Ráðherralið Samfylkingarinnar

Ingibjörg orðin utanríkisráðherra, ég vona að þetta þýði ekki að aukin áhersla verði lögð á Evrópumálin. Ég heyrði að Einar Oddur var farinn að gæla við Evrópusambandið.

Kristján Möller hefur farið mikinn í samgöngumálum, það verður fróðlegt að sjá hvernig hann mun tækla þessi mál. Margar hugmyndir Kristján hafa mér fundist áhersla á aukin ríkisafskipti. Ég heyrði reyndar í Kristján í kvöld, fannst hann hafa nokkuð skýrar hugmyndir og held að hann eigi eftir að verða harðduglegur ráðherra.

Athygli vekur auðvitað að varaformaðurinn hafi ekki fengið ráðherrastól, þetta hljóta að vera vonbrigði fyrir hann. Mér finnst lítil rök að hann eigi að starfa að innan flokksmálum.

Annars kemur ráðherraliðið ekki mikið á óvart, Jóhanna komin á fornar slóðir, Ingibjörg sagði að þau hefðu lagt höfuð áherslu á að fá það ráðuneyti. Það veður gaman að sjá hvaða áherslubreytingar verða þar á bænum.
mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband