5.6.2007 | 12:33
Góð framkoma aðstoðarforstjóra
Manni er minnistæð hvernig það var algjört PR klúður þegar Samkeppnisstofnun réðst inn í Vísa. Á þeim tíma spáðu menn að stutt væri þangað til Halldór væri látinn taka pokann sinn, sem reyndist svo vera raunin.
Nú bregður svo við að forstjóri Mjólkursamsölunnar er úti í fríi og því bara aðstoðarforstjórinn á staðnum. Hann kom virkilega vel út úr þeim viðtölum sem ég hef heyrt og svaraði spurningum mjög og útskýrði að þetta væri bara eðlilegt, þeir teldu allt vera í góðum málum og að vinna að því að aðstoða lögreglu við þetta og svo myndu hlutirnir halda áfram eins og áður.
Húsleit í húsakynnum MS, Auðhumlu og Osta- og smjörsölunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kom vel út?? Varirnar á honum límast saman þegar hann talar - vel þekkt einkenni þegar afbrotamenn komast undir manna hendur og skelfingin hefur altekið þá ...
Hlynur Þór Magnússon, 5.6.2007 kl. 12:43
Kannski er hann alltaf svona? :)
Gunnsteinn Þórisson, 5.6.2007 kl. 13:07
Ég heyrði nú bara þessi viðtöl, og sá ekki hvort hann væri með samanlímdar varir. Hins vegar hljómaði þetta mjög sannfærandi.
TómasHa, 5.6.2007 kl. 13:11
Hlynur, nú hefur þú gaman af að upplýsa fólk um ýmsa hluti á blogginu þínu, þannig að mér finnst prýðileg hugmynd að þú upplýsir fólk um þær margar ástæður sem geta leitt til þess að varir á fólki límast saman þegar það kemst í ræðustól eða að myndavél og hljóðnema sé troðið framan í það.
Annars er það vel þekkt einkenni þegar fordómafullir einblína á einn hlut og kjósa að útiloka aðra...
Blogglöggan (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.