28.11.2008 | 17:53
Ósk Stefáns að rætast
Stefán Pálsson formælti moggablogginu í 8 mánuði í flestum færslum hjá sér. Hann endaði á þessum nótum:
Moggabloggið? Þarf eitthvað að hnýta í það meira - er það ekki löngu dautt í hugum flestra?
Það skildi þó ekki vera að þessar formælingar hafi ekki bara haft áhrif á bloggið heldur líka Moggan sjálfan?
Unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu Árvakurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2008 | 00:42
Áhugaverðar spurningar til Guðs
Hérna er ein sem er í upp á haldi hjá mér:
18.11.2008 | 12:35
Björt framtíð í faðmi VG?
Hlustaði á Steingrím í Sjóvarpinu í gær, þar sem hann vildi fara einhverja aðra leið, bara ekki þá leið sem ríkið er að fara núna. Hver sú leið var ekki ljós, þaðan af síður hvar við myndum enda. Þetta er ákaflega óabyrgt hjá manni sem segist hafa lausnirnar á því hvernig á að leiða þetta land úr þeirri krísu sem við erum í dag.
Nokkrir VG liðar lögðu svo fram frumvarp, þar sem lagt er til að verðtryggðir vextir af lánum verði aldrei hærri en 2%. Bjarni bendir á það í grein á Deiglunni hversu barnaleg þessi hugmynd er.
Ég hef alltaf hrósað VG, fyrir að vera samkvæmir sjálfum sér. Um leið og ég heft virt skoðanir þeirra hef ég verið þeim ósammála. Hins vegar virðast vinsældirnar hafa gengið þeim til höfuðs og nú ríki meiri popúlismi en áður.
14.11.2008 | 19:19
Framsóknargrín um ESB
Valgerður fer með framsóknargrín, í nýjust bloggfærslu sinni.
<a href="http://www.valgerdur.is/index.php?pid=19&cid=833>Það er einkennilegt ef þessir ágætu forystumenn í Sjálfstæðisflokknum eru loksins búnir að gera sér grein fyrir þessum staðreyndum. Þetta eru staðreyndir sem við framsóknarmenn höfum talað um í mörg ár. Við erum búin að vinna alla þessa vinnu sem nú er að hefjast hjá þeim. </a>
Þetta er spaugilegt að skrifa þetta á sama tíma og deilur innan Framsóknarflokksins um þessi mál eru svo mikil að þingmaður verður að segja af sér þegar hann reyndi að koma nafnlausu skoti á Valgerði út af Evrópumálunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 23:40
Spá
Það er vinsælt að spá þessa dagana.
Ég ætla að spá að menn séu í auknum mæli að fara yfir brunatryggingar sumarhúsa.
Ég ætla að líka að spá því að slökkviliðið á Suðurlandi þurfi að fara að fylla á tankana sína aftur fljótlega.
Eftir spánna á húsnæðisverði í morgun, má spyrja sig hvert markaðsverð sumarbústaða eigi eftir að fara. Spurningin er eiginlega bara hversu mikið mun verðið hrapa. Um leið og Seðlabankinn er að spá því að íbúðarhúsnæði eigi eftir að hrynja um 50%, á verðmæti á bústöðum eftir að hrapa enn þá meira. Hver er annars að fara að kaupa sér sumarbústað í þessu árferði?
Um leið hafa margir skuldsett sig verulega fyrir kaupum á sumarbústöðum, annað hvort í erlendri mynt eða verðtryggð lán.
Það er því alveg ljóst að ýmsir eiga eftir að velta fyrir sér hvernig er hægt að komast úr þessari klípu, miðað við spánna borgar sig alls ekki að bíða.
Það er mjög erfitt að sanna hver kveikti í húsinu enda á einangruðu svæði, íkveikjan mun ekki valda verulegum skaða líkt og það sem er mögulegt sé kveikt í íbúðarhúsnæði eða bíl sem er ekki á opnu svæði. Það er því alveg víst að margir sem skulda háar fjárhæðir munu freistast.
Ég óttast að þegar menn verða búnir að brenna bílana verði sumarhúsin næst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2008 | 12:45
Styttist í námskeiðið
Þá er farið að styttasta í að ræðunámskeiðið mitt hefjist, ég stefni á að eyða mesta af deginum mínum í að undirbúa mig fyrir námskeiðið. Þetta verður stærsti hópur sem hefur tekið þetta námskeið hjá mér hingað til. Það er alveg ljóst að eftir fyrsta kvöldið verður hópnum skipt upp í tvo hópa og raunar eru bara örfá sæti laus.
Það verður mjög spennandi að vinna með svona stórum hóp, en yfirleitt hafa hóparnir verið í kringum 8-10. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist en þá var það ekki ég sem var aðalleiðbeinandi.
12.9.2008 | 16:03
Bull frá upphafi til enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 14:47
Vantar þig klukkustundir í sólarhringinn?
8.9.2008 | 14:34
Trúverðugleiki Opruh
Þegar Oprah lýsti yfir stuðningi við einn frambjóðanda í prófkjöri Demókrata fannst ýmsum nóg komið. Sérstaklega þar sem spjallþáttastjórnandinn ákvað að taka frekar karlmann fram yfir konu.
Nú virðist annað sambærilegt mál í uppsiglingu þegar hún ætlar ekki að bjóða kvennframbjóðanda repúblikana í þáttinn sinn.
Ég hef stundum horft á þessa þætti hjá Opruh og eiginlega fundist merkilegt hversu ofboðslega vinsæl hún er. Ég hef haft þá á tilfinningunni að ég gæti allt eins horft á auglýsingar (eða hið íslenska vörutorg).
Það hlýtur líka að vera málefni Opruh hverja hún tekur í sinn eigin þátt, en það kemur svo sem ekkert á óvart að þeir sem styðji Repúblikanaflokkinn séu ekki sáttir við ákvörðum Opruh. Annars miðað við hversu mörg viðtöl Palin hefur mætt í undanfarið, þá kæmi á óvart að hún væri á leiðinni til Opruh.
Oprah vill ekki Söruh Palin í þátt sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2008 | 19:06
Munurinn á mér og Súperman!
Samkvæmt þessari brandarasíðu þá er munurinn á mér og Súperman að ég er með nærbuxurnar undir buxunum mínum en hann yfir þeim.
Gamall og góður brandari sem manni þótti fyndin þegar maður var 5 ára.
Veit ekki hvort maður eigi að verja að rifja upp svona brandara, sumt var bara fyndið í þá daga.