Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Erla formaður Heimdallar

Vísir segir frá því að stelpur stjórni ungliðahreyfingum þriggja stjórnmálaflokka.

Ég má til með að benda á að þrátt að formaður SUS er auðvitað Þórlindur Kjartansson, þá er hún Erla Ósk formaður Heimdallar, lang stærsta aðildarfélags SUS.

Heimdallur einn og sér er á stærð við ungliðahreyfingar flestra hinna flokkanna samanlagt.

 


Áhrifin ná hingað heim

Nú sita vörur frá 2 mismunandi framleiðendum stopp á Spáni út af þessu. Það verður að viðurkenna að þetta er frekar svekkjandi þegar maður er að bíða eftir að fá dótið til sín sem fyrst.
mbl.is Eldsneyti að klárast á spænskum bensínstöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skráningu líkur á miðvikudaginn

Ég fer að hljóma eins og rispuð plata, en ég hef ekki miklar áhyggur af því.  Nú fer að ljúka skráningum á brúðkaupsræðunámskeiðið fína. Ég kvarta auðvitað ekki,  eitt námskeið fullt og annað sem ég er að reyna að fá þáttakendur á.

Ef þú veist um einhvern sem er að fara að gifta sig er um að gera að senda viðkomandi á námskeiðið. Þetta er einfalt ræðunámskeið þar sem verður tekið á mjög ákveðnum þáttum, það er ræðum af hátíðlegu tilefni.

Þetta er eitthvað sem gagnast ótrúlega mörgum hvort sem menn eru að byrja á ræðumennsku eða lengra komnir.

Þetta verður í 2 kvöld, og mun kosta 12 þúsund með námskeiðsgögnum.

Skráning fer fram á JCI Esja.org 


Alltaf græða bankarnir!

Það er nokkuð sérstakt að þessir gaurar voru dæmdir saklausir en fá ekki peninginn.  Bankinn gerði mistök og reyndi svo að gera þessa menn að glæpamönnum.   Að sjálfsögðu áttu þeir að eiga peninginn.

Í sjálfu sér er eðlilegt að bankinn hafi einhverja skilmála í heimabankanum til að koma í veg fyrir svona mistök.  Það gerðu þeir ekki, þessir menn gerðu því ekkert rangt og tóku bara þau bestu tilboð sem þei bauðst og seldu á besta sem þeim bauðst.

Bankinn gerir það sama á hverjum einasta degi þegar hann selur okkur gengi. 


mbl.is Peningarnir komnir til Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loka skráningar dagurinn nálgast

brudkaupfacebook2 Ég er búinn að tala ansi mikið um brúðkaupsræðunámskeið. Skráningar voru framar öllum vonum en eitt námskeið fylltist næstu strax. Núna er verið að fylla á námskeið númer 2. Námskeiðið hefst 12. júní ef nægur földi fæst á námskeiðið. Það verður lokað fyrir skráningar á miðvikudaginn! Þannig að um að gera að skrá sig sem fyrst. Skráningar eru á heimasíðu JCI Esju

Suðurhafseyja beint suður af fróni

Rakst á áhugaverða yfirlýsingu á vefnum Eyjar.net.   Þar hafa menn greinilega fundið áhugaverð tækifæri fyrir Vestmannaeyjar.  

Því hvetjum við bæjarstjórn Vestmannaeyja, svo og Vestmanneyinga alla, til þess að vinna að stofnun sjálfstæðs fríríkis í Eyjum. Bjarni Ármannsson og allir þessir gæjar sem makað hafa krókinn á undanförnum uppgangsárum á Íslandi gætu þá flutt sig til sannra suðurhafseyja beint suður af fróni, í stað þess að þurfa að flýja með allt góssið alla leið til Caymaneyja.

Tilkynningin kemur frá vinum Ketils bónda

Það er reyndar fróðlegt að fleiri skuli berjast fyrir sjálfstæði en ýmsir í Grafarvoginum.  Reyndar hefur fáum dottið í hug að gera Grafarvog að sérstökum skattaparadís, umfram því að bjóða lægra  útsvar. 


Ekki gott að vera sænskur í dag :)

Mikið svakalega hlýtur að vera erfitt að vera Svíi þessa dagana. Fyrsta tapa Eurovision gjörsamlega, svo handboltanum og nú þetta.

Það er eins gott að það er mitt sumar, annars er ég ansi hræddur um að salan á hressingartöflunum væri í hámarki.

 


mbl.is Umboðsmaður Charlottu kærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtal í mogganum

Í morgun birtist svo viðtalið við mig í Mogganum. Ég var mjög ánægður og eins og sést á myndinni hafði ég fyrir því að dressa mig upp og koma mér í jakkaföt.  En það eru einmitt helst við brúðkaup og jarðarfarir sem ég geri það.

Það er því óhætt að segja að brúðkaupsræðunámskeiðin hafi vakið mikla athygli, enda held ég að um mjög gott og þarft framtak sé að ræða.

Fyrir utan þá sem sitja námskeiðin okkar, vonast ég til þess að mér hafi tekist að vekja umræðu um þessar ræður og þessa tegund af ræðumennsku. Hvernig íslenski húmorinn hefur oft dregið menn í ferðir þar sem betur væri heima setið en af stað farið.

Ég vonast til þess að þessi námskeið okkar geti orðið regluleg og það verði almenn þekking að það sé hægt að leita sér að svona þekkingu hjá JCI Esju.

Líklega það versta við þessa umræðu er að JCI festist enn frekar í þeirri ímynd að vera ræðufélag, en eins og lesendur síðunnar vita þá er JCI miklu meira enda býr JCI til leiðtoga :) En á leiðinni verða menn að læra að tjá sig og því eru ræðunámskeiðin svo mikilvæg.

.


Ekki fjöldinn heldur viðbragðsleysið!

Það er eigilega ekki fjöldinn sem kemur á óvart, heldur viðbragðsleysið sem kemur á óvart.  Það eru rosalegar ádeilur og það í einhliðamálflutningi sem þarna kemur fram.  Hins vegar hefur ekkert birst um þetta, mjög lítið verið fjallað um þetta í bloggi.

Ætli menn séu orðnir ónæmir fyrir baugsmálinu? 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórðargleði vísismanna

Það kemur lítið á óvart að það sé Þórðargleði hjá Vísismönnum, þegar nýr ritstjóri Moggans gerir mistök á fyrsta degi og birtir mynd af plast álft sem náttúru undur.  Það kemur lítið á óvart að þar á bæ brosi menn ú tí annað.  Það kæmi heldur ekkert á óvart ef fyrverandi ritstjóri, hefði glottað út í annað. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband