Færsluflokkur: Bloggar

Flott grein

Var að rekast á þessa grein um ljósmyndun og samanburð á RAW og JPG myndum.

Sjálfur hef ég haft gaman af ljósmyndun, en hef ekki gefið mér tíma til þess að læra alveg á þetta. Við hlið Árna, Auðar og Sigurjóns er eins og ég hafi tekið mínar myndir á Lomo. Mæli með myndunum þeirra.

Höfðu á tilfinningunni að viðskipti væru að aukast

Það vakti athygli mína í dag í mogganum sögðu forsvarsmenn N1, eitthvað á þann hátt að þau hefðu á tilfinningunni að viðskipti væru að aukast.   Fyrir þessu geta verið tvær ástæður a. Viðskiptin eru ekki að aukast b. Þeim vantar nýtt bókhaldsforrit. 

Hefði haldið að menn væru ekki að keyra svona fyrirtæki á tilfinningu heldur hörðum föktum, bókhaldssaga og áætlunargerð. 


Bloggað af fúsum og frjálsum vilja

Að gefnu tilefni skal tekið fram að hér er bloggað af fúsum og frjálsum vilja. Hvorki Byr né baugur greiða fyrir bloggið. Fréttablaðið sagði frá því morgun að nokkrum moggabloggurum væri nú greitt fyrir að blogga.

Aprílgabb?

Ónei.

Það þarf svo sem ekkert að koma á óvart að menn vilji komast inn á sum þessara blogga, þar sem lestur er meir en flestum fjölmiðlum.

Það er kannski líka spurning hvað mogginn segir þegar bloggarar á vefnum eru farnir að selja auglýsingar í samkeppni við þá.

Gott mál

Mér finnst gott mál að það hafi verið tekið á þessu. Til hvers eru menn að hafa bannmerkingar ef það er svo aldrei virt.

Sjálfur undra ég mig alltaf á þessu frelsi sem Hive er að auglýsa, þú þarft að binda þig í 1 ár, og ólíkt mörgum öðrum þar sem þú færð að eiga routerinn eftir það þá ertu rukkaður harðri hendir. Ég lenti amk. mjög illa í þessu þar sem ég fékk allt í einu lögfræðihótun frá þeim og ég var rukkaður um stórar upphæðir. Svo skilaði ég búnaðnum og mér sagt að þetta yrði allt fellt niður en ekkert var svo gert.
mbl.is Hive braut gegn fjarskiptalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherralið Samfylkingarinnar

Ingibjörg orðin utanríkisráðherra, ég vona að þetta þýði ekki að aukin áhersla verði lögð á Evrópumálin. Ég heyrði að Einar Oddur var farinn að gæla við Evrópusambandið.

Kristján Möller hefur farið mikinn í samgöngumálum, það verður fróðlegt að sjá hvernig hann mun tækla þessi mál. Margar hugmyndir Kristján hafa mér fundist áhersla á aukin ríkisafskipti. Ég heyrði reyndar í Kristján í kvöld, fannst hann hafa nokkuð skýrar hugmyndir og held að hann eigi eftir að verða harðduglegur ráðherra.

Athygli vekur auðvitað að varaformaðurinn hafi ekki fengið ráðherrastól, þetta hljóta að vera vonbrigði fyrir hann. Mér finnst lítil rök að hann eigi að starfa að innan flokksmálum.

Annars kemur ráðherraliðið ekki mikið á óvart, Jóhanna komin á fornar slóðir, Ingibjörg sagði að þau hefðu lagt höfuð áherslu á að fá það ráðuneyti. Það veður gaman að sjá hvaða áherslubreytingar verða þar á bænum.
mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni breytingar en ég átti vona á

Ég er mjög ánægður með að Guðlaugur sé orðinn ráðherra, það er fagnaðarefni að sjá hann í ráðherrastól. Ég á von á því að Guðlaugur eigi eftir að vera hörkuduglegur ráðherra.

Ég verð að viðurkennar að ég átti von á meiri breytingum, aðalega kannski hrókeringum. Ég veit ekki hvort að Sturla hafi ekki notið sannmælis, hann hefur amk. verið heldur seinheppinn og misskilinn ráðherra. Það kemur því ekki á óvænt að hann sé ekki í ráðherraliðinu.

Nú bíður maður spenntur eftir því að heyra hverjir verða ráðherra Samfylkingarinnar.

Þegar þessu er lokið verður spennandi að sjá hverjir verða ráðnir sem aðstoðarmenn ráðherra, eins og við sjáum er það oft upphafið að pólitískum ferli, en nokkuð hátt hlutfall núverandi þingmanna byrjuðu sem aðstoðarmenn. Fyrst ekki voru meiri hrókeringar vantar tvo ráðherra aðstoðarmenn, bæði Geir og Guðlaugur.
mbl.is Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setning dagsins

Ingi Hrafn er beinskeittur, það kemur á óvart að hann skuli segja eftirfarandi um fyrverandi yfirmenn. Ég hélt alltaf að hann væri svo mikill moggamaður.

 


Framsókn og DV

Það er merkilegt hvað Framsóknarflokkurinn ætlar að hengja sig á að það sé þessi ágæta DV blaði að kenna að þeir hafi ekki náð betri árangri. Það litla sem ég sá af þessu blaði, var nú ekki síður skot t.d. á Sjálfstæðisflokkinn. Erpur verður seint í hópi stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Var stuðningur baugsmanna lýst með því að láta Erp skrifa grein í þetta blað? Ætli þetta blað hafi haft eitthvað meiri áhrif en önnur blöð sem er dreift heim til fólks daglega?

Í seinustu borgarstjórnarkosningum tókst Framsókn að bæta við sig fylgi á loka metrunum (miðað við skoðanakannanir), en þá buðu þeir skýra valkosti. Simmi var fenginn til að lesa inn auglýsingar, og þeir buðu ungan sprækan frambjóðanda. Þeir voru með lausnir, það fór ekkert á milli mála hvað þeir ætluðu að gera, t.d. var skýrt varðandi flugvöllinn, varðandi sundabrautina og í fleiri málum. Það var ekki verið að flækja málin. Í alþingiskosningunum 2003, voru þeir líka með skýra kosti. Hvernig sem spilaðist úr þeim málum, voru margir sem vildu fá þessi lán og kusu flokkinn.

Hvað sat eftir núna? Engir skýrir kostir, heldur fyrst og fremst verið að skjóta á aðra (VG) og formaður sem var í sundi. Þeir lentu líka í erfiðum málum rétt fyrir kosningar, það stimplaði inn þá ímynd sem fólk hefur af flokknum sem sérhagsmuna flokki.

Framsóknarmenn þurfa að setjast niður og fara yfir eigin mál. Reyndar mega þeir eiga að þeir eru að koma sprækir inn, t.d. í spuna með Baugsstjórn og svo núna þar sem þeir kalla þessa stjórn frjálshyggjustjórn, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé að fara í bandalag með flokk sem er lengra til vinstri en Framsóknarflokkinn. Er framsóknarflokkurinn lengra til vinstri en Samfylkingin að þeirra eigin mati?

Flokksráð og flokkstjórn

Menn hafa í daga talað um flokksráð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins. Svo sannarlega heitir þetta flokksráð í Sjálfstæðisflokknum, en hingað til hefur þetta heitið flokkstjórn hjá Samfylkingunni.

Ég geri ekki ráð fyrir að þeir hafi breytt nafninu seinustu daga, þrátt fyrir samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
mbl.is Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu kynntur stjórnarsamningurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óeðlilegt að kynferði ráði hlutunum

Samfylkingin er með þetta í sínum reglum, og því bundin af þessu. Hins vegar er ljóst að þau geta verið að líta fram hjá mjög hæfum karlmönnum.

Sjálfum finnst mér mjög óeðlilegt að vera með svona reglur, sérstaklega á þessu stigi málsins. Af hverju voru þau ekki með þetta bara strax í uppstillingu, eitthvað til að hvetja konur til að taka þátt. Konur komu almennt frekar illa út úr prófkjörum hjá þeim, en núna allt í einu er jafnréttinu hampað. Hefðu þau ekki átt að hafa kerfið þannig að hæfar konur sæktust strax eftir því að komast að fyrst þau ætla að gera þetta á slíkum jafnréttissjónarmiðum?

Fyrir utan það á hæfni mann einfallega að ráð ferð en ekki kynferði. Maður myndi ætla að konum ætti fá í hlut svipuðum fjöldar ráðherrastólum og þær eru í þingflokkunum.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband