Hvað með lækna?

Bent var á að engin háskólastétt uppfylli jafn miklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt eða 6 ára háskólanám nema dýralæknar.

Merkileg frétt en ég veit ekki betur en þeir sem ég þekki og voru í læknisfræði hafa einmitt verið nokkuð lengur. Sérstakt að þetta skuli standa svona á Mogganum.

Ég held reyndar að menn ættu frekar að ræða hvernig er hægt að stytta þetta nám. Einu sinni var þetta tveggja ára nám. Í dag er þetta þannig að fyrst þurfi þær að læra læra til hjúkrunafræðings og svo bæta við sig 2 árum.

Hvernig má það vera að það sé ekki hægt að hafa þetta samhliða námi í hjúkrunarfræði? Það þarf enginn að segja mér að ljósmæður þurfi að læra allt sem hjúkrunarfræðingar læra, og það sé ekki hægt að skipuleggja námið þannig að á einhverjum tíma sé því skipt upp.

Ég velti annars fyrir mér hvort ljósmæður hafi gert mistök þegar þær ákváðu að 25% væri krafan. Nú er víst búið að bjóða þeim 18,5% og en allt í lás. Hvað ætli þurfi til þess að þær séu sáttar? 18,5% hækkun er ansi góð hækkun.


mbl.is Fjölmenni á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki leyft í öðrum löndum?

Verslunareigandinn sem kemur fram heldur því fram að svona væri hvergi annars staðar leyft.

Ég neita því ekki að það er eftirsjá eftir húsinu og þeirri starsemi. Hins vegar var greinilega ekki næg eftirspurn eftir þeirri þjónustu sem þar var í boði og því fór sem fór.

Það er þá spurning hvað á að gera í þeirri stöðu. Um leið og menn stofna rekstur í húsinu þarf að breyta því þannig að það henti slíkum rekstri.

Um leið og menn eru að tala um það gamla, þá þarf ekki að fara aftur nema 10 - 20 ára og sjá hvernig gömul hús í miðbænum hafa tekið breytingum og mörg ekki síður merkileg en Naustið.

Ég bíð nú bara eftir því að menn vilji fá aftur göngin sem voru í gegnum Kaffi Reykjavík, bara til þess að ná þessu í uppruna mynd.


mbl.is Kínverjarnir farnir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræðunámskeið að hefjast

Ég er að fara að kenna á ræðunámskeiði JCI Esju, en námskeiðið hefst í 16. september. Það er mjög gaman að fá tækifæri til þess að kenna á þessum námskeiðum en ég hef nú kennt á ca. 5 slíkum síðan ég byrjaði í JCI. Það hefur gengið vel og frábært að vita til þess að vera búinn að útskrifa stóran hóp fólks, og fá að heyra seinna hvernig þeim hefur genið í kjölfarið.

Fyrir utan ræðunámskeiðin hef ég verið að kenna nokkur önnur námskeið hjá JCI.

Ég vil benda þeim sem hafa áhuga á að bæta við sig ræðunámskeiði að skoða Heimasíðu JCI Esju og svo upplýsingar um Ræðunámskeið.

Líklega ekki góð hugmynd

Ég held að gömul skaup sé kista sem á að vera lokuð.  Hlutir sem voru fyndnir á sínum tíma og eru það áfram í minningunni en er ansi hræddur um að húmorinn sé löngu gleymdur þegar kemur að því að sína þetta núna.

Það er nú bara svona með gamla þætti og fyndnar myndir að þegar maður sér þetta í dag er þetta oftar ekki ekki frekar lame.  Lenti í þessu þegar ég horfði á heilsubælið fyrir nokkrum árum.  Fannst þeir eins og hálf þjóðin óhemju fyndnir.  En þegar ég horfði á þetta aftur voru þeir ömulegir.

Þá er nú bara betra að eiga það í minningunni hvað þetta voru góðir þættir.


mbl.is Gömul skaup snúa aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seinhepnir hjá Express

Ætli Express viti hvað viðhald er?  Eða er það bara eðlilegt það stopp sem hefur verið undanfarnar vikur?

Stóra spurningin er: Kemst ég til Sokkhólms á miðvikudaginn?


Áhugaverður myndatexti

Um leið og ég geri ekki lítið úr þeim mótmælum sem urðu þegar skipt var um borgarstjóra, þá er þetta merkilegur <a href="http://www.dv.is/frettir/2008/8/7/meirihlutinn-alltaf-i-vandraedum/">myndatexti við þessa frétt</a>.

Fari það fram hjá einverjum þá eru svipað margir stuðningsmenn á þessari mynd eins og mótmælendur.   Menn þurfa alla vegna að vera nokkuð blindir til þess að sjá ekki fólkið á fremstu 2 bekkjunum.


Ögmundur alltaf jafn tímanlega

Ögmundur virðist ótrúlega seinheppin þessa dagana í tímasetningum.

Fyrir helgi var það hans heitasta ósk að SUS-arar færu að berjast geng einhverju öðru en að álagningarskrár væru lagðar fram.  Það gerir hann árið sem SUS hefur einmitt ekkert gert í þessum efnum.  Þetta var því fyrsta skotið hans út í loftið.

Um helgina kemur hann svo fram og óskar þess að forstjórar lækki launin sín og selji bílana sína.  Miðað við það árferði sem nú er í gangi þarf ekki Ögmund til að segja forstjórum að lækka í launum eða selja bílana sína.  Þeir sitja oft uppi með þessa bíla vegna þess að engir eru kaupendurnir og launin lækka af sjálfu sér.    Oftar en ekki voru þessi laun af kaupréttarsamningum sem engir eru um þessar mundir, þótt búið sé að greiða af þeim skatta.

Væntanlega verður næsta tilkynning frá Ögmundi að vara okkur við því að fljótlega komi haust.

Ég held að svona stjórnmálamenn sýni okkur einmitt af hverju lágmarksafskipti stjórnmálamanna af borgaranum sé af hinu góða.


Léleg sala?

Átti Þorgrímur þetta bara ekki heima hjá sér í stóru upplagi.  


Það er þá sniðugt að nýta þetta og fá smá prómó út á þetta.

Ég man eftir sögu af ungum manni sem gaf kærustu sinni sápu og ilmvatn.  Faðir stúlkunnar taldi líklegt að kærastinn teldi vera skítalykt af stúlkunni.

Hvað skildi Þorgrímur halda um SKagstrendinga? 


mbl.is Karlmenn læra um konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn heima í boði Iceland Express

Ég ætla að leyfa mér að vitna í hitt bloggið mitt í dag, eitthvað sem ég geri sjaldan en að þessu sinni er foxillur út af þessu.

Enn heima í boði Iceland Express

Ég er ekkert sérstaklega himinlifandi, en í nótt klukkan 2.10 fékk ég SMS frá Iceland Express, svo þegar ég vaknaði klukkan 4 og byrjaði að gera mig kláran, komin með töskurnar og sótti símann, þá sé ég þetta ágæta SMS. Það var því ekkert annað að gera en að fara aftur að sofa. Ég sé nú ekki í fréttum að það sé vont veður, afísingarbúnaður bilaður eða aðrar óviðráðanlega orsaki eins og þetta heitir nú oftast hjá þessum flugfélögum.

Færslan öll

Ótrúlegur akstur

Það eru svona gaurar sem koma óorði á mótorhjólamenn, já og þessir sem eru að siksakka eins og þeir eiga lífið að leysa fram hjá manni þegar maður er að bíða á ljósum. Annars datt mér í hug þegar ég sá þetta, þennan brandara. Ætli manninum hafi dottið í hug að reyna hann þegar löggan stoppaði hann?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband