Færsluflokkur: Bloggar

Velkominn á bloggið

Hversu fyndið er það að Egill hafið að blogga á mbl.is?  Eftir alla umræðuna síðan í vetur þegar hann lýsti frati á bloggið og nú er hann kominn í musteri bloggsins á blog.is (með einu g-i).

Hann á nú reyndar eftir að skrifa eitthvað meira en:

Þarf samt að læra á þetta fyrst

...kannski ekki svo flókið

 


mbl.is Egill Helgason byrjaður að blogga á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gráturinn staðfestur

Kommon, var henni sleppt vegna heilsufarsástæðna.  Ég benti á það hér fyrir neðan að hún grét sig í svefn á nóttunni og það er mun líklegra ástæða fyrir þessu.
mbl.is Látin laus samkvæmt læknisráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hilton grætur

Mér finnst myndavalið á þessar mynd nokkuð merkilegt hjá Vísi.is, ætli hún sé svona í fangelsi? Annar fjölmiðill segir á "hið einfalda líf" sé ekkert einfalt og hún gráti nú í klefanum í sínum.

mynd
Myndin er ögn frábrugðin fangelsislúkkinu.
Vísir, 07. júní. 2007 12:23

Hilton í fangelsi - dagur 3


Paris Hilton er búin að taka úr sér linsurnar. Förðunarvörur eru sömuleiðis úr sögunni og nú horfir erfinginn frægi framan í heiminn með allsbert andlit og brún augu.

Hún virðist vera að aðlagast lífinu í fangelsinu, en heimildamaður TMZ segir að hún höndli einveruna mun betur. Hún lesi bækur og hafi rætt við bæði geðlækni og lögfræðinginn sinn.

Hún svaf meira að segja í nótt.

Þess er væntanlega skammt að bíða að einhver lánssamur paparassi smelli myndum af dívunni, ómálaðri, með brún augu og músargrátt hárlengingafrítt hár.

Kynningarfundur

Ágætu lesendur,

Ef bloggvinir mínir græða orðið 50 þúsund á mánuði að auglýsa BYR, get ég amk. auglýst mitt ágæta JCI félag.

Junior Chamber er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára með áhuga og metnað til að efla stjórnunarhæfileika sína með virkri þátttöku í málefnum þjóðfélagsins á jákvæðan hátt.

Ég fyrir mitt leiti get mælt með starfsemi JCI, það er fjölmargt sem þeir hafa boðið upp á og ólíkt því sem maður hefur oft verið að gera áður í félagsstörfum þar maður hefur verið að berjast fyrir einhverjum hóp (flokk, félagi), þá hefur JCI fyrst og fremst verið að gefa sjálfum hluti.

JCI hefur boðið upp á fjölmörg námskeið hef ég meðal annars setið námskeið um ræðumennsku, fundarstjórnum og stjórnun félag. Félagar í samtökunum fá ókeypis á þessi námskeið.

Kynningarfundurinn hefst klukkan 20.00 og verður haldinn í Sjálfstæðisalnum í Grafarvogi.

Eftir kynningarfundinn verðu svo boðið upp á námskeiðið Platínureglan, námskeiðið er skemmtilegt námskeið til að kynnast sjálfum okkur betur, styrkjum og veikleikum. Tekið er einfalt próf og svo er farið yfir eiginleika hvers hóps.

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér starfsemi þá kostar ekkert að mæta upp í Grafarvoginn í kvöld.

Salurinn í sama húsi og Nóatún. Þegar þú keyrir um gullinbrú upp í Grafaravog, beygir þú til hægri við Olísstöðina inn Fjallkonuveginn. Hann keyrðirðu í svona 500 metra, en þá er verslunarmiðstöð á hægri hönd. Þú keyrir niður fyrir hana. Það er gengið inn um inngang hægramegin við innganginn í nótatún, sama inngang og tónlistarskólinn og sólbaðsstofan.

Megi moggabloggið

Stebbi Páls er snillingur, og greinilega langrækinn. Amk. hefur hann nú um ca. 6 mánaða skeið endað margar færslur sínar á böl gegn moggablogginu. Þetta hafa oft verið mjög skemmtilegar færslur hjá Stebba, þar sem hann tengir það sem hann hefur verið að ræða um við dómsdagsósk til handa Moggabloggsins.

Ég tók saman nokkurn slatta af lokaorðum Stefáns, þetta var augljóslega gert að Stéfáni óspurðum. Hann vonandi fyrirgefur mér þetta.

Þetta margar af þessum færslun þarf reyndar að sjá í samhengi við færslurnar sjálfar hjá Stefáni.
  • Megi Kristján Möller bakka yfir Moggabloggið!
  • Megi Moggabloggið fara í sænskan sundtíma.
  • Megi Moggabloggið verða fyrir rangsleitni gulu mannanna!
  • Í dag er Sjómannadagurinn. Að því tilefni mætti kjöldraga Moggabloggið.
  • Megi Moggabloggið fá legíónellu - meina hermannaveiki…
  • Megi reiði verktakanna beinast að Moggablogginu í staðinn.
  • Megi Moggabloggið sötra Egils Gull.
  • Megi Moggabloggið fara niður með einni dýnamíthleðslunni í Höfðaborginni.
  • Megi Moggabloggið lenda í vondum tískuráðleggingum…
  • Megi Moggabloggið fá bæði skrifkrampa og sinaskeiðabólgu.
  • Megi Moggabloggið anda að sér helvítis eiturlímgufunum frá IKEA.
  • Megi Moggabloggið fá illt í magann og uppáskrift á bragðvonda magamixtúru!
  • Megi stjórnendur Moggabloggsins smitast af skarpri dómgreind Guðna Ágústssonar!
  • Megi Hnakkus buffa Moggabloggið.
  • Megi Moggablogginu verða dýft oní djúpborunarholu.
  • Áfram FRAM! Ú-á pólitíkina (og Moggabloggið).
  • Megi Moggabloggið fá dr. Shipman sem heimilislækni…
  • Nær væri að henda Moggablogginu framaf brúnni.
  • Megi Bubbi aka yfir Moggabloggið þvert…
  • Megi ljónið úr Kardimommubænum bíta af Moggablogginu stórutána.
  • Megi Venni páer lumbra á Moggablogginu.
  • Megi Moggabloggið lýsa yfir gjaldþroti hið fyrsta!
  • Megi Moggabloggið fá heimsókna frá þessum náunga.
  • Megi Moggabloggið verða 8. þingmaður Suðurkjördæmis netheima.
  • Megi Moggabloggið festast í lagaflækjum.
  • Megi Moggabloggið fá þetta lag á heilann…
  • Megi Moggabloggið lenda undir veghefli.
  • Megi Moggabloggið lenda í flugslysi og týnast á dularfullri eyju.
  • Megi Moggabloggið verða nýaldarvísindum að bráð.
  • Megi þjóðin hafna Moggablogginu!
  • Megi Moggabloggið fá vinnuveitendur á borð við Impreglio.
  • Megi landsmenn draga fánann að húni þegar Moggabloggið loksins drepst!
  • Megi Moggabloggið verða úrskurðað ólöglegt af Mannréttindadómstólnum!
  • Megi Moggabloggið éta úldið hrossakjet.
  • Megi Moggabloggið verða að Reykjanesbæjarlista bloggheimsins!
  • Megi Moggabloggið stikna í kolviðargröf!
  • Megi Moggablogginu verða orða vant.
  • Megi Moggabloggið aldrei verða svona heppið með dyraverði.
  • Uppáhalds miðaldafarsóttin mín er hin dularfulla svitasótt - legg til að Moggabloggið fái hana.
  • Í kvöld er House á Skjá einum. Þar mun doktorinn dugmikli eflaust kljást við einhvern fágætan en hræðilegan sjúkdóm - sem óskandi væri að Moggabloggið smitaðist af.
  • Megi Moggabloggið hljóta þau örlög sem Jens voru ætluð!
  • Megi Konráð ráða niðurlögum Moggabloggsins.
  • Megi Moggabloggið verða fyrir barðinu á óprúttnum hrútspungasölumönnum!
  • Megi Moggabloggið bryðja salt - og það ótæpilega.
  • Luton tapaði eina ferðina enn um helgina. Við erum í djúpum skít. Moggabloggið er boðið hjartanlega velkomið í heimsókn.
  • Hmmm… færsla sem endar á pælingum um Drekkingarhyl - hvernig skyldi Moggabloggsbölbænin verða? Þetta er eiginlega of auðvelt…
  • Megi höggormur bíta Moggabloggið!
  • Megi Moggabloggið hafna í helvíti - sem stýrt verður af yfirmönnum Íslandspósts.
  • Megi Moggabloggið verða stappað í pappamassa!
  • Megi Moggabloggið drukkna í gulum miðum.
  • Megi Moggabloggið lenda í sjóðþurrð!
  • Megi Moggabloggið hljóta viðlíka döpur örlög og vesalings Johnny Ray!
  • Megi Moggabloggið verða fyrir mannýgum vatns-elg.
  • Legg til að flokkarnir setji næst bann við auglýsingum á Moggablogginu!
  • Breytum Moggablogginu í lífrænan úrgang!
  • Sjálfur er ég alveg til í grafa Moggabloggið í bakgarðinum mínum… djúpt í jörðu.
  • Af hverju ekki netheimar með… ZERO Moggablogg?
  • Megi Moggabloggið lepja kalt og þunnt Nescafé.
  • Megi Moggabloggið lokast inni í lyftu - yfir helgi…
  • Megi Moggabloggið skera sig á pappír, stinga sig á nælum og merja fingurinn með þungri merkjapressu!
  • Megi Moggabloggið fá heimsókn frá Sea Shepherd.
  • Megi Moggabloggið éta óhreint mjöl.
  • Megi Moggabloggið fá lélega gospel-tónlist á heilann!
  • Megi Moggabloggið nærast á útrunnum matvælum!
  • Megi Moggabloggið hljóta sömu örlög og sögumaðurinn í Hlemminum.
  • Megi Moggabloggið kjósa Jón Sigurðsson sem leiðtoga sinn!
  • Megi Moggabloggið sitja freðið útí horni.
  • Sendum Moggabloggið í fávitasturtu!
  • Megi sunnlenskir bændur ríða til fundar gegn Moggablogginu!
  • Drekkjum Moggablogginu í Jolly Cola!
  • Best væri að láta Moggabloggið gleypa svifrykið
  • Moggabloggið er snáðinn í snjónum.
  • Megi Moggabloggið einungis nærast á Euroshopper kornflexi!
  • Megi Moggabloggið verða Leeds United Íslands!
  • Hins vegar hljóta allir að vera sammála um nauðsyn þess að grafa Moggabloggið í jörð!
  • Megi Moggabloggið enda feril sinn á jafndapurlegan hátt og George Lazenby!
  • Megi David Edgerton semja diss um Moggabloggið!
  • Megi Moggabloggið lenda í greiðslustöðvun!
  • Megi Moggabloggið verða fyrir loftsteini!
  • Megi Páll Banine semja magnað ádeilulag gegn Moggablogginu!
  • Megi mannýgur Skagaþjálfari bíta Moggabloggið!
  • Megi þeir Sigurvin og Lee Dixon báðir ganga til liðs við Moggabloggið!
  • Megi Moggabloggið fá Baldur Ágústsson í sínar raðir!
  • Megi Moggabloggið drukkna í Mogga-kaffibolla!
  • Ég legg til að fall Moggabloggsins verði líka sett inn á YouTube!
  • Megi Moggabloggið éta úldið kjet.
  • Megi Moggabloggið enda í stjórnmálaflokki með Valdimar Leó, Kidda Sleggju og Jóni Magnússyni… (Úbbs, gekk ég kannski aðeins og langt í þetta skiptið?)
  • Megi Moggabloggið verða jarðað í norður og suður!
  • Nær væri að banna Moggabloggið í stjórnarskránni!
  • Megi Moggabloggið fá á sig hjólhestaspyrnumark frá Frey!
  • Megi Moggabloggið læsast inní kyndiklefa!
  • Megi Moggabloggið verða lýðræðinu að bráð!
  • Megi Moggabloggið lenda í klónum á Odd Nerdrum!
  • Megi Moggabloggið hreppa þá bitru bólusótt!
  • Megi Moggabloggið fá hlaupabóluna - og klóra sig til óbóta!
  • Er ekki hægt að fá Jón Magnússon til að ganga næst til liðs við Moggabloggið?
  • Megi Moggabloggið reka litlu tánna harkalega í.
  • Megi Moggabloggið verða bitið af lundafló!
  • Nær væri að fjölmiðlarnir tættu í sig Moggabloggið.
  • Nær væri að finna bóluefni gegn Moggablogginu.
  • Megi svín koma að snúa upp á trýnið á Moggablogginu!
  • Megi Moggabloggið hreppa einhvern skringisjúkdóm sem maður heyrir bara um í þáttunum um House!
  • Legg til að ÍR verði næst látið spila við Moggabloggið!
  • Barnið smitar mig af öllum þessum óværum - nær væri að láta hana smita Moggabloggið!
  • Ef ég væri Geir Haarde myndi ég reyndar líka setja bráðabirgðalög til höfuðs Moggablogginu - en það er önnur saga.
  • Megi Moggabloggið falla oní vök.
  • Nú þyrfti bara einhver að stjaksetja Moggabloggið og þá væri þetta fullkomnað!
  • Það væri mikið óréttlæti ef Luton félli í ár. Nær væri að senda Moggabloggið niður um deild.
  • Eins finnst mér líklegt að þessir sömu óvinir hafi fundið upp Moggabloggið.
  • Hitt veit ég að gott væri að eiga góða svipu og láta höggin dynja á Moggablogginu.
  • Nær væri að moka yfir Moggabloggið.
  • Þessir rauðvínsblettir eru hvimleiðir, subbulegir og erfitt að uppræta með öllu. Ekki ósvipað Moggablogginu.
  • Herr Smallhausen var óttalegt afstyrmi - ekki ólíkur Moggablogginu.
  • Það er eitthvað rotið við þetta - ekki ósvipað og Moggabloggið.
  • Skrúfum niður í Moggablogginu!
  • Megi Moggabloggið farast í eldhafi.
  • Enginn ætti að þurfa að þola slíka meðferð - ekki einu sinni Moggabloggið!
  • Það er góður drykkur sem allir ættu að fá sér - nema Moggabloggið, það ætti að drekka arsenik.
  • Hvað fleira er ekki efnilegt? Jú, Moggabloggið náttúrlega.
  • Nær hefði verið að selja Moggabloggið - og þá í brotajárn.
  • GB lifi, Moggabloggið farist!
  • Megi Moggabloggið éta það sem úti frýs.
  • Hvers vegna gerir ESB ekki eitthvað nytsamlegra - eins og að berjast gegn Moggablogginu?
  • Ef borgaryfirvöld vilja endilega standa í að útrýma óæskilegum fyrirbærum legg ég til að þau byrji á Moggablogginu.
  • Megi Moggabloggið lenda undir mótorhjóli.
  • Kjöldrögum Moggabloggið einu sinni, eldsnemma að morgni!
  • Kannski ég get fengið hann til að drekkja Moggablogginu í sementi?
  • Knésetja helv. Moggabloggið
  • Næst mætti barnið tækla Moggabloggið!
  • Hvernig væri að rista Moggablogginu blóðörn?
  • Megi Moggabloggið falla milli skips og bryggju!
  • Megi Moggabloggið veslast upp af kóleru!
  • Megi Moggabloggið hreppa tölvuvírus!
  • Megi Moggabloggið lenda undir valtara.
  • Mogga-bloggið sigli í strand!
  • Megi Mogga-bloggið aldrei þrífast!
  • Lengi lifi Kaninka! Megi Mogga-bloggið farast!


Alls engin stjórnarandstaða í borginni

Það er með eindæmum að það er bara alls ekki nein stjórnarandstaða í borginni. Það hefur komið meiri gagnrýni á störf Sjálfstæðismanna úr eigin ranni heldur en nokkurn tíman frá þeim flokkum sem eiga að vera að gera það.  Eini maðurinn sem hefur haldið uppi nokkuð stöðugri stjórnarandstöðu er Dofri Hermannsson, hversu útúr fríkað sem það sumt hefur verið.  Hann hefur þó amk. verið í andstöðu.

Hvar eru vinstri græn í borginni?  Hvar eru Frjálslyndir?  Hvar er Samfylkingin? 

Dagur hreyfði litla putta um daginn í þessu strætómáli, hann nýtti tækifærið og gangrýndi málið á einum fundi. Síðan gerist ekki neitt.  Hvar eru framkvæmdarstjórnmálin Dagur?  Láta sjá sig í Árbænum tala við fólkið (þitt).    Hvar var stjórnarandstaðan þegar Björn Ingi var að braska með lóðir í Faxaflóahöfnum?  Hvar voru þeir þegar allt var brjálað í Grafarvogi út af líkbrennslunni?  Hvar voru þeir í kringum brunann mikla? Hvar voru þeir í spilakassamálinu?  Svo mætti lengi telja.

Ég veit ekki hvort þetta sé einhver ný taktík í pólitík, einhver svona svæfingartaktík.  Svæfa andstæðinginn og koma svo aftan að honum rétt fyrir kosningar og draga fram öll þessi mál. Vandamálið við þá taktík er að þeir líta bara ekkert vel út.  Á meðan þeir hefðu haft fullt af höggstöðum og gætu aflað sér vinsælda virðast þeir sjálfir vera alveg stein sofandi.


Ekki á leiðinni til 365

Það er ljóst að Magnús er ekki á leiðinni til 365 eftir þessa ákæru.  Magnús sannaði sig svo sannarlega í starfi, þrátt fyrir að stöðin hafi tekið að sumu leiti breytingum til hins verra.   Hvar eru allir maður og myndarvél þættirnir sem voru þarna fyrrr nokkru?  Þessir þættir þurfa alls ekki að vera mjög dýrir í framleiðslu og oft mjög skemmtilegir.  Í stað var verið að fjárfesta í mun dýrari þáttum eins og Silvíu nótt.
mbl.is Magnús Ragnarsson stefnir Ara Edwald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinur Staksteina

Í kjölfar þess að Þórir Guðmundsson veltir því fyrir sér hvort Staksteinar sé ekki bara velheppnað blogg, þá tók ég eftir því að á leiðarsíðu Moggans eru komnir inn nokkrir bloggvinir.

Það er ekki leiðinlegt að vera bloggvinur Staksteina.

Það kemur reyndar alltaf á óvart hversu fáir lesa þetta blogg Moggans.  Í dag eru 34 búnir að kíkja inn á þetta blogg. 


Afnemum lögin

Það á auðvitað að afnema þessi lög sem fyrst.  Skil ekki hvernig menn sætta sig við Ríkisrekna stjórnmálaflokka.    

Varðandi þessa meintu innkomu er spurning hvernig á að stoppa þetta.  Það vitað það allir að þessi útgáfa af DV hafði engin áhrif á fylgi Framsóknarflokksins, blaðið skrifaði nú ekkert sérstaklega vel um aðra flokka heldur og lestur þess er nú ekki neitt til að hrópa húrra yfir, þótt blaðinu hafi í þessu tilfelli verið dreift inn á hvert heimili. Hvað vilja menn í þessum efnum? Ritskoðun á efni blaðanna?  Hver sem er getur labbað niður í Póstinn og fengið dreifingu á fjölpósti á öll heimili landsins. Þessi nýju lög höfðu ekkert með það að gera að DV ákvað að fara í kynningarátak, sem tókst svona rosalega vel með hjálp Guðna.

Varðandi auglýsingu Jóhannesar á hann peninga, eins og svo margir aðrir.  Ég bendi á að menn hafa reynt að hafa áhrif á álit manna með slíkum auglýsingum áður, ég minni t.d. á auglýsingu sem nokkrir ungir Sjálfstæðismenn stóðu að eftir SUS þing 2005.  Íslendingar fjárfestu einnig í auglýsingu í NYT, vegna Íraksstríðsins, en að baki henni voru hvorki meira né minna lýðræðissinnarnir þjóðarhreyfingin.  Það er vandséð hvernig ætti að stoppa þetta.  Þeir ofurpeningar sem Jóhannes á, hafa í raun lítið með þetta að gera, fjölmargir einstaklingar geta mjög auðveldlega keypt sambærilegar auglýsingar fyrir nokkra hundraðþúsund kalla.

Hafi menn séð einhver öfl sem upp komu til að komast fram hjá þessum lögum, voru það minni öfl heldur ég átti von á.  Ég átti t.d. von á að sjá meira auglýsingum frá umhverfisverndarsinnum eða öðrum slíkum hópum sem vildu beina umræðunni í átt að þeim málefnum sem þeir voru að berjast fyrir.  Það er heldur ekki hægt að saka neinn flokk um að hafa verið í tengslum við ákveðin samtök fyrir utan flokkinn sem beittu sér gegn öðrum flokkum. 

Framsóknarflokkurinn auglýsti alveg jafn mikið, flokkarnir virtust hafa sama magn undir höndum. Eini munurinn var kannski sá að þetta var ekki fjármagnað af fyrirtækjum eins og oft áður heldur vorum það við sem sáum til þess að flokkarnir hefðu fjármuni til þessa.  Ég er ekkert upplýstari um bókhald flokkanna, fyrir utan að vita að það er Ríkið sem greiðir brúsann.


mbl.is Fara þarf yfir lög um fjárstuðning við stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill birtir hjá Pétri

Nú hefur Egill ákveðið að nýta sér Bloggið sem miðil og fær Petrum til að birta tilkynningu.  Kemur skemmtilega óvart í ljósi greina sem hann skrifaði um bloggið sitt um blogg og bloggara.  En með lestur eins og Petrum er með, er þetta sjálfsagt með áhrifaríkari leiðum til að koma skilaboðum á framfæri.  Aldrei sá maður lestur á síðu Egils, en ég væri ekki hissa þótt hann væri minni en lestur vinsælustu moggabloggaranna.

365 er sem sagt búið að loka á bloggið hans.  Þetta er ekkert sem kemur á óvart, eins og ég skrifaði í gær átti ég von á að þeir hefðu gert þetta strax.  Það hefði verið skrýtið fyrir fyrirtækið að vera með mann bloggandi óritskoða á vef fyrirtæksins, hugsanlega nýð um fyrirtækið, um leið og menn væru í deilum við viðkomandi.  Það var auðvitað ljóst að Egill var kominn með aðrar vistarverur og hugur hans var í aðra átt.

Nú hafa þeir sem sagt farið mikla frægðarför og náð því gegn að Egill mun vinna upp uppsagnartímann sinn sem eru 3 mánuðir.  Ég veit svo sem ekki hvað menn bjuggust við meira, fyrst þetta var samningurinn sem hann var með og menn vissu allan tímann af.  

Menn hafa mikið rætt um "flótta" frá 365, en það þarf varla að koma mönnum á óvart að fjölmiðlamenn leiti í meira starfsöryggi en það sem boðið hefur verið upp á undanfarin ár.  Væntanlega er það eitthvað sem menn verða líka að hugsa um. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband