Ögmundur alltaf jafn tímanlega

Ögmundur virðist ótrúlega seinheppin þessa dagana í tímasetningum.

Fyrir helgi var það hans heitasta ósk að SUS-arar færu að berjast geng einhverju öðru en að álagningarskrár væru lagðar fram.  Það gerir hann árið sem SUS hefur einmitt ekkert gert í þessum efnum.  Þetta var því fyrsta skotið hans út í loftið.

Um helgina kemur hann svo fram og óskar þess að forstjórar lækki launin sín og selji bílana sína.  Miðað við það árferði sem nú er í gangi þarf ekki Ögmund til að segja forstjórum að lækka í launum eða selja bílana sína.  Þeir sitja oft uppi með þessa bíla vegna þess að engir eru kaupendurnir og launin lækka af sjálfu sér.    Oftar en ekki voru þessi laun af kaupréttarsamningum sem engir eru um þessar mundir, þótt búið sé að greiða af þeim skatta.

Væntanlega verður næsta tilkynning frá Ögmundi að vara okkur við því að fljótlega komi haust.

Ég held að svona stjórnmálamenn sýni okkur einmitt af hverju lágmarksafskipti stjórnmálamanna af borgaranum sé af hinu góða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ekki vera vondur við Ögmund. Hann á bágt greyið.

Sigurður Sigurðsson, 4.8.2008 kl. 17:41

2 identicon

Já þeir eru stundum svo seinheppnir þessir illa vinstri grænir,svo talaði hann að ríkistjórnin ætti að fara í nauðsynlegar framkvæmdir en ekki ónauðsynlegar.Hvað skyldu vera nauðsynlegar og ónauðsynlegar framkvæmdir hjá Ömma?Ég bara spyr sko það er svo erfitt stundum að fatta þetta neikvæða fólk.

Gísli Magg (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég ætla að leyfa mér að stinga upp á eftirfarandi baráttumálum fyrir Ögmund;

  • Að framkvæmdir við tónlistarferlíkið við Reykjavíkurhöfn verðir stöðvaðar um leið og húsið selt í brotajárn
  • Að þingmönnum sé fækkað niður í svona 30 talsins, úr því þeir eru svona duglegir í að tvöfalda kostnað við sig með örfárra ára millibili (hvað eru þeir komnir með marga aðstoðarmenn á mann núna, að meðaltali?)
  • Að Ögmundur verði á undan skattstjóra að opinbera tekjur sínar á næsta ári td með því að kaupa smáauglýsingapláss þar sem hann auglýsir tekjur sínar - eða af hverju að bíða til ágúst-mánaðar?
  • Að Ögmundur eyði ekki aftur fúlgum í að halda upp á stórafmæli hjá sér heldur bjargi einhverjum aumingjans forstjóranum með því að kaupa jeppa viðkomandi á stórkostlega niðursettu verði
Nú er að vona að Ögmundi hætti að leiðast í sumarfríinu.

Geir Ágústsson, 4.8.2008 kl. 18:18

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mikið rétt. Svo er það málið, hversu mikið við trúum á heppni og óheppni. Það sem ég áður skildi ekki var oft skilgreint sem heppni eða óheppni. Er nánast hættur að trúa á þessi fyrirbrigði. Seinheppni líka.

Góðar tillögur hjá Geir.

Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2008 kl. 06:17

5 identicon

Og svo ræðst Ögmundur að þeim sem hugsanlega kaupa bílana ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 10:07

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er orðið fjandi fúlt þegar Ömmi er eini maðurinn sem segir eitthvað af viti.  Á meðan t.d. Þorgerður Katrín stóð blóðug upp fyrir haus að verja stuðning Davíðs við fjöldmorðin í Írak og uppgang öfgamanna í því annars ágæta landi var Ömmu á móti.

Þegar Ögmundur benti á nýju fötin keisarns í bankakerfinu hló Geir Haarde að honum og allur Sjálfstæðisflokkurinn.  Í dag er sami Geir betlandi bankalán út um allan heim og leikandi sjálfan sig í erlendum fjölmiðlum.

Ég gersamlega þoli ekki ríkishugmyndir Ögmundar og hans forsjáhyggju en ruglið í núverandi stjórnvöldum er miklu hættulegra.  Þar villa menn og konur á sér heimildir og þykjast vinna fyrir almenning en eru í raun ekkert annað en senditíkur fyrir erlenda auðhringa og stríðsbraskara.

Núverandi ríkisstjórn og pilsnerflokkurinn eru búin að koma á kerfi sem hefur skuldsett íslenska æsku og allar komandi kynslóðir.  Síðan er lausnin að gefa bröskurum íslenskar orkulindir og mér löglega okurvexti!

Til hamingju fiflin ykkar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Björn Heiðdal, 8.8.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband