10.7.2008 | 02:10
Góður brandari
Fyndin brandari í boði brandarar.net:
Tveir menn eru að sumbli á bar, þegar annar segir við hinn: Ég veðja við þig um 10 þúsund kall að ég geti bitið mig í augað. Hinum fannst þetta hálf fyndið og tók tilboðinu. Hinn tekur þá úr sér gler auga og bítur í það. Hinn verður því að borga, en segir að hann bjóði honum tvöfalt eða ekkert ef hann geti bitið í hitt augað á sér, enda geti hann ekki verið með bæði augun úr gleri enda ekki blindur. Hinn tekur því, skellur úr sér fölsku tönnunum og bítur í hitt augað með þeim.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.7.2008 | 09:37
Blogg eða blog
Nú blogga ég á vef sem heitir blog.is, því skrifa ég nú oftast blog hérna inn á með einu g. Púkinn hefur hins vegar ekki verið sammála mér.
Ég brosi alltaf út í annað þegar hann leiðréttir mig.
Ég brosi reyndar alltaf út í bæði þegar ég man eftir púkanum. Algjör snilld fyrir svona menn eins og mig.
ikkar er ánæjan.
26.6.2008 | 09:32
Nakinn fornleifafræðingur
23.6.2008 | 10:21
Hringurinn að þéttast
Maður veit svo sem ekki en það þurfti að koma fram í fjölmiðlum að "hringurinn væri að þéttast" til þess að eigandinn gæfi sig fram. Auðvitað getur vel verið hann hafa verið í burtu um helgina. Væntanlega var hann þa að leita að hvolpinum? Auglýsti eftir honum? Eða annað sem hundaeigendur gera vanalega þegar þeir týna hundunum sínum. Maður þekkir bara ekki aðstæður.
Annars er það fyrsta vísbending þess efnis að lögreglan viti ekkert, þegar hún auglýsir að hringurinn sé að þéttast. Almennt myndi maður veðja á að ef hringurinn væri að þéttast, þá væri bara komið að handtöku en ekki fréttatilkynningar.
„Allur að koma til“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2008 | 17:37
Erla formaður Heimdallar
Vísir segir frá því að stelpur stjórni ungliðahreyfingum þriggja stjórnmálaflokka.
Ég má til með að benda á að þrátt að formaður SUS er auðvitað Þórlindur Kjartansson, þá er hún Erla Ósk formaður Heimdallar, lang stærsta aðildarfélags SUS.
Heimdallur einn og sér er á stærð við ungliðahreyfingar flestra hinna flokkanna samanlagt.
10.6.2008 | 12:21
Áhrifin ná hingað heim
Eldsneyti að klárast á spænskum bensínstöðvum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2008 | 00:08
Skráningu líkur á miðvikudaginn
Ég fer að hljóma eins og rispuð plata, en ég hef ekki miklar áhyggur af því. Nú fer að ljúka skráningum á brúðkaupsræðunámskeiðið fína. Ég kvarta auðvitað ekki, eitt námskeið fullt og annað sem ég er að reyna að fá þáttakendur á.
Ef þú veist um einhvern sem er að fara að gifta sig er um að gera að senda viðkomandi á námskeiðið. Þetta er einfalt ræðunámskeið þar sem verður tekið á mjög ákveðnum þáttum, það er ræðum af hátíðlegu tilefni.
Þetta er eitthvað sem gagnast ótrúlega mörgum hvort sem menn eru að byrja á ræðumennsku eða lengra komnir.
Þetta verður í 2 kvöld, og mun kosta 12 þúsund með námskeiðsgögnum.
Skráning fer fram á JCI Esja.org
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2008 | 09:18
Alltaf græða bankarnir!
Það er nokkuð sérstakt að þessir gaurar voru dæmdir saklausir en fá ekki peninginn. Bankinn gerði mistök og reyndi svo að gera þessa menn að glæpamönnum. Að sjálfsögðu áttu þeir að eiga peninginn.
Í sjálfu sér er eðlilegt að bankinn hafi einhverja skilmála í heimabankanum til að koma í veg fyrir svona mistök. Það gerðu þeir ekki, þessir menn gerðu því ekkert rangt og tóku bara þau bestu tilboð sem þei bauðst og seldu á besta sem þeim bauðst.
Bankinn gerir það sama á hverjum einasta degi þegar hann selur okkur gengi.
Peningarnir komnir til Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2008 | 20:07
Loka skráningar dagurinn nálgast
6.6.2008 | 17:10
Suðurhafseyja beint suður af fróni
Rakst á áhugaverða yfirlýsingu á vefnum Eyjar.net. Þar hafa menn greinilega fundið áhugaverð tækifæri fyrir Vestmannaeyjar.
Því hvetjum við bæjarstjórn Vestmannaeyja, svo og Vestmanneyinga alla, til þess að vinna að stofnun sjálfstæðs fríríkis í Eyjum. Bjarni Ármannsson og allir þessir gæjar sem makað hafa krókinn á undanförnum uppgangsárum á Íslandi gætu þá flutt sig til sannra suðurhafseyja beint suður af fróni, í stað þess að þurfa að flýja með allt góssið alla leið til Caymaneyja.
Tilkynningin kemur frá vinum Ketils bónda.
Það er reyndar fróðlegt að fleiri skuli berjast fyrir sjálfstæði en ýmsir í Grafarvoginum. Reyndar hefur fáum dottið í hug að gera Grafarvog að sérstökum skattaparadís, umfram því að bjóða lægra útsvar.