Ekki allt að gulli

Margir hafa sagt að allt sem FL snertir verður að gulli, þeir virðast hafa tapað um hálfum milljarði á þessum viðskiptum.   

FL menn hafa verið mjög duglegir að koma sér í tækifæri og miðað við gróðan hjá fyrrirtækinu, er þessi hálfi milljarður bara klink.  Fólk er fyrir löngu hætt að kippa sér upp við að heyra milljarðana sem þjóta á milli vasa. 


mbl.is FL Group selur hlutabréf í Bang & Olufsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róbert mátar aðstoðarmanninn

Gaman af því hvernig Róbert Marshall mátar aðstoðarmanninn með því að velta fyrir sér hvort hann verði kallaður Marshall aðstöðin.

Fyndið að enginn húmorískur spámaður hafi þegar gert það.

Án efa verður Róbert Marshall - aðstoðinn næstu árin. 


Stendur vísir með kastljósi?

Í dag hefur verið í gangi deila á milli Denna hjá Stöð 2 og svo Kastljósmanna. Fyrst fullyrti Denni að Kastljósmenn hefðu hótað kvikmyndargerðarmanni.

Næsta í þessu máli er að fréttatilkynning frá Kastljósi:

 

Steingrímur var ekki seinn á sér og bætir enn í:

Það sem mér finnst merkilegt að nú hefur í tæpa 2 tíma verðið efstafrétt á vísi.is fréttatilkynningin frá Þórhalli, þar sem fyrirsögnin er "Ásakanir Steingríms tilhæfulausar". Þetta var svona þangað til fyrir skemmstu.  Það vekur sérstaka athygli, að ekki skuli vera birt svar Steingríms frekar. Hann er jú innanbúðarmaður á vísi.  Maður hefði haldið að þeir hefðu gripið svarið frekar, sérstaklega í ljósi þessara sterku fyrirsagnar.

Ég veit ekki hvað manni á að finnast. Var þetta blessaða viðtal svo merkilegt að það var þessi virði að hóta út af því?  Eru þetta ekki bara þessi hefðbundnu skot á milli fjölmiðla?  Hver hefur ekki heyrt klukkugangrýnina á milli vísir.is og mbl.is, mér er nú yfirleitt nokk saman hver var fyrstur með fréttina. Amk. er ég ekki að skoða klukkan aftur í tímann.

Árangur áfram, ekkert stopp

Áðan skrifaði ég um að Eimskip væru líklega að losa sig við
rekstrareikningu en því var nú öðru nær. Risayfirtaka á kæligeymslum í
Ameríku.  Það er líka gaman að Íslendingum skuli vera að ganga vel
þar á bænum en lítið hefur farið fyrir alvöru buisness í Ameríku,
útrásin hefur aðalega verið í Evrópu fyrir utan örfáa díla.

mbl.is Eimskip gerir yfirtökutilboð í kanadískt fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð menntun

Menntun Williams vekur athygli, hann er með MA í náttúruvísindum og BA í dýralækningum.   Hann er hvorki með menntun í viðskiptum, lögfræði né verkfræði eins og svo margir bankamenn. 

Hvernig ætli þetta sé hérna heima, ætli margir háttsettir séu með menntun sem er svo langt frá bankastarfseminni?

Annars er búið að stöðva sölu með bréf Eimskipafélagsins, og menn gera ráð fyrir að flugreksturinn hafi verið seldur. Lítið hefur farið fyrir þessum samningaviðræðum í fjölmiðlum, og miðað við yfirlýsingar flugleiða ólíklegt að þeir séu í kaupendahópnum.  Það er skemmtilegur hringur sem þetta er komið í, þar sem Burðarás var alltaf fjárfestingarfélag Eimskipa og nú er það komið á flug en Eimskip er að selja frá sér rekstur.


mbl.is Ráðning nýs forstjóra Straums-Burðaráss sögð marka tímamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðrómurinn réttur

Athygli vekur að Össur harðneitaði fyrir nokkrum dögum að Einar Karl hefði mætt til sín og gerði lítið úr Pétri Gunnarssyni. Nú hefur komið á daginn að meira var til í orðum Péturs en Össur vildi af láta.  Hvort sem Einar mætti til hans þann daginn eða annan.

http://ossur.hexia.net/roller/page/ossur/Weblog/hid_milda_yfirvald_og_petur 


mbl.is Einar Karl ráðinn aðstoðarmaður Össurar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið um að vera um helgina

Það hefur greinilega verið mikið um að vera um helgina, besta sagan var samt hjá RÚV í morgun af bílþjófi sem braust óvart inn í bíl annars bílþjófs.  Eigandi bílsins trylltist og lamdi hinn þjófinn (nema hvað) enda ekki ánægður með að láta brjótast inn í bílinn sinn.   Lögreglan mætti svo og tók þá báða inn enda þurfti eigandi bílsins að svara fyrir eitthvað af þeim munum sem fundust í bílnum hjá honum.

Skildi hann læra af þessu að það er leiðinlegt að láta brjótast inn í bílinn sinn?  Efast um það.


mbl.is Ók á skilti og sofnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spenna í LEB

Það er undirliggjandi að Ólafur er í hefndarhug, honum finnst að framkvæmdarstjórinn hafi komið illa fram við sig og ljóst er að Ólafur ætlar að sjá til þess að hann þurfi að taka pokann sinn.  

Það eru alltaf einhverjar spennandi kosningar í gangi.   


mbl.is Stefnir í formannskjör hjá eldri borgurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllileg saga

Þetta er hryllileg saga sem hefur gengið á blogginu um helgina, það er gott að það hafi náðst í þetta fólk.  Maður fyllist óhug að svona geti gerst í okkar litla landi og að fólk skuli nánanst vera tilbúið að drepfa fyrir nokkra þúsund kalla.

Hægt er að lesa sögu mannsins hérna.


mbl.is Ránsparið handtekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lá þetta ekki fyrir?

Þetta er saga sem maður hefur reglulega heyrt og jafnvel heyrt fólk segja að viðkomandi hegði sér á þennan hátt. Ég veit ekki hvort það sé rétt eða hvort það sé raunveruleg hugmynd höfundarins að hann sé hommalegur. Sá sem kom þessu af stað var Jerry Falwell og það sem hann hafði fyrir sér í því efni var:

"He is purple - the gay-pride colour; and his antenna is shaped like a triangle - the gay-pride symbol."

Sjálfum finnast mér þetta ekki mjög solid rök fyrir að hugmyndin hafi verið að hann ætti að vera samkynhneigður. Sjálfur hef ég aldrei séð þessa þætti og hef því lítið til að dæma út frá, en common er þetta ekki bara barna efni!
mbl.is Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband