Færsluflokkur: Bloggar

Hækkun eða lækkun

Undanfarið hefur mikið verið rætt um hækkun leikskólagjalda, en þess ber að geta í þeiri umræðu að áður höfðu gjöldin lækkað um 25% í september. Afhverju nefnir engin það þegar þessi umræða er í gangi?

Þetta er auðvitað óheppilegt hjá meirihlutanum að gera þetta og algjör óþarfi, réttara hefði verið að lækka gjöldin um 20% en ekki 25% og ná þannig fram ca. sömu áhrifum.

Eftir stendur að gjöldin hafa lækkað um 20% frá því nýr meirihluti tók við.

20% fækkun hjá hernum

Ein af þeim jákvæðu fréttum sem birtust í fjölmiðlum nú um jólin er fækkun gesta á hernum, en í ár voru 120 gestir á hernum en í fyrra voru þeir 150.

Herin hefur verið að gera ótrúlega gott starf með því að bjóða hverjum sem er að koma í sínar margréttuðu máltíðir og pakka á eftir.

Meistarinn illa unninn

Fékk spilið Meistarinn í Jólagjöf, og að sjálfsögðu spilaði maður spilið. Það sem situr eftir að spilið er greinilega gert í kjölfarið á vinsælum þáttum og líklegt til að gefa af sér aur. Lendir líklega fljótlega á sama stað og Friendsspilið.

Vinnubrögðin koma strax í ljós þegar kassinn er skoðaður, þar er eru setningar ekki kláraðara, ótrúlegt að senda svona frá sér

Reglurnar eru flókar og töluver misræmi í þeim. Ljóst er að ekki hefur verið fengnir neinir fyrir utan höfunda til þess að prufa spilið og sníða af helstu vankanta.

Sumar spurningar koma fyrir tvisvar, og í nokkrum tilfellum eru ekki svör við spurningum.

Hérna gæti því verið skemmtilegt spil og allt efni í gott spil, en höfundar eyðileggja það með of hroðvirknislegum vinnubrögðum.

Gleðilegur jólasnjór

Jólasnjórinn mætti, bara nokkrum klukkustundum of seint. Ég hefði viljað sjá hann útum gluggan klukkan 18 á aðfangadag.

Ég heyrði annars af aðgerðum út í Evrópu til að ná í skíðasnjó og veti fyrir mér hvað kostar að búa til stágrindarhús í fjalli.

Þeir sem mig þekkja vita að ég á kælibúnaðinn (á góðu verði).
mbl.is Óvæntur jólasnjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin þjónusta

Veit ekki hvort þetta er sama fyrirtæki en í sumar fór ég til Mývatns og áttaði mig á því að það var mikill skjálfti í dekkjunum mínum. Eftir að hafa leitað mér upplýsinga var mér bent á vélaverkstæðið í bænum eða bóndabæ.
vélaverkstæðið samþykkti að taka við mér (á föstudagskvöldi) en síðar hringdi eigandinn og sagðist ekki getað komið. Ekki var heldur í boði að fá þjónustu daginn eftir. Hann benti hins vegar á bóndabæ í grendinni sem gæti gert þetta.

Ég hringdi í bæinn og fékk þau svör að ég væri velkominn, þetta væri nú lítið mál. Ég brunaði því á bæinn. Þegar á bæinn kom var þar gamalmenni, en sonur hans núverandi bóndi gerði bara lítið úr föður hans og andlegu ástandi. Hann væri ekki til mikils. Hann sjálfur væri á leiðinni á skemmtun og nennti því ekkert að hjálpa mér.

Eftir nokkra reikistefnu með þeim sem voru í bílnum og þeim sem þekktu til, var ákveðið að halda suður en gæta þess að kæra á mjög lágum hraða (innan við 60), því var farin hálendis og beina leiðin til að vera ekki fyrir.

Ég verð að viðurkenna að ég var mjög hissa á gestrisni Mývetninga, en hingað til hefur maður alltaf getað treyst á hreint ótrúlega gestrisni og hjálpsemi í sveitum landsins.
mbl.is Eldur í Malarvinnslunni í Mývatnssveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól

Ég tók þátt í lokametra vitleysunni og náði í seinustu jólagjafirnar í morgun. Reyndar er þetta hefð, en við förum með pabba og verslum á aðfangadag. Þetta höfum við gert í meira en 20 ár, en það hefur allt verið undirbúið og listinn ákveðinn.

Sem reynslubolti í þessum efnum styð ég þá kenningu að jólaverslun hafi verið með mesta móti á aðfangadag, það er líklega betra að meta þetta á aðfangadag þar sem vitleysan er ekki í botni líkt og á Þorláki.  

Að þessu sinni var listinn frekar stuttur hjá , en samt nógu langur til þess að skila smásölum þeim krónum sem þeir þurftu til að eiga gleðileg jó.

Svo maður blandi aðfangadagspólitík inn á málið, þá er varla mikið volæði í gangi í landi með slíka verslun.

Ég vil að lokum bjóða öllum lesendum síðunnar gleðilegra jóla!


mbl.is Met sett í smásölu fyrir þessi jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki ég

Það var ekki ég sem kveikti í Rimaskóla, ég hef engin vitni og eina sem ég get sagt er að ég var einn heima að skúra. Húsið brennur nú og allt tiltækt slökkvilið á staðnum.

Ég var reyndar að hugsa um að ráðast í bloggfréttamennsku skella mér út með myndavélina og lýsa þessu beint. Ég endaði hins vegar á að gera ekki neitt og treysti slökkviliðinu og hefbundnu starfandi fjölmiðla til að sjá um þetta.

Þegar ég horfi út um gluggan sýnist mér strákarnir vera búni að ná tökum á þessu, reykurinn farinn að minnka og slökkviliðsmennirnir hættir að sprauta. 


mbl.is Eldur í íþróttahúsi Rimaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert sérstakleg fyndnir

Ég hef aldrei skilið þessa takmarkalausa aðdáun margar Íslendinga á Danmörku og öllu sem henni tengist. Þegar maður tala við marga er eins og Kaupmannahöfn sé himnaríki á jörð, þar séu allir svo "lige glad" drekki öl og skemmti sér. Það mætti halda að Valhöll sjálf væri fundinn, þar sem menn drekka á daginn og rýsi svo hraustir á fætur daginn eftir.

Sérstaklega hef ég ekki orðið var við þessa skemmtun og hressleika þegar ég hef reynt að tala við þá á eigin tungu.  Fyrir vikið hef ég rætt við þá á ensku.

Hit er annað mál að Svíar hafa yfirleitt reynt að skilja mann þegar maður reynir að roba einhverju út úr sér á "skandinavísku". 


mbl.is Danir sjá sjálfa sig í röngu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið að skola skötunni niður

Þá er búið að skola niður skötunni, reyndar var skatan ekki frá Sægreifanum heldur Hafberg. Fengum þar seinustu bitana, sem hafa örugglega verið neðst í ílátinu og orð mest kæst.

Skatan náði því fullkomnum áhrifum með tilheyrandi grettum.   

Skötuát er auðvitað mjög skemmtilegur siður og oft koma saman stórir hópar fólks til að gæða sér á skötunni.  Maður heyrir oft um fólk í bílskúrum með stór boð og skötu.

Mamma eldar alltaf skötuna fyrir okkur heima hjá sér með tilheyrandi lykt yfir jólin. 


mbl.is Þorláksmessuskatan vinsæl hjá Sægreifanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðist ekki á förum

Mér finnst fyrirsögnin frábær! Báturinn er kominn upp í land, og til þess að ná honum var talað um 3 km taug. Svo velta menn því fyrir sér hvort dallurinn sé að fara.

Góðu fréttirnar eru auðvitað að olían er ekki lekin úr bátnum, en hins vegar munu jólin líða þangað til eitthvað verður gert.   Það hlýtur að valda mönnum áhyggjum, en miðað við yfirlýsinarnar í gær verðu næst reynt að ná olíunn annan í jólum. 


mbl.is Wilson Muuga færðist lítillega í nótt, en virðist ekki á förum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband