31.5.2007 | 09:37
Veitir ekki af
Ég hef nokkrum sinnum farið í viðskiptaferðir til Kína og skoðað mig um, þeim veitir svo sannaralega ekki af því að taka sig eitthvað á í umhverfismálum, oft fór maður inn í heilu héröðin sem voru bara einn reykur. Líklega eitthvað sem við Íslendingar erum vanir að kalla peningalykt.
Núna eru nokkuð margir vinir á ferð um Kína, ég hef ekkert heyrt frá þeim en vona svo sannarlega að það sé gaman hjá þeim í ferðinni. Ég fór sjálfur í sömu ferð fyrir um einu ári síðan og fannst mikið til koma. Hérna eru myndir frá ferðafélaga úr þeirri ferð.
http://www.alanovington.com/photos/china.htm
![]() |
Grænni stefna í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 08:57
Erfitt að segja réttu hlutina
Í gær sá ég að Ásta Lovísa er látin, ég á alltaf mjög erfitt í kringum svona mál og veit aldrei hvað ég á að segja. Nú þekkti ég ekkert til Ástu en það fékk mig til að hugsa um hvernig maður er í kringum svona hluti.
Ég hitti konu í gær sem ég þekki ágætlega og við höfum alltaf reglulega verið í samskiptum, hún missti nýverið dóttur sína. Mér tekst einhvern veginn alltaf að klúðra svona málum, ég vissi einfaldlega ekkert hvað ég átti að segja við hana. Þetta var svona eins í Friends þegar Ross reyndi við kærustuna sína, "Segðu eitthvað, segðu eitthvað..:". Á endanum varð úr einhver aulaleg heilsun.
Það er nú ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í svipuðum aðstæðum, en mér tekst einhvern veginn alltaf að klúðra svona. Sem betur gerist svona ekki oft, þannig að ég hef ekki haft mörg tækifæri til að ná þessu. En samt finnst mér ég vera pínlega klaufalegur í þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 08:37
Sjálfstæðisflokkurinn eyddi einna minnst
Mér sýnist Sjálfstæðisflokkurinn hafa eytt ca. 25% minna en Samfylkingin í auglýsingar. Það vekur athygli hvað Frjálslyndir eyddur raunverulega miklu fé í þetta. Miðað við stærð flokksins, og hvað maður varð lítið var við auglýsingarnar frá þeim.
Ég held að gamla góða lagið "Can't buy me love" eigi vel við í þessu samhengi.
![]() |
Samfylkingin og Framsóknarflokkur vörðu mestu fé í auglýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
30.5.2007 | 16:04
Hot Spot heyri sögunni til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2007 | 12:57
Smáís með útsendara á Torrent.is
Hlutföllin eru auðvitað svo skökk, þar sem menn eru að velta fyrir sér að rukka fullt verð fyrir það efni sem er inn á þessum síðum. Mun nær væri að bjóða upp á þetta efni á svipuðum síðum, þannig að fólk geti keypt þetta efni á eðlilegu verði.
Hafi 300 verið sótt 6 þúsund sinnum, ætli salan hafi minnkað um 6 þúsund diska?
Hvað kallar hann DVD gæði? Var þetta mynd sem var 700 mb, er það DVD upplausn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.5.2007 | 12:32
Leikur að nauðga
![]() |
Netið er eins og stórborg án lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 10:32
Björgvin dyggur stuðningsmaður
Það kom virkilega á óvart að þessi gamli Röskvumaður skuli hafa stutt þetta. Hins vegar má hann eiga það að hann þorði að koma fram með þetta og þrátt fyrir að vita að þetta myndi mæta harðri andstöðu.
![]() |
Stúdentaráð HÍ krefur nýja ríkisstjórn um skýr svör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.5.2007 | 10:19
Kínverskur heimilisiðnaður
Fyrirtækið mitt er farið að flytja inn auglýsingavörur frá Kína. Við höfum undanfarið verið að gera þetta í litlu mæli fyrir fyrirtæki í kringum okkur og aðila sem við höfum þekkt til, og auðvitað fyrir okkur. Við ákváðum svo að kíkja hvort það séu ekki aðrir sem hafa áhuga á þessum vörum.
Eins og með svo margt sem kemur frá Kína, þá eru verðin ótrúlega góð og hins vegar er bæði langur afgreiðslu og sendingar tími. Einnig þarf yfirleitt töluvert magn (í kringum 5.000 stykki), en það fer þó eftir vörum. Eins og áður segir þá skiptir mun meira máli í þessu samhengi að verðin eru mjög samkeppnishæf miðað við það sem nú er í boði á markaðnum.
Ég skráði lénið promotion.is í þessum tilgangi og ætla að sjá hvað ég gert með þetta, en við erum svo sem ekki að stefna að "world domination" í þessum málefnum. Kannski að þetta verði svona kínverskur heimilisiðnaður og verði eins stoðin í viðbót undir fyrirtækið mitt, sem nú þegar flytur inn nokkuð fjölbreytt vöruúrval frá Alþýðulýðveldinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 10:10
Leikur að nauðga
Ég fjalla um leikinn RapeLay á Deiglunni í dag. Það er ljóst að þar er mjög vandfengið efni að fjalla um, en ég fordæmi leikinn um leið og ég tel að baráttan við þá sem spila þessa leiki sé löngu töpuð. Menn fara fram á netinu með það sem þeir hafa áhuga á. Sama hvaða hugmyndir menn hafa um netlögreglu leikurinn er löngu tapaður.
Leikur að nauðga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 09:21
Kemur ekkert á óvart
Sænks rannsókn var fyrir löngu búinn að sýna fram á þetta, fólk truflast fyrst og fremst þegar það er svara símanum og skella á. Þá eru augunn af veginum. Svo er ekki meiri trufluna af þessu heldur en þegar þú ert að tala við farþega með þér í bílnum.
Sjálfur er ég alltof lélegur að tala í headsett, ástæðan er sú að ég tíni þessu dóti alltaf.
![]() |
Handfrjáls búnaður eða ekki, samræðurnar skipta mestu máli við aksturinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)