Framsókn og DV

Það er merkilegt hvað Framsóknarflokkurinn ætlar að hengja sig á að það sé þessi ágæta DV blaði að kenna að þeir hafi ekki náð betri árangri. Það litla sem ég sá af þessu blaði, var nú ekki síður skot t.d. á Sjálfstæðisflokkinn. Erpur verður seint í hópi stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Var stuðningur baugsmanna lýst með því að láta Erp skrifa grein í þetta blað? Ætli þetta blað hafi haft eitthvað meiri áhrif en önnur blöð sem er dreift heim til fólks daglega?

Í seinustu borgarstjórnarkosningum tókst Framsókn að bæta við sig fylgi á loka metrunum (miðað við skoðanakannanir), en þá buðu þeir skýra valkosti. Simmi var fenginn til að lesa inn auglýsingar, og þeir buðu ungan sprækan frambjóðanda. Þeir voru með lausnir, það fór ekkert á milli mála hvað þeir ætluðu að gera, t.d. var skýrt varðandi flugvöllinn, varðandi sundabrautina og í fleiri málum. Það var ekki verið að flækja málin. Í alþingiskosningunum 2003, voru þeir líka með skýra kosti. Hvernig sem spilaðist úr þeim málum, voru margir sem vildu fá þessi lán og kusu flokkinn.

Hvað sat eftir núna? Engir skýrir kostir, heldur fyrst og fremst verið að skjóta á aðra (VG) og formaður sem var í sundi. Þeir lentu líka í erfiðum málum rétt fyrir kosningar, það stimplaði inn þá ímynd sem fólk hefur af flokknum sem sérhagsmuna flokki.

Framsóknarmenn þurfa að setjast niður og fara yfir eigin mál. Reyndar mega þeir eiga að þeir eru að koma sprækir inn, t.d. í spuna með Baugsstjórn og svo núna þar sem þeir kalla þessa stjórn frjálshyggjustjórn, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn sé að fara í bandalag með flokk sem er lengra til vinstri en Framsóknarflokkinn. Er framsóknarflokkurinn lengra til vinstri en Samfylkingin að þeirra eigin mati?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband