Færsluflokkur: Bloggar
23.12.2006 | 09:10
Kæran komin fram
Þá er kæran komin fram, á hendur Guðmundi Jónssyni en ég horfði á myndbandið með stúlkunni sem lagði fram kæruna.
Um þetta viðtal segir lögmaður Guðmundar í Fréttablaðinu i dag:
Það er svolítið einkennilegt að hægt sé að fara upp á fréttastofu Stöðvar 2 og ausa úr skálum reiði sinnar yfir nafngreinda menn án þess að það sé stutt með haldbærum sönnunum sem mark er á takandi.
Stúlkan sem jós ekki úr skálum reiði sinnar í þessu viðtali, heldur sagði á pollrólegan hátt frá því hvað á daga hennar hafi drifið. Ég get ekki séð að hún hafi þurft að koma með sérstakar sannanir í viðtalið, en geri ráð fyrir því að blaðamennirnir hafi skoðað það sem hún sá. Það verður að teljast mjög ólíklegt að einhver einstaklingur fari að koma fram undir nafni og með þær ásakanir sem hún kom með og þær viðurkenningar án þess að það væri fótur fyrir því. Þessi stúlka gerði í framhaldinu það eina rétta og kom þessum hlutum til réttra aðila og nú fær málið vonandi eðlilega meðferð.
Mér finnst þessi stúlka vera hetja að þora að koma fram undir nafni og segja sögu sína fyrir framan alþjóð. Þetta viðtal hefur tekið meira á en orð fá lýst og engin leggur nafn sitt undir í slíku nema að mikið liggi við. Ásakanir um sárindi út af sambandsslitum eru ótrúverðugar, enda verður þá líka að hafa verið samband fyrir hendi.
![]() |
Kæra á hendur forstöðumanni Byrgisins lögð fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2006 | 08:31
Ótrúleg flóð
Þetta hafa verið hreint ótrúlega fréttir af þessum flóðum á Suðurlandi. Maður trúir bara ekki sínum eyrum, og það liggur við að maður þurfi að álpast þarna austur eins og sannkallað borgarbarn á lita fólksbílnum bara til að skoða þetta.
Reynar er ég kunnugur á þessum slóðum eins og svo mörg önnur borgarbörn, en ég eyddi sumrunum á árunum 1986 til 1994 á þessum slóðum. Þá var maður allt frá því að vera fjósadrengur og upp í að vera fullvaxinn vinnumaður.
Það var því ótrúlegt að heyra bóndann á Björnskoti, þar sem ég var einmitt í sveit, segja frá því að jörðin væri á floti. Ég velti því reyndar fyrir mér hvort fréttamaðurinn þekkti til bóndans, því ef Björnskot er á floti eru væntanlega allir bæirnir í kring líka á floti, sérstaklega Vesturkot, sem er nær ánni. Það kom samt fram eins og það væri bara þessi bær. Ég hef heyrt annars staðar að Fjall sé líka umflotið.
Úr þessu úrlausnar efni væri sem sagt bara ein lausn, en það væri að keyra austur og kynna sér málið.
Ég ætla hins vegar að láta af öllum slíkum fyrirætlunum, og halda mér í bænum og bíða eftir skötunni.
![]() |
Heilu sveitirnar eins og stöðuvatn yfir að líta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2006 | 08:20
Lágt plan
Nei, nú er Trump alveg búinn að missa það.
![]() |
Trump og O´Donnell í hár saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2006 | 14:06
Innihaldslaus PR sambönd
Spurning hvernig menn hafi komist um þessar fyrirætlanir Adams, ætli hann hafi skellt inn auglýsingu í Smáauglýsingarnar? Eitt stykki fræg kærasta, þarf að vera frægari en Nicole Richie. Þarf að mæta reglulega í flottustu og bestu partýin.
![]() |
Fræg kærasta eykur tekjurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2006 | 12:47
A whata!
Þetta er nú vægast sagt skrýtin ákvörðun hjá þessu forlagi, ef það er næg ástæða að einn frústreraður lesandi kemur með slæman dóm um bókina að kasta henni á hafsauga. Kostnaður við útgáfu slíkrar bókar er gríðarlegur og sé það rétt sem kemur fram í upphafi tilkynningarinnar að bókin hafi fengið góðar viðtökur hjá lesendum.
Það hlýtur að vera einhver önnur ástæða, nema að þetta sé svona PR stunt til þess að bókin fái umfjöllun.
Ætli menn hafi ekki fattað hvers konar eitur þetta væri þegar þeir gáfu bókina út fyrir nokkrum mánuðum? Ætli það hafi rignt yfir þá líflátshótunum eða jafnvel óskemmtilegum SMS skeytum?
Ætli þessi hafi nokkurn tíman gefið út þessa bók?
Nú er maður bara ekki nægur bókaormur til þess að vita það.
![]() |
Bók tekin af markaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2006 | 10:51
Ingvi Hrafn með nýja Sjónvarpsstöð
Þeir feðgar kalla þetta Ísland Nýjasta Nýtt, sem er svona svipað lélegt nafn og NFS, eða jafnvel verra. Sú skammstöfun hljómaði amk.betur en ÍNN.
Þó svo að ég sé ekki að spá þessari stöð ríkidæmi með þessu verkefni, getur vel verið að það gangi. Með hjálp tækninnar er nú hægt að fara af stað með svona verkefni án mikil tilkostnaðar, svo lengi sem Ingi Hrafn getur þrumað með sitt Hrafnaþing og fengið aðila sem eru tilbúnir.
Nýjasta dæmið er auðvitað Stjáni Rokk eða hvað hann heitir. Hann er einmitt komin með sína eigin sjónvarpsstöð sem sýnir einu sinni í viku. Einfald, maður og myndavél.
Hins vegar sýndi það sig á NFS í sumar að auglýsendur voru ekki tilbúnir að auglýsa á stöðinni. Væntanlega hefur áhorfið einfaldlega ekki verið nægjanlega mikið, það er fátt sem bendir til þess að stöð í þessari dreifingarleið muni fá betri dreifingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2006 | 09:20
Könnunin í vikunni
Það hefði nú verið ólíklegt að Bónus hafi staðið lengi í þessu brölti, þetta hefði alltaf skaðað þá, enda amk. heilsíðu virði í auglýsingu að fá reglulegar tilkynningar um að Bónus sé langódýrast eins og hefur undanfarið sem fyrirsögn.
![]() |
ASÍ kemst inn í Bónus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2006 | 08:59
Seinustu tónleikar Gauksins
Maður frétti af því rétt á eftir hafi staðurinn verið seldur á metupphæð. Kunnir viðskiptamenn hafi tekið staðinn aðsér til þess að stórgræða á honum.
Gaukurinn hefur fylgt þjóðinni í nokkuð langan tíma, en ef ég man rétt gerði garðinn einna frægastan þegar hann seldi bjórlíkið góða eða það byrjaði þar amk.
Minjagripaverslun skal hann verða!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2006 | 08:49
Hvað skildi standa á þeirri íslensku
Ég veit heldur ekki betur en að öll íslensku ullarfyrirtækin séu farin á hausinn, þannig allt garn í íslensku peysunum koma væntanlega utan frá.
Hins vegar er hún fyrst og fremst að mótmæla Ástralölum, en ekki Nýsjálendingum. Ég held að íslenka peysan sé frekar úr Nýsjálenskri ull frekar en Ástralskri.
![]() |
Pink segir ullarpeysum stríð á hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2006 | 23:19
Pólitísk blogg
Ég hef fylgst með bloggi lengi og lesið ýmisleg pólitisk blogg. Dæmi um ágætist pólitískt blogg sem virðist reyndar flestum gleymt þessa dagana er bloggið hans Össurar, á meðan þeir félagar úr Framsókn (og fyrrum starfsmenn Forsætisráðherra) hafa skellt sér inn á blog.is og eru vinsælli en aldrei fyrr.
Stjórnmálamenn í stjórnarandstöðu hafa verið sérstaklega duglegir við að koma sér upp bloggum og koma sjónarmiðum sínum beint á framfæri við kjósendur. Hins vegar eru nánast engir stjórnarþingmenn að blogga. Hægt er að telja upp örfáa stjórnarþingmenn sem blogga, en nánast engir úr Reykjavík og merkilegt nokk nánast engir af yngri kynslóð Alþinismanna.
Í sjálfu sér má færa rök fyrir því að það sé auðveldara að vera bloggandi stjórnaandstöðuþingmaður frekar en stjórnarþingmaður. Það er auðveldar að koma fram með gagnrýni og rífa hluti niður heldur en að byggja upp og koma með lausnir á vandamálum. Það er einmitt eitt af því sem hefur einkennt blogg stjórnarandstöðunnar.
Hins vegar er þetta nútíminn, það er enginn að krefjast þess af þessum þingmönnum að þeir haldi úti mjög flottum blogg, þau séu uppfærð daglega eða að þar sé verið að koma með hugmyndafræðileg stórvirki. Nei, það er bara verið að auglýsa eftir einhverjum ungum eða Reykjavíkur þingmönnum sem blogga.
Reyndar skal það viðurkennast að einn yngsti þingmaðurinn hefur haldið úti bloggi og fær hún Dagný prik í kladdann fyrir það. Hins vegar virðist henni eitthvað farið að fippast og í nóvember og desember hefur 1 færsla birst.
Það er von á töluverðri endurnýjun í vor, vonandi fáum við að sjá fleiri bloggandi þingmenn í þeim hópi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)