Ertu með fordóma gagvart Homo Sapiens?

Rás 2 sendi mann út af örkinni til að kanna fordóma gagnvart Homo Sapiens.  Meðal annars var fólk spurt um viðbrögð ef náinn vinur eða ætting myndi eignast slíkt afkvæmi.

Yfirleitt sagðist fólk vera frekar fordómalaust, en einn sagði að þetta væri bara eins ef einhver náinn manni myndi greinast með sjúkdóm.  Það væri ekki hægt að vera með fordóma gegn því.

Ég hélt nú reyndar að flestir þekktu merkingu orðsins homo sapiens og þar með væri nú ekki fyndið að spyrja þessarar spurningar, hvað þá í útvarpi.  Ætli maður hafi ekki reglulega spurt út þetta við 10 ára aldurinn þegar þetta var kennt í lífræði.

Rás 2 tókst þó að finna ansi marga sem vissu þetta ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha. Man nú í einhverjum rökræðum milli tveggja stráka, þá skaut einn strákurinn á hinn ,,Hvað, ertu einhver homo sapien eða?!?" alveg grafalfarlegur :)

Viktor (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 17:06

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Er þetta ekki eins og undirskriftalistinn gegn "dihydromonoxide" sem einhverjir réðust í fyrir ekki svo löngu einhversstaðar í útlandinu?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.6.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband