndið að spyrja þessarar spurningar, hvað þá í útvarpi.  Ætli maður hafi ekki reglulega spurt út þetta við 10 ára aldurinn þegar þetta var kennt í lífræði.

Rás 2 tókst þó að finna ansi marga sem vissu þetta ekki. 


Svekkjandi

Morgunblaðið tók viðtal við mig á fimmtudaginn og sendi svo ljósmyndara til að taka af mér mynd, ég mætti upp á klæddur vegna þess að ég var að fjalla um Brúðkaupsræðunámskeið JCI, og fannst frekar við hæfi að vera bráðkaupslegur.  Viðtalið átti svo að birtast í dag í Mogganum. 

Ekki bólaði hins vegar á viðtalinu þrátt fyrir að búið hafi verið að senda ljósmyndara til þess að taka myndina af mér og allt.  

Ég get ekki neitað því að ég var nokkuð svekktur, þó ekki nema vegna þess vesens við að fara heim á miðjum degi úr vinnunni til þess að dressa mig upp og stilla upp í kringum það sem þurfti að gera til að gera myndatökuna sem flottasta.  Ég hefði örugglega getað gert ýmislegt við þennan klukkutíma.

Ljósmyndarinn hefði sjálfsagt getað gert það líka.

Ég veit ekki hvort þetta sé mjög algeng vinnubrögð að bæði sé búið að taka viðtalið og líka senda ljósmyndara, en birta það svo ekki. 

Ég vona að þetta birtist á endanum, þó svo það sé ekki nema til að sjá myndina góðu.  Ég var nokkuð reffilegur með kampavínsglasið fullt af vatni.


Að ákveða eigin greiðslufrest

Það er merkilegt þegar mörg af þeim stóru fyrirtækjum sem eru mjög nákvæm við sína viðskipta vini eru oft með ótrúlegar kröfur á móti.  Nú hefur BYKO og skild fyrirtæki ákveðið að gera greiðslufrest 60 daga.  Byko vill einmitt að menn greiða á tíunda degi, annars fellur afsláttur úr gildi.

Ég hef eiginlega oft lent í þessu, ég er með ákveðin greiðslufrest og gjalddaga, svo koma fyrirtækin og krefjast einhvers annars greiðlusfrests. Það er eiginlega ótrúlega fyndin afstaða hjá þessum fyrirtækjum að þau geti án þess að semja um eitt né neitt reynt að segja fyrirtækjum sem þau kaupa af hvenær þau greiða og það án þess að greiða neina vexti.

Ég vildi að ég gæti ákveðið mína greiðslufresti á þennan hátt. Og það án vaxta.

 

Byko, Elko, Húsgagnahöllin og Intersport hafa ákveðið einhliða að lengja greiðslufrest til birgja og þjónustuaðila frá og með næsta mánuði. Þetta var tilkynnt bréflega. Margir birgjar eru ævir og íhugar einn að krefja fyrirtækin um staðgreiðslu.

Fréttastofa hefur eitt slíkt bréf undir höndum. Það var stílað á birgja og þjónustuaðila Byko hf. Yfirskriftin var: Samræmdir greiðslufrestir - aukin skilvirkni.

Í bréfinu segir að til að tryggja skilvirkari greiðslur til birgja og þjónustuaðila Byko hf sé nauðsyn á rýmri tímatakmörkum í samþykktarferli innan fyrirtækisins. Því hafi verið ákveðið að samræma alla greiðslufresti og verði allir reikningar greiddir sextíu dögum eftir lok úttektarmánaðar.

Breyting þessi öðlist gildi frá og með úttektarmánuðinum júní og gildi jafnframt fyrir Intersport, ELKO og Húsgagnahöllina.

Fyrirtækin fjögur eru öll dótturfyrirtæki Norvik hf.

Greiðslufrestur hefur verið mislangur milli birgja samkvæmt upplýsingum fréttastofu, oft mun styttri en sextíu dagar. Margir birgjar og þjónustuaðilar munu ævir vegna þessarar einhliða ákvörðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun að minnsta kosti einn þeirra íhuga að krefja fyritækin um staðgreiðslu sem svar við bréfinu.

 


Mætti í Reykjavík Síðdegis

Þeir hjá Reykjavík Síðdegis hringdu í mig í dag út af brúðkaupsræðunámskeiði sem ég er fara að kenna á.  Ég er nú ekki mjög vanur að tala í útvarpi og var því nokkuð stressaður.   

Þetta er sjálfsagt eins og með ræðumennskuna: Þetta er vont en það venst :)

Ég sé á upptökunni að þetta voru tæpar fimm mínútur en ég hefði getað svarið að þær voru amk. 10 mínútur.  Samt sat í þægindum við skrifborðið mitt.  

Þetta er líklega í fyrsta skipti sem ég fæ tækifæri til þess að tala í útvarp, ég minnist amk. ekki eftir öðru viðtali.  

Það sem kom mest á óvart að þeir hringdu bara í gemsann minn, voru ekkert að hafa fyrir því að hringja í landlínu.  Ég hefði haldið að gæðin á slíku samtali væru ekki ásættanleg, með mismunandi sambandi og misgóðum gsm símum. 

Ég fékk þó nokkur viðbrögð við þessu viðtali, en eftir að hafa kennt á nokkuð mörgum námskeiðum undanfarið er hefur komið í ljós að þetta er ótrúlega algengt vandamál, það er að fólk þori hreinlega ekki að flytja ræðuna.

Hitt er að menn vita ekki hvernig á að skrifa svona ræðu og lenda í ógöngu. 

Ég held að með þessu námskeiði, sem tekur 2 kvöld, geti menn lært ýmislegt um hvernig á að flytja góða brúðkaupsræðu.  Þó svo að menn útskrifist ekki með sömu reynslu eins og að taka heilt ræðunámskeið.

Spurningin er kannski helst hvort menn átti sig ekki á þessu fyrr en of seint, það er að hið týpíska íslenska vinnulag eigi eftir að koma mönnum um koll, það er að menn hugsi ekki út í þetta fyrr en rétt fyrir brúðkaupið og þá of seint til að koma á svona námskeið.

 Hérna er svo viðtalið við mig. Það á að vera hægt að opna það í Wimamp eða öðrum MP3-spilurum.


Skemmdarverk á 9 hæð?

Í umfjöllun um lausu flísarnar í Skuggahverfi segir framkvæmdarstjórinn:

Hann vill ekki útiloka að brotnu flísarnar á götunni séu vegna skemmdarverka, en slík hafi áður verið unnin á blokkunum.

Ég keyrði þarna fram hjá og sá að þetta var á öllum blokkunum meira og minna og alveg frá jarðhæð og upp á topp.

Ég velti fyrir mér hvort menn séu í alvöru að halda því fram að það sé verið að skemma flísar upp á annar hæð og ofar? Eins og sést bara glögglega á myndinni sem fylgir með fréttinni, er þessar flísar að losna ofar en menn geta með góðu móti teygt sig og eyðilagt flísarnar.

Eru menn bara ekki að losa sig undan ábyrgð?
 


mbl.is Flísum rignir í Skuggahverfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of seint að komast hjá upptökum

Vísir segir frá því að leitað hafi verið á gestum hjá Indiana Jones, en því miður fyrir þá er þetta allt of seint, nú þegar er hægt að finna fjölmargar upptökur af myndinni á netinu fyrir þá sem á því hafa áhuga.

Annars er eiginleg fyndið að menn séu að stoppa þessar upptökur. Ég velti fyrir mér hversu margir ákveða að horfa frekar á lélega myndupptöku úr bíósal frekar en að fara.  Flestir eru kannski fyrst og fremst forvitnir um hvernig myndin er.

Ef myndin stenst væntingar, þurfa menn lítið að óttast.  Menn fara á góðar myndir í bíó, en nenna ekki að horfa á myndirnar heim, í lélegum gæðum og með reglulegum hávaða bíógesta eða að menn standa fyrir framan myndavélina, þannig að bara hljóðið heyrist.

 

 

Leitað á bíógestum Indiana Jones

mynd
Ströng öryggisgæsla var á heimsforsýningunni hér á landi sem og annars staðar.

ellyarmanns skrifar:

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband