Að ákveða eigin greiðslufrest

Það er merkilegt þegar mörg af þeim stóru fyrirtækjum sem eru mjög nákvæm við sína viðskipta vini eru oft með ótrúlegar kröfur á móti.  Nú hefur BYKO og skild fyrirtæki ákveðið að gera greiðslufrest 60 daga.  Byko vill einmitt að menn greiða á tíunda degi, annars fellur afsláttur úr gildi.

Ég hef eiginlega oft lent í þessu, ég er með ákveðin greiðslufrest og gjalddaga, svo koma fyrirtækin og krefjast einhvers annars greiðlusfrests. Það er eiginlega ótrúlega fyndin afstaða hjá þessum fyrirtækjum að þau geti án þess að semja um eitt né neitt reynt að segja fyrirtækjum sem þau kaupa af hvenær þau greiða og það án þess að greiða neina vexti.

Ég vildi að ég gæti ákveðið mína greiðslufresti á þennan hátt. Og það án vaxta.

 

Byko, Elko, Húsgagnahöllin og Intersport hafa ákveðið einhliða að lengja greiðslufrest til birgja og þjónustuaðila frá og með næsta mánuði. Þetta var tilkynnt bréflega. Margir birgjar eru ævir og íhugar einn að krefja fyrirtækin um staðgreiðslu.

Fréttastofa hefur eitt slíkt bréf undir höndum. Það var stílað á birgja og þjónustuaðila Byko hf. Yfirskriftin var: Samræmdir greiðslufrestir - aukin skilvirkni.

Í bréfinu segir að til að tryggja skilvirkari greiðslur til birgja og þjónustuaðila Byko hf sé nauðsyn á rýmri tímatakmörkum í samþykktarferli innan fyrirtækisins. Því hafi verið ákveðið að samræma alla greiðslufresti og verði allir reikningar greiddir sextíu dögum eftir lok úttektarmánaðar.

Breyting þessi öðlist gildi frá og með úttektarmánuðinum júní og gildi jafnframt fyrir Intersport, ELKO og Húsgagnahöllina.

Fyrirtækin fjögur eru öll dótturfyrirtæki Norvik hf.

Greiðslufrestur hefur verið mislangur milli birgja samkvæmt upplýsingum fréttastofu, oft mun styttri en sextíu dagar. Margir birgjar og þjónustuaðilar munu ævir vegna þessarar einhliða ákvörðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun að minnsta kosti einn þeirra íhuga að krefja fyritækin um staðgreiðslu sem svar við bréfinu.

 


Mætti í Reykjavík Síðdegis

Þeir hjá Reykjavík Síðdegis hringdu í mig í dag út af brúðkaupsræðunámskeiði sem ég er fara að kenna á.  Ég er nú ekki mjög vanur að tala í útvarpi og var því nokkuð stressaður.   

Þetta er sjálfsagt eins og með ræðumennskuna: Þetta er vont en það venst :)

Ég sé á upptökunni að þetta voru tæpar fimm mínútur en ég hefði getað svarið að þær voru amk. 10 mínútur.  Samt sat í þægindum við skrifborðið mitt.  

Þetta er líklega í fyrsta skipti sem ég fæ tækifæri til þess að tala í útvarp, ég minnist amk. ekki eftir öðru viðtali.  

Það sem kom mest á óvart að þeir hringdu bara í gemsann minn, voru ekkert að hafa fyrir því að hringja í landlínu.  Ég hefði haldið að gæðin á slíku samtali væru ekki ásættanleg, með mismunandi sambandi og misgóðum gsm símum. 

Ég fékk þó nokkur viðbrögð við þessu viðtali, en eftir að hafa kennt á nokkuð mörgum námskeiðum undanfarið er hefur komið í ljós að þetta er ótrúlega algengt vandamál, það er að fólk þori hreinlega ekki að flytja ræðuna.

Hitt er að menn vita ekki hvernig á að skrifa svona ræðu og lenda í ógöngu. 

Ég held að með þessu námskeiði, sem tekur 2 kvöld, geti menn lært ýmislegt um hvernig á að flytja góða brúðkaupsræðu.  Þó svo að menn útskrifist ekki með sömu reynslu eins og að taka heilt ræðunámskeið.

Spurningin er kannski helst hvort menn átti sig ekki á þessu fyrr en of seint, það er að hið týpíska íslenska vinnulag eigi eftir að koma mönnum um koll, það er að menn hugsi ekki út í þetta fyrr en rétt fyrir brúðkaupið og þá of seint til að koma á svona námskeið.

 Hérna er svo viðtalið við mig. Það á að vera hægt að opna það í Wimamp eða öðrum MP3-spilurum.


Skemmdarverk á 9 hæð?

Í umfjöllun um lausu flísarnar í Skuggahverfi segir framkvæmdarstjórinn:

Hann vill ekki útiloka að brotnu flísarnar á götunni séu vegna skemmdarverka, en slík hafi áður verið unnin á blokkunum.

Ég keyrði þarna fram hjá og sá að þetta var á öllum blokkunum meira og minna og alveg frá jarðhæð og upp á topp.

Ég velti fyrir mér hvort menn séu í alvöru að halda því fram að það sé verið að skemma flísar upp á annar hæð og ofar? Eins og sést bara glögglega á myndinni sem fylgir með fréttinni, er þessar flísar að losna ofar en menn geta með góðu móti teygt sig og eyðilagt flísarnar.

Eru menn bara ekki að losa sig undan ábyrgð?
 


mbl.is Flísum rignir í Skuggahverfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of seint að komast hjá upptökum

Vísir segir frá því að leitað hafi verið á gestum hjá Indiana Jones, en því miður fyrir þá er þetta allt of seint, nú þegar er hægt að finna fjölmargar upptökur af myndinni á netinu fyrir þá sem á því hafa áhuga.

Annars er eiginleg fyndið að menn séu að stoppa þessar upptökur. Ég velti fyrir mér hversu margir ákveða að horfa frekar á lélega myndupptöku úr bíósal frekar en að fara.  Flestir eru kannski fyrst og fremst forvitnir um hvernig myndin er.

Ef myndin stenst væntingar, þurfa menn lítið að óttast.  Menn fara á góðar myndir í bíó, en nenna ekki að horfa á myndirnar heim, í lélegum gæðum og með reglulegum hávaða bíógesta eða að menn standa fyrir framan myndavélina, þannig að bara hljóðið heyrist.

 

 

Leitað á bíógestum Indiana Jones

mynd
Ströng öryggisgæsla var á heimsforsýningunni hér á landi sem og annars staðar.

ellyarmanns skrifar:

 

 


Ekki í 10 heldur 12

Í frétt Moggans segir eftirfarandi: 
Athygli vekur, að Svíar, sem spáð var velgengni, lenti í 10. sæti í undankeppninni en 10 þjóðir fóru áfram úr hvorum riðli í úrslitin.

Það rétta er hins vegar að Svíar lentu raunverulega í 12 sæti með 54 stig, en á undan þeim voru Makedónía með 64 stig og Búlgaría með 56 stig. 

Hins vegar voru Svíar lánssamir því dómnefndi valdi þá áfram.

Annað sem vekur athygli er að rússar lentu eingöngu í 3 sæti í undankeppninni í sínum riðli en Grikkir voru í fyrsta sæti. 


mbl.is Ísland varð í 8. sæti í undankeppninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóri glæpur Eyva

Það er nokkuð merkilegt að stóri glæpur Eyva í Stormskersmálinu er að hann kallar Sverri, Sverri Ólafsson.   Það er merkilegt ef það er hægt að fara í mál við Sverri þegar hann er kallaður því nafni sem hann raunverulega heitir.   Ég get ekki séð að það sé nokkur skráður sem Sverrir Stormsker í þjóðskránni.

Er ekki Eyvi að gera það sem á að gera?

 


Bjartsýni

Íslendingar eru frábærlega bjartsýn þjóð, ég held að við höfum alltaf haldið að við myndum vinna þessa keppni, jafnvel þegar Daníel Ágúst fór út.  Þórhallur hefur örugglega eitthvað betra við tíma sinn að gera en að leita að húsi undir keppnina.  Ef við vinnum munar varla um 2-3 daga, meðan menn jafna sig, til þess að finna húsið. 

Keppendurnir okkar í ár, mega reynda eiga það að þau stóðu sig bara ágætlega í keppninni. Hins vegar eru fjölmörg góð atriði í keppninni og þrátt fyrir gott gengi er sigurinn frekar langsóttur.

Ég veit amk. hvað ég ætla að kjósa á morgun, ef ég kýs. Það verður franska lagið, skemmtilegt lag og gott myndband.  Svo skemmir ekki fyrir að lagið er á ensku, í fyrsta skipti sem það gerist hjá Frökkum. Það væri ekki leiðinlegt að Frakkar myndu vinna þessa keppni þegar þeir syngja á ensku.

Þegar ég las um viðbrögð forsætisráðherrans franska rifjaði ég upp umræðuna þegar Mörður Árnason setti sig upp á móti því að Birta yrði að Angel.
mbl.is Evróvisjón á vellinum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sverrir heldur áfram

Um daginn las Sverrir upp yfirlýsingu á Útvarpi Sögu, þar sem hann er þáttagerðarmaður, vegna greinar sem Stefán Hilmarsson skrifaði og svaraði eldri umræðu.

Nú hefur hann skrifað meira:

Þetta eru ótrúleg skrif og varla birtingarhæf.  Þetta er þó bara eitt af mörgum dæmi í þessum ótrúlega pistli.  Ég er nokkuð viss um að Fréttablaðið myndi ekki birta þessa grein, hefði það verið einhver annar sem hefði skrifað hana.  

Stefán sagði í sinni seinustu grein að hann ætlaði ekki að svara honum. Þessi grein er nú þannig að menn hljóta að bregaðst við.   

Í þessari grein ræðst hann líka á Eyva, þar sem hann segist ætla að fara í mál við hann fyrir að geta síns ekki sem höfundar að textanum "Gott", meðal annars á heimasíðu Eyva. Ég "googlaði" þetta nú og ef þessi síða er til þá er hún nú ekki ofarlega í leitinni.

 


Sverirr tekur upp haglabyssu og dritar í allar áttir

Nokkuð gaman að fylgjast með Sverri Stormsker þessa dagana, þar sem hann virðist vera búinn að taka upp haglabyssinu og dritar í allar áttir

Vegna slæmrar reynslu af hinum harðlæsta plötubransa þá lagði ég mig hins vegar í líma við að koma fjölmörgum söngvurum á framfæri, til að mynda Stebba Hilmars sem ég fann bláeygðan og gjörsamlega óþekktan og rennblautan á bak við tóneyrun í Kvennaskólanum á sínum tíma og ruslaði honum upp á svið.

Í dag finnst þeim ágæta manni heilladrýgst að þakka fyrir sig með því að minnast ekki einu orði á það á heimasíðu sinni hver hafi dröslað honum á lappir og samið ofan í hann fyrstu vinsælu lögin sem hann söng inn á plötur og gerðu hann að því sem hann vildi verða – frægan. Hann leggur sig hins vegar í framkróka við að sniðganga mig þegar kemur að styrkveitingum úr Tónskáldasjóði FTT en þar situr Stebbi einn þriggja í úthlutunarnefnd. Munurinn á hundum og mönnum er sá að hundarnir bíta mann ekki eftir að maður gefur þeim að éta. Þar skilur á milli dýrs og ódýrs. Það er annað að vera sheep en cheap.

 

 

Hver kom Stormsker á framfæri?
Bitur bögusmiður á skítadreifara

Nú skilst mér að Sverrir sé að undirbúa að lesa upp yfirlýsingu í þættinum sínum Miðjan á Útvarpi Sögu.


Múslimarnir og Bandaríkjamenn

Það er gaman af umræðu um málfrelsið, sérstaklega þegar kemur að Bandaríkjamönnum.  Allt vitlaust á þessu bloggi.

Svo hugsar maður til dönsku myndanna.

Ætli Bandaríkjamenn eigi eftir að sitja um Sigmund :) 


mbl.is Myndasaga Sigmunds gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband