Færsluflokkur: Bloggar

Eiður í auglýsingu fyrir landsleikinn

EiðurNokkuð merkilegt að Sýni skuli nota Eið Smára í auglýsingu fyrir Landsleik Íslands og Svíþjóðar.  Þetta er sérstaklega merkilegt, þegar meira að segja jafn litlir áhugamenn um íþróttir og ég vita að hann verður ekki með.

Það er greinilegt að Svíar hafa lesið bloggið mitt í gær, en í fréttum á Bylgjunni kom fram að Svíar hafa miklar áhyggjur af því að einhver muni hlaupa inn á völlinn.  Það kemur í ljós að það þarf ekki einu sinni að vera Svíi, þeir bera einfaldlega ábyrgð á þessu þannig að ef einhver hverrar þjóðar sem hann er hleypur inn á Völlinn og neglir dómarann er það á ábyrgð Svía.

En von :)

Annars kom líka fram að Daninn á von á sekt upp að 200 milljónum.  Ég reyndar efast um að bjórþamabarinn eigi svo mikið sem 2 milljónir til.


Hakkaðir bananar

bananarHeimasíða ávaxtarisans Banana hefur verið hökkuð.  Það vekur athygli að þeir virðista ekkert hafa gert til að lagfæra þetta en þessi síða stendur enn svona ég sá þetta fyrst snemma í morgun.   Síðan er hýst hjá vodafone, þannig að það ætti að vera einfalt verk að setja amk. upp eitthvað annað en þessa tilkynningar.

Þeir sem hökkuðu síðuna hefðu sjálfsagt getað valið sér vinsælli íslenska síðu til að hakka.  Ætli síðan sé svo lítið lesinn að þeir lesa hana ekki einu sinni sjálfir?


Ókeypis námskeið

Félagið mitt, JCI Esja, ætlar að bjóða upp á kynningarfund á fimmtudaginn, fundurinn hefst klukkan 20 og verður í Sjálfstæðissalnum í Grafarvogi.  Á eftir verður boðið upp á námskeið sem heitir Platínureglan.

Líttu við ef þú hefur áhuga á að kynnast starfi JCI, það kostar ekkert :) 

Frekari upplýsingar um JCI á www.jci.is og á www.jciesja.org


Gmailið að verða fullt

Gmail auglýsir alltaf "Aldrei að henda pósti aftur", nú bregður svo við að póstur til mín er í meira magni en þeir bæta við megabætum.  Ef sama þróun verður áfram mun boxið mitt fyllast á nokkrum mánuðum.  

Hvað er þá til ráða?

-Byrja að eyða, en það er t.d. ekki auðvelt að finna email með stórum viðhengjum

-Byrja upp á nýtt og skrá nýtt email

Maður segir núna eins og Karíus og baktus (í boði Samfylkingarinnar), ekki senda mér póst, ekki senda mér póst. 


Egill bloggar enn

Ég sé að það er enn opið á bloggið hans Egils, maður hefði haldið að 365 hefði nú amk. lokað á það miðað við allar yfirlýsingarnar. Þar fer hann nokkuð vel yfir sín mál. Þetta virðist vera nokkuð sollid case hjá honum.

Annað merkilegt í fréttum er auðvitað að eðalbloggarinn Óli Björn hafi fengið nýja vinnu, amk. treystir hann sér ekki lengur til að blogga. Greinilegt að 50 þúsund kallinn frá Byr hafi ekki dugað fyrir bloggarann.

Góðir Íslendingar í Svíþjóð

Nú er komið að því að bjarga andliti landsliðsins, ég vil því biðja alla sem vettlingi geta valdið að mæta á leikinn á móti Svíum, taka með sér góða boxhanska og svo verður það bara fyrstur kemur, fyrstur fær að kýla dómarann í jörðina.   

Þetta stefnir allt í hræðilegt tap þarna úti, 14-2 gæti hljómað vel í þessum samanburði, þannig að það er skilda okkar að negla dómarann.  Það verður þá bara dæmt 3 - 0 eins og leikurinn hjá Svíum og Dönum og svo einhver smásekt.

Best væri þó að reyna að fá einhvern fullan Svía í málið eða þykjast sænskur.  

Að lokum vona ég að ekki nokkur maður hlusti á þessa vitleysu í mér. 


Verst uppfærða vinsældarsíðan

Það er áhugavert að Sigmar Guðmundsson er enn á lista yfir topp 20 bloggara, þó svo að hann sé hættur að blogga. Seinasta færslan var skrifuð 16. maí.

mbl.is noti eigið stafsetningarforrit

Af hverju nota sumarstarfsmenn mbl.is, ekki þetta ágæta stafsetningarforrit sem okkur bloggurum hefur verið skaffað. Ætli það sé ekki til í þeirra eigin kerfi?

Manni grunar ýmislegt miðað við margar fréttir sem maður hefur verið að sjá. Eins og einn góður vinur minn sagði við mig, það er mikið þegar maður er sjálfur farinn að reka augu í villurnar. Það sama gildir um mig, enda ekki manna bestur í stafsetningu.

Ekkert betra efni á RÚV?

Ég var að skoða heimasíðu RÚV.is og sé að þeir eru að auglýsa Stiklurnar hans Ómars í verslun sinni. Þættirnir voru ágætir á sínum tíma en eiga þeir virkilega ekkert nýrra og betra efni til að auglýsa?   Er þetta dagskrágerðin hjá þeim eða hvað veldur því að það er ekkert betra efni boðið til sölu hjá þeim?

Ég get ekki ímyndað mér að það sé mjög stór markaður fyrir þessa þætti, auðvitað eru einhverjir nokkrir sem hafa áhuga á að eiga þessa þætti.  Þetta er klassík.

Hvað er með skemmtiþætti?  Hafa skemmtiþættir RÚV allir verið svo glataðir að það er enginn sem vill kaupa þá?


Ekki rétt hjá Stefáni

Þetta er bara ekki rétt hjá Stefáni, Deiglan.com, var stofunð árið 1998. Ég veit ekki hvort hann er vísvitandi að telja ekki upp deigluna, hvort hann telur að hún hafi ekki verið verðugur andstæðingur eins og hann kallaði hin vefritin eða hvað málið er. Þetta er í annað sinn nú á stuttum tíma sem hann telur upp vefrit, þar sem ég teldi að deiglan ætti að vera á listanum en er ekki.
Múrinn hrynur
"Ég vona að einhverjir muni sakna okkar," segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og einn stofnenda veftímaritsins Múrsins sem nú hefur lagt upp laupana.

"Ég vona að einhverjir muni sakna okkar," segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og einn stofnenda veftímaritsins Múrsins sem nú hefur lagt upp laupana.

Múrinn er eitt elsta pólitíska vefritið. Aðeins Vef-Þjóðviljinn er eldri. Að sögn Stefáns var blómatími þeirra rita, sem vöktu athygli og voru skrifin oft tekin upp af hefðbundnari fjölmiðlum, á árunum 2001 og 2002. Á þeim tíma var Björn Bjarnason eini pólitíkusinn sem skrifaði á netið. En með auknum uppgangi bloggsins og því að annar hver atvinnumaður í stjórnmálum tók upp á því að skrifa á netið tók að fjara undan veftímaritunum. Stefán heldur því þó fram að hann hafi ekki séð eitt einasta blogg sem er betra en sæmilegt veftímarit, sem lýtur ritstjórn, er byggt á samstarfi og ákveðinni stefnu. En pólitísku veftímaritin, sem þurfa að vera skrifuð af "ungum og gröðum" mönnum með sterkar pólitískar meiningar að sögn sagnfræðingsins, söfnuðust til feðra sinna misvirðulega.- jbg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband