5.6.2008 | 11:59
Ekki gott að vera sænskur í dag :)
Mikið svakalega hlýtur að vera erfitt að vera Svíi þessa dagana. Fyrsta tapa Eurovision gjörsamlega, svo handboltanum og nú þetta.
Það er eins gott að það er mitt sumar, annars er ég ansi hræddur um að salan á hressingartöflunum væri í hámarki.
Umboðsmaður Charlottu kærður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2008 | 12:00
Viðtal í mogganum
Í morgun birtist svo viðtalið við mig í Mogganum. Ég var mjög ánægður og eins og sést á myndinni hafði ég fyrir því að dressa mig upp og koma mér í jakkaföt. En það eru einmitt helst við brúðkaup og jarðarfarir sem ég geri það.
Það er því óhætt að segja að brúðkaupsræðunámskeiðin hafi vakið mikla athygli, enda held ég að um mjög gott og þarft framtak sé að ræða.
Fyrir utan þá sem sitja námskeiðin okkar, vonast ég til þess að mér hafi tekist að vekja umræðu um þessar ræður og þessa tegund af ræðumennsku. Hvernig íslenski húmorinn hefur oft dregið menn í ferðir þar sem betur væri heima setið en af stað farið.
Ég vonast til þess að þessi námskeið okkar geti orðið regluleg og það verði almenn þekking að það sé hægt að leita sér að svona þekkingu hjá JCI Esju.
Líklega það versta við þessa umræðu er að JCI festist enn frekar í þeirri ímynd að vera ræðufélag, en eins og lesendur síðunnar vita þá er JCI miklu meira enda býr JCI til leiðtoga :) En á leiðinni verða menn að læra að tjá sig og því eru ræðunámskeiðin svo mikilvæg.
3.6.2008 | 21:05
Ekki fjöldinn heldur viðbragðsleysið!
Það er eigilega ekki fjöldinn sem kemur á óvart, heldur viðbragðsleysið sem kemur á óvart. Það eru rosalegar ádeilur og það í einhliðamálflutningi sem þarna kemur fram. Hins vegar hefur ekkert birst um þetta, mjög lítið verið fjallað um þetta í bloggi.
Ætli menn séu orðnir ónæmir fyrir baugsmálinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2008 | 13:22
Þórðargleði vísismanna
3.6.2008 | 12:06
Að fiska í sama pytti
Tónleikahaldarar eru súrir þessa dagana, vegna dræmrar mætingar. Málið er eiginlega að allt í einu kemur allur þessi hópur frægra tónlistarmanna heim, um leið verður það bæði minna spennandi en það var. Þetta er ekki bara svona 1 tónleikar á ári eins og var. Einnig fyllist maður valkvíða. Ég ætla augljóslega ekki á alla enda verðið þvílíkt, á hinn bóginn getur maður eiginlega ekki valið.
3.6.2008 | 08:56
Of heitt hjá mörgum
Í vinnunni hef ég aldrei fundið fyrir jafn mörgum sem hefur verið of heit, eins og einmitt núna þetta vorið. loftkæling, viftur og aðrir kælar hafa selst sem aldrei fyrr.
Það versta sem ég lenti í var að salan í upphafi mánaðarins var svo mikil og sumarvörunar voru ekki komnar. Ég varð því að vísa mjög mörgum frá vegna þess að ég átti tækin einfaldlega ekki til, en þetta er mjög óvanalegt og yfirleitt hefur dugað að fá vörurnar í byrjun júní því ekkert hefur verið farið að gerast fyrir þann tíma.
Spáin um mjög hlýtt sumar virðist því ætla að rætast. Ég vona að minnsta kosti að þetta verði ekki eins og sum sumur, þar sem það byrjar með glæsibrag og svo hefst bara rigniningin.
Hlýjasti maímánuður í 48 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2008 | 08:21
Vinsælli en Óli Steph
Var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2, á sama tíma mætti Ólafur Þ. Stephensen á Rás 1. Miðað við vinsældir útvarpsstöðvanna má því segja að ég hafi verið vinsælli en Ólafur Stephensen :) Eða þannig.
Var bara ótrúlega lengi í viðtali, ég átti alls ekki von á því að vera svona lengi. Það er amk. óhætt að segja að brúðkaupsræðunámskeiðið hafi fengið þá athygli sem ég vonaðist eftir.
Það var annars fyndið hvað þetta var allt önnur upplifun að mæta í stúdíóið og tala við Hrafnhildi og Guðrúnu frekar en að tala við þær í síma. Þetta var miklu persónulegra og þægilegra viðtal heldur en á Bylgjunni í um daginn þar sem ég sá og heyrði ekkert.
Ég á enn eftir að hlusta á þetta í endurspilun, en fannst þetta samt vera nokkuð langt og líklega lengra en það raunverulega var.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.6.2008 | 19:38
Sænskir grínistar
Sverige kräver omspel mot Island
Lämnar in protest
Ett godkänt mål som försvann. Nu kräver Sverige omspel av den avgörande kvalmatchen mot Island.
Det var vid ställningen 1113 som Robert Arrhenius reducerade för Sverige. Målet godkändes av domarna, men ändå fick Sverige det inte.
Vi påtalade det för sekretariatet redan i paus, men de struntade i det, säger Sveriges överledare Conny Nilsson till sportbladet.se.
Kräver omspel
I paus var ställningen 1313, men det skulle ha varit 1413 till Sverige. På grund av detta kommer nu Sverige att lämna in en protest.
Vi kommer att kräva omspel, säger Arne Elovsson, ordförande i Handbollsförbundet.
När Sverige kan vänta sig ett svar på sin protest är inte klart. Sverige förlorade mot Island med 2529 och därmed tog Island platsen i sommarens Peking-OS.
Svíar ætla að kæra leikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2008 | 15:38
Ertu með fordóma gagvart Homo Sapiens?
Rás 2 sendi mann út af örkinni til að kanna fordóma gagnvart Homo Sapiens. Meðal annars var fólk spurt um viðbrögð ef náinn vinur eða ætting myndi eignast slíkt afkvæmi.
Yfirleitt sagðist fólk vera frekar fordómalaust, en einn sagði að þetta væri bara eins ef einhver náinn manni myndi greinast með sjúkdóm. Það væri ekki hægt að vera með fordóma gegn því.
Ég hélt nú reyndar að flestir þekktu merkingu orðsins homo sapiens og þar með væri nú ekki fyndið að spyrja þessarar spurningar, hvað þá í útvarpi. Ætli maður hafi ekki reglulega spurt út þetta við 10 ára aldurinn þegar þetta var kennt í lífræði.
Rás 2 tókst þó að finna ansi marga sem vissu þetta ekki.
31.5.2008 | 23:37
Svekkjandi
Morgunblaðið tók viðtal við mig á fimmtudaginn og sendi svo ljósmyndara til að taka af mér mynd, ég mætti upp á klæddur vegna þess að ég var að fjalla um Brúðkaupsræðunámskeið JCI, og fannst frekar við hæfi að vera bráðkaupslegur. Viðtalið átti svo að birtast í dag í Mogganum.
Ekki bólaði hins vegar á viðtalinu þrátt fyrir að búið hafi verið að senda ljósmyndara til þess að taka myndina af mér og allt.
Ég get ekki neitað því að ég var nokkuð svekktur, þó ekki nema vegna þess vesens við að fara heim á miðjum degi úr vinnunni til þess að dressa mig upp og stilla upp í kringum það sem þurfti að gera til að gera myndatökuna sem flottasta. Ég hefði örugglega getað gert ýmislegt við þennan klukkutíma.
Ljósmyndarinn hefði sjálfsagt getað gert það líka.
Ég veit ekki hvort þetta sé mjög algeng vinnubrögð að bæði sé búið að taka viðtalið og líka senda ljósmyndara, en birta það svo ekki.
Ég vona að þetta birtist á endanum, þó svo það sé ekki nema til að sjá myndina góðu. Ég var nokkuð reffilegur með kampavínsglasið fullt af vatni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)