Færsluflokkur: Bloggar

Merkileg yfirlýsing

Mér heyrði í 10 fréttum yfirlýsingar frá Jóni Sigurðssyni, þar sem hann sagði afsöng sýna ýkta en sagði svo að:
  • Hann ekki að segja af taka ákvörðun þegar stjórnamyndun líkur
  • Hann ætlar að segja framsóknarmönnum fyrst frá þessu
Þetta bendir nú bæði til að hann ætli sér að segja af sér. Hann ætlar væntanlega að halda bíða og sjá ef bakslag kemur í stjórnarviðræðurnar. Stöð 2 hafði þessar upplýsingar frá "lekum" framsóknarmanni og því er Jón greinilega farinn að undirbúa jarðveginn með afsögn sína.
mbl.is Fullyrt að Jón Sigurðsson ætli að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bugast

Skrýtið hvað menn eru fljótir að gefast upp. Menn eru búnir að ræða saman í nokkra daga og strax farið að koma uppgjafa hljóð í pólitíska andstæðinga. Greinilegt að menn hafa átt von á meiri lekum.

Það er nú varla neitt skrýtið að menn taki nokkra daga í stjórnarviðræður.

Kannski að menn trúi því raunverulega að þetta hafi verið frágengið fyrir kosningar?

Lén dagins

Lén dagsins er Fyllibyttur.is. Ekki veit ég hvað á að nota þetta lén í, en að velja sér svona skemmtileg lén hlýtur að benda til þess að mennirnirnir séu léttruglaðir. Svona vilt skot, veðja ég líka á að þeir hafi ekki náð tveim áratugum í aldri, amk. ekki andlega.

Kolviður sniðugur

Ég er mjög ánægður með Kolviðarframtakið, það virðist vera að margir séu að taka við sér og greiða fyrir kolefnisbindingu bílsins síns. Þetta er hugmynd að mínu skapi, það er framtak einstaklingsins sem ræðir ríkjum.

Bílafyrirtækin hafa gripið boltann og auglýsa nú í gríð og erg að þau selja grænabíla, tiltölulega ódýrt auglýsingartrikk þar sem þeir greiða um 5000 þúsund kall af hverjum bíl og kolefnisjafna hann á í ár. Sjálfsagt væri betra og eðlilegra að fjárfesta hybrid bíl eða virkilega sparneytnum bíl.

Hvað sem er hægt að segja um raunveruleg áhrif þess er loksins komin áhugaverð leið til að styðja við bakið á landvernd á Íslandi.

Dottið í tísku

Það virðist dottið í tísku að gera eitthvað við blessuðu hafmeyjuna, amk. er þetta í þriðja skipti sem eitthvað er gert við hana á stuttum tíma.   Maður væri ekkert hissa að hún ætti eftir að lenda fleiri skakaföllum á næstunni. 


mbl.is Litla hafmeyjan færð í klæði múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Jóni

Jón er algjör snillingur og ég var því ekki hissa á hversu vel gengur, ég heimsótti Jón í fyrra í Harvard þar sem hann sýndi mér um svæðið og við ræddum málin. Þá var hann einmitt að fara í lokafasann og umsóknarferlið sem er víst ærið.

Ég er mjög stolltur af honum að fá stöðu við svo góðan háskóla.

Þingvallastjórn skal barnið heita

Það var gaman að heyra það í Fréttablaðinu í morgun að helstu PR menn flokkanna væru að reyna að ná baugstjórn af ríkisstjórninni. Vandamálið við það nafn er að það góða fyrirtæki hefur ekkert með þessa ríkisstjórn, en tapsárir herra kenna öllu öðru um en eigin vandamálum hvernig fór og í sandkassaleik sínum uppnefna ríkisstjórnina.

Þessari nafngift er klárlega beint að fyrverandi seðlabanka á væntanlega að rífa í hár sitt og skegg út af þesar nafngift. Svo hlakkar í þeim reyndu að koma þessu nafni á.

Fréttamaðurinn Óli Björn gerir þetta að umtalsefni á blogginu sínu, þar kallar hann þetta PR - Stríð! Ekki veit ég hvernig þetta PR-stríð birtist mönnum, en hingað til hefur það birst þannig að fáeinir bloggarar hafa skrifað um það.

Það er samt mjög gott sé það rétt að þessar umræður séu komnar það langt að menn séu farnir að hafa áhyggjur af nafngiftinni. Bendir nú til þess að menn séu að smella saman seinustu hnútunum.
mbl.is Fundað um stjórnarmyndun á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarmyndun

Það virðist fátt stoppa það að Ingibjörg og Geir nái saman, miðað við lestur á bloggum Samfó eru menn þar á bænum virkilega að setja sig í stellingar um að fá sína stóla. Viðbrögð VG og Framsóknar sýna líka svo ekki sé um villst að menn eru að sjá fram á stjórnaaðstöðu.

Stjórnarmyndunarviðræður eru merkilegt ferli, framsóknarmenn saka nú sjálfstæðisflokkinn um að hafa verið að makka bak við tjöldin en vissu þó allan tímann af því að slíkt væri í gangi. Jón Sigurðsson hamrar inn hversu mikið fífl hann var á meðan á þessu stóð.

Á hinn bóginn hefur Geir komið fram af miklum heilindum í þessu. Ef hann hefði verið að spila eitthvað spil hefði hann væntanlega beðið með að segja frá því að viðræður stæðu yfir með Samfylkingu. Ef það hefði verið spil, hefði hann látið nokkra klukku tíma líða, sagt þá að hann hefði hringt í Ingibjörgu og að lokum hitt hana um kvöldið. Hins vegar upplýsti hann strax um það, á fundinum að hann hygðist ræða við hana, skellti sér svo í að ræða við hana.

Það kemur heldur ekki á óvart að það væru umræður um að þetta hafi farið fram að hluta fyrir kosningar, en hefði stjórnin fallið og VG og Samfylkingin fengið nægan meirihluta til að fara í stjórn er ekki nokkur vafi að það hefði verið raunin frekar en að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Það eru líka mjög áhugaverðar pælingar með að þessi stjórn verði hægrisinnaðri en sú seinasta, það á auðvitað eftir að koma á daginn. Hvað eru Framsóknarmenn að meina með þessu? Að þeir séu vinstramegin við Samfylkinguna?

Þingflokksherbergin

GPétur er með áhugaverðar pælingar um þingflokksherbergin. Hvaða herbergi ætli Framsóknarflokkurinn fái núna?

Bloggflótti

Á undanförnum dögum hafa þrír frægir bloggarar tilkynnt um bloggstopp, þeir Ómar R, Sigmar og Guðmundur Magnússon. Ég hef ekki tekið eftir neinum öðrum.

Sjálfur hef ég sýnt ákveðinn bloggleiða, amk. hef ég ekki haft mikið að segja hérna undanfarna daga. Samt hafa verið áhugaverð mál í gangi, meðal annars Baugur vs. Björn og úrslit kosningana.

Ég ætla samt ekki enn að lýsa yfir bloggstoppi, en kannski hægagangi þangað til að maður dettur í gírinn. Það gæti verið síðar í dag og það gæti verið eftir nokkrar vikur.

Svo ég segi nú eins og Framsóknarmennirnir, þá verðið þið fyrst til að frétta af því.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband