Líklega ekki góð hugmynd

Ég held að gömul skaup sé kista sem á að vera lokuð.  Hlutir sem voru fyndnir á sínum tíma og eru það áfram í minningunni en er ansi hræddur um að húmorinn sé löngu gleymdur þegar kemur að því að sína þetta núna.

Það er nú bara svona með gamla þætti og fyndnar myndir að þegar maður sér þetta í dag er þetta oftar ekki ekki frekar lame.  Lenti í þessu þegar ég horfði á heilsubælið fyrir nokkrum árum.  Fannst þeir eins og hálf þjóðin óhemju fyndnir.  En þegar ég horfði á þetta aftur voru þeir ömulegir.

Þá er nú bara betra að eiga það í minningunni hvað þetta voru góðir þættir.


mbl.is Gömul skaup snúa aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þinn smekkur já, en margt er gullkorna er þarna að finna og hví að setja hugverk íslenskra listamanna á haugana eftir eina sýningu á meðan þjóðin er meira og minna kennd.

Hví ekki að leyfa þessu menningarefni að eiga sér sinn stað, rétt eins og spólunum á vídeóleigunum. Þetta er jú vinsælt af mörgum, er nú þegar á netinu og DC og enginn er neyddur til að horfa á !

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband