Færsluflokkur: Bloggar

Enn einn naglinn

Þarna er komið fram enn eitt vitnið gegn Guðmundi, ég skil samt ekki hvað hún ætlar að kæra hann út af.  Þetta er skrýtin frétt en það kemur hvergi fram fyrir hvað konan ætlar að kæra hann.  

Ég sá ekki viðtalið en mun spila það af netinu á morgun.  Þá kemur það væntanlega í ljós. 

Væntanlega á hann einhverja góða sögu afhverju þessi kona er að ljúga upp á hann.  Nú ætla ég svo sannarlega ekki að fjölyrða um það hvort allt þetta fólk sem hefur komið fram og talað um þetta mál séu að ljúga. En þetta er að verða ansi stórt samsæri gegn einum manni.


mbl.is Segist hafa átt í sambandi við Guðmund Jónsson í Byrginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnið Trausti Hafliðason

Ég veit ekki afhverju en nafnið Trausti Hafliðason truflar mig aðeins í umræðunni núna. Það er líklega fyrst og fremst af því nafnið er svo líkt mínu nafni, það hefur eitthvað með það að gera hvernig ég finn nafnið mitt í texta, það er nóg að sjá Hafliðason og T og maður er strax farinn að halda að þetta sé maður.

Næsta skref er auðvitað að lesa frekar og komast að því að þetta er algjört kaftæði, þarnar er bara einhver blaðasnápur á ferð


Góður listi

Mér líst mjög vel á þennan lista. Ætla þó að spara klisjurnar um hversu
sigurstranglegur hann er.  Hins vegar sakar ekki að þekka nokkra á
listanum.
mbl.is Framboðslistar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík samþykktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki seinna vænna

Það var greinilega ekki seinna vænna en að redda málinu fyrir jólin.  


mbl.is Eiginmaðurinn pantaði leigumorðingja tímanlega fyrir jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bara saumavélar

Það er svo sannarlega greinilegt að Husqvarna er ekki bara saumavélar.

Reyndar man ég eftir drullu hjóli í svetinni sem var Husqvarna, það var svo sannalega ekki nein saumavél enda alvöru 500 cc drulluhnoðari.
mbl.is Husqvarna kaupir Gardena í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslpóstur

Ruslpósturinn er orðinn alveg óþolandi, í gmailið mitt koma 10-20 póstar á hverjum klukkatíma núna. Þetta er bara nýtt.

Óþolandi.

Var bankastjórastaðan bara grín!

Ég er brjálaður núna! Mér hafði boðist í tölvupósti að verða bankastjóri í stórum erlendum banka.

Ég var auðvitað hrærður þegar ég fékk tölvupóstinn, að þeir hafi fundið bloggið mitt og fundist ég gæfulegur.

Ég trúði þessu auðvitað eins og nýrri nál og réð mig á staðnum. 


mbl.is Varað við fölskum atvinnutilboðum á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppstilling í kvöld

Það er örugglega víða nokkur spenna yfir því hvernig listi Sjálfstæðisflokksins mun líta út. Spurning hvort þetta mun hafa áhrif á framboðslista annara flokka eins og Hjálmar og félaga vilja gera í Suðurkjördæmi.

Það hafa sjaldan verið læti í kringum lista hjá Sjálfstæðisflokknum en það er aldrei að vita.

Spenna Spenna.

Kínversk list á Íslandi

Ég held að það væri nær að þeir kæmu hingað og sýndu okkur nokkur trix. Ég á rosalegaflott útklippi mynd frá Kína, sem ég hef reyndar lengi ætlað að ramma inn og hengja upp á skrifstofunni minni. Það er sem sagt stríðsherra frekar reiðilegur.

Hugmyndin var sem sagt að hann horfði yfir mig og tryggði að ég væri að gera það sem ég á að gera í vinnunni.

En væri ekki að blogga...

Tja best að fara að gera eitthvað.
mbl.is Íslensk listmunasýning í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Track back fídus

Ræddi um það við Munda í gær að það væri gaman að hafa svona Track-back fídus. Það myndi auka til muna lestur á milli blogga.

Líklega er þetta sá fídus sem ég sakna hvað mest, við þetta blogg.

Tja nema ef vera skildi meðfærsla með athugasemdir, eins og geta séð frá hvaða ip tölu hún kemur, getur skipt máli þegar verið er að spama mann með einhverju rugli.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband