Færsluflokkur: Bloggar

Ó Ó strætó

Það gengur auðvitað ekki að kenna R-listanum um hvernig er komið fyrir strætó, menn hafa verið með heilt ár til þess að laga kerfið.  Miðað við þá gagnrýni sem Sjálfstæðismenn voru með á strætó, hljóta menn að hafa verið með einhverjar lausnir á vandanum.

Auðvitað er pólitík í strætó, sama pólitík og Sjálfstæðismenn héldu upp þegar þeir voru ekki við stjórnvölin. Ég get bara ekki séð hvernig þjónustuskerðing hjálpar þeim fáu notendum sem nú notast við strætó.  Ég skil heldur ekki hvernig það hjálpar íbúum í Árbæ að leiðin sem fór áður niður Miklubraut fari nú niður Sæbraut.   

Ég held að menn verði að fara að gera eitthvað í þessum málum eða henda þessu kerfi.  Það er alveg ljóst að kerfið er handónýtt.

Ég minni á grein Pawels vinar míns um strætókerfið, hann veit mjög vel hvað hann talar um enda einn ötulasti notandi strætó sem ég þekki og búinn að nýta sér kerfið frá upphafi.

Almenningssamgöngur R.I.P.

    


mbl.is 532 milljóna króna tap á Strætó í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki leiðinlegt

Það er ekki leiðinlegt að fá svona 200 þúsund kall á mánuði aukalega í vasann, ekki síst þegar menn eru með 1200 þúsund fyrir.   

Nú bregður svo við að enginn lætur í sér heyra, oft áður hefðu ýmsir látið í sér heyra eftir slíka launa hækkun. Væntanlega er fólk orðið ónæmt fyrir þessu eftir alla milljónasamningana sem hafa verið gerðir undanfarin ár.


mbl.is Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

90% vatn

Þáttastjórendur á Bylgjunni gerðu óspart grín af öðrum fjölmiðlamönnum í gær. Í dag bregður svo við að þeir fullyrða að við séum 90% vatn.  Eitthvað hefur nú vatnsmagnið aukist síðan ég var í líffræði.    

Eru vatnsheilar hér á ferðinni?


Gott mál - Kannski veitir ekki af

Mér finnst gott mál ef Borgarstjórn taki upp siðareglur og kannski veitir ekki ef. Í morgun benti ég einmitt á mál varðandi lóðaúthlutanir á hafnarsvæðinu, þar virðist Björn Ingi hafa veitt lóð til 6 daga gamals fyrirtæksins. Auðvitað gera menn ekki svona, svo ég árétti það hlýtur Björn að koma fram og útskýra hverning honum datt þetta í hug.
mbl.is Samþykkt að stefna að staðfestingu siðareglna borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tel mig ekki vera rasmisma

Tilvitnun dagsins á Bylgjunni var kona sem taldi Asíu búa síðri verkamenn á spítulum.  

"Ég tel mig ekki vera rasisma, eða hvað það nú heitir".

Fljótlega á eftir kom annar sem hafði unnið með "slíku fólki" og taldi það vera hörkuduglegt. 


Stórir grænlendingar

Svona fréttir eru alltaf merkilegar.
mynd
Frá Grænlandi. Þar sem karlmenn eru karlmenn.
Vísir, 05. júní. 2007 15:49

Smokkarnir voru of litlir


Meðalstærð af smokkum sem grænlenska landsstjórnin útdeildi ókeypis til þegna sinna reyndist vera of lítil fyrir grænlenska karlmenn. Forvarnarstofnunin Paarisa sendi í fyrra smokka með nafninu Torrak til allra karlmanna á Grænlandi til þess að draga úr kynsjúkdómum og óæskilegum þungunum. Og ekki vantaði að smokkunum var vel tekið.

Hinsvegar fóru fljótlega að berast kvartanir til Paarisa um að smokkarnir væru alltof litlir. Paarisa hafði valið evrópska meðalstærð. Það var ekki nóg fyrir þorra grænlenskra karlmanna.

Sofie Jessen, sem starfar hjá Paarisa segir í viðtali við grænlenska blaðið Sermitsiaq að nú hafi verið pantaðir stærri smokkar, til þess að allir geti verið með.

Seinhepnar stjörnur

Mikið svakalega eru þessar stjörnur okkar seinheppnar, Einar Ágúst með sín vandamál og svo núna Kalli Bjarni. Það var amk. ekki verið að bíða eftir lögum og dómi þangað til hann er nafngreindur. Þetta er bara í fyrstu frétt og með fullum upplýsingum um það sem hann er frægur fyrir. Fréttin á vísir.is.

Kalli var auðvitað aldrei alvöru stjarna, náði frægð í smástund meðal annars með því að fjalla um eigin fíkniefnanotkun. Það er greinilegt að frægðin hefur farið mjög illa með hann í kjölfarið.

Öfga frjálshyggjan hér á ferð?

Framsókn hefur verið dugleg að kalla þessa nýju ríkisstjórn
frjálshyggjuríkisstjórn. Þarna sýnir ríkisstjórnin þetta í verki. Eða
hvað?
mbl.is Fækkun á biðlistum forgangsatriði í aðgerðaáætlun í þágu barna og unglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Ingi í lóðabraski?

Ég var að skoða þessa frétt á RÚV, þar kemur fram að Faxaflóahafnir hafi úthlutað fyrirtæki sem er 6  gömlu fyrirtæki, en fyrirtækið hafi verið svo selt nánast daginn eftir til fjárfesta.    Nokkrum dögum síðar koma stórtækar hugmyndir um íbúðarbyggð á svæðinu þar sem Björn Ingi fer fremstur í flokki enda formaður stjórnar Faxaflóahafna.

Björn Ingi hlýtur að svara þessu.  Hann getur varla staðið undir þeim ásökunum að hafa staðið fyrir braski á þessum lóðum.   

Þetta eru amk. ekki vinnubrögð sem eru mér af skapi og ég vona að Björn og félagar sem stóðu að þessari úthlutun komi með einhver svör.  Þetta er að minnsta kosti ekkert sem hjálpar Framsókn að minnka spillingarstimpilinn sem er á þeim. 


Góð framkoma aðstoðarforstjóra

Manni er minnistæð hvernig það var algjört PR klúður þegar Samkeppnisstofnun réðst inn í Vísa.  Á þeim tíma spáðu menn að stutt væri þangað til Halldór væri látinn taka pokann sinn, sem reyndist svo vera raunin.

Nú bregður svo við að forstjóri Mjólkursamsölunnar er úti í fríi og því bara aðstoðarforstjórinn á staðnum.  Hann kom virkilega vel út úr þeim viðtölum sem ég hef heyrt og svaraði spurningum mjög og útskýrði að þetta væri bara eðlilegt, þeir teldu allt vera í góðum málum og að vinna að því að aðstoða lögreglu við þetta og svo myndu hlutirnir halda áfram eins og áður. 


mbl.is Húsleit í húsakynnum MS, Auðhumlu og Osta- og smjörsölunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband