Björn Ingi í lóðabraski?

Ég var að skoða þessa frétt á RÚV, þar kemur fram að Faxaflóahafnir hafi úthlutað fyrirtæki sem er 6  gömlu fyrirtæki, en fyrirtækið hafi verið svo selt nánast daginn eftir til fjárfesta.    Nokkrum dögum síðar koma stórtækar hugmyndir um íbúðarbyggð á svæðinu þar sem Björn Ingi fer fremstur í flokki enda formaður stjórnar Faxaflóahafna.

Björn Ingi hlýtur að svara þessu.  Hann getur varla staðið undir þeim ásökunum að hafa staðið fyrir braski á þessum lóðum.   

Þetta eru amk. ekki vinnubrögð sem eru mér af skapi og ég vona að Björn og félagar sem stóðu að þessari úthlutun komi með einhver svör.  Þetta er að minnsta kosti ekkert sem hjálpar Framsókn að minnka spillingarstimpilinn sem er á þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband