Skemmtileg síða

Fann þessa skemmtilegu síðu.  Hún sérhæfir sig í smábæjarblöðum.  Hérna heima eru nokkuð mörg svona smábæjarblöð, bara ekki á netinu.  Ég fæ t.d. reglulega Jökul frá Ólafsvík. 

http://www.smalltownpapers.com/ 


Búddacafé á leið til Íslands

Ég hef snætt á Búddabar í París, það er mjög merkilegur staður og þekkist í fjölmörgum löndum.  Mér er sagt að fyrirtækið S.Þ. Veitingar sem rekur meðal annars redchili séu að undirbúa kaffihús, sem mun heita Buddacafé.  Maður veltir fyrir sér stemninguna sem á að vera á þeim stað og hvort það eigi að vera eitthvað líkt og það sem gengur og gerist á buddhabar.

Hérna er hægt að skoða stemninguna á buddha-bar


Byrgid.is skráð aftur

Ég var að taka eftir því að það er búið að skrá lénið byrgid.is aftur.  Nú veit ég ekki hvað þeir sem keyptu það ætla sér að gera með það.  Það fyrirtæki er sagt versla með húsgögn, hversu mikil kaldhæðni í því, hafi þeir ætlað að selja húsgögn á þessu léni, stuttu eftir að brenna þurfti öll húsgögn Byrgisins, vegna lúsar.

Ég hefði haldið að byrgis nafnið væri of "heitt" til þess að einhver myndi nota það næstu árin.  Þeir ætla kannski að tryggja sér það til seinni tíma nota.   Í því samhengi er nokkuð merkilegt að lénið agusto.is er laust. 


Tölvunörd hýsir ekki eigið lén

Fannst mjög gaman af því að sjá að lénið Tölvunörd.is (tolvunord.is) skuli ekki vera hýst hjá eiganda þess heldur út í bæ.  Er hægt að vera tölvunörd án þess að hýsa eigin lén?

Nú veit maður svo sem ekki hvaða ástæður liggja að baki, en mér var í sjálfu sér skemmt.

Í mínum hugar er þetta svona eins og að vera bílanörd, en fara svo með hann í smurningu á verkstæði.  Fyrir því geta verið margar ástæður svo sem leti, en samt fyndið. 


Auknar kröfur hjá bönkunum

Það er nokkuð merkileg viðbót hjá bönkunum að nú má ég ekki stofna bankareikning nema að þeir fá að afrita skilríkin mín.  Maður veltir fyrir sér hvað er næst í þessum efnum, þetta er algjörlega óþolandi finnst manni.  

Það er amk. skrýtið að banki sem maður er búinn að vera í viðskiptum alla sína ævi og veit álíka mikið eða meira um manns fjármál en maður sjálfur fari allt í einu fram á að fá að ljósrita ökuskýrteinið.

Mér er sagt að þetta séu reglur frá Evrópusambandinu.

Bölvað Evrópusambandið :) 


Tónlistarleg sátt í togaraútgerð

Mér var skemmt þegar ég las þetta:

Við höfðum verið í hálfgerðu fríi frá Bretlandi síðan um áramót en nú liggur fyrir að Nylon er að fara í aðra útrás í lok árs. Ég hef ákveðið að að fara ekki með. Þetta er auðvitað ákvörðun sem ég hef hugsað mikið en ég er sátt við hana og við stelpurnar kveðjumst „tónlistarlega" í fullkomni sátt og ég óska þeim alls hins besta enda er ég ekki að kveðja þær sem vinkonur.

 Ég veit það ekki,  Nylon hefur alltaf verið í mínum huga hálfgert grín, og amk. ekki neitt tónlistarlegt stórvirki.  4 stelpur sem syngja lög eftir aðra, þjálfaðar upp og gerðar út eins og togari til að græða fyrir eigendur sína.

Það er þess vegna sem mér fannst þetta með tónlistarlegu sáttina skemmtilegt.

Ætli sumir séu ekki komnar með leið á þessu og efast um að nýtt Spice Girls ævintýri sé á leiðinni. Betra að skella sér heim og læra smá vegis, frekar en að spila í frægðar lottóinu. 

 


mbl.is Emilía hættir í Nylon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílaleitin heldur áfram

Ég veit það ekki, maður er nú alveg að komast í þrot með þessi bílakaup, næsta er bara að halda í gamla bílinn og eiga hann uns hann mun andast vonandi við háan aldur.   Þegar ég fór og fékk að vita hvað ég fengi fyrir þann gamla, var mér sagt að það væri bara brot af því sem ég átti von á og verðgræjan hjá bílgreinasambandinu.

Á maður að fara að standa í að selja þetta sjálfur?  Ég held að ég sé þá fyrst kominn í buisness sem ég hafi ekki áhuga á.  Nema að maður fari kannski þá að hitta venjulegt fólk, sem maður getur talað við. 


Ótrúlegt!

Maður á ekki til orð þegar maður les þetta.  Sem betur fer virðist enginn hafa slasast alvarlega.  Þegar ég var að reyna að fara inn á vísi.is var það einfaldlega ekki hægt, því serverinn var of busy.  Þeir bjóða upp á live útsendingu, en að sjálfsögðu virkar það ekki heldur.

Ég vona að það sé ekki lofkælingin hjá þeim félögum sem veldur því að serverinn er of bussy.  Krosslegg fingur :) 


mbl.is Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í sjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa þeir sem þetta gerðu aldrei hitt Þjóðverja?

Ég held að þeir sem gerðu rannsóknina hafi aldrei hitt Þjóðverja.  Þjóðverjar sjálfir vita af þessu og hlæja, amk. þeir sem hafa húmor fyrir þessu. Ég hef amk. hitt þjóðverja sem ætluðu að skella sér í ókeypis kaffi í Hagkaup, í von um að hitta samlanda sína. Svo hitta ég skálavörð í Sigurðarskála, sem skaffaði eina rúllu í einu á salernið, því þjóðverjarnir tækju þær alltaf. 

Ég veit að þetta er sterómynd af þjóðverjum, enda á ég marga fína þýska vini, þar sem peningar skipta ekki máli. Ég á líka marga vini sem peningar skipta miklu máli. Allir eru hins vegar sammála um þá steríó týpu af þjóðverjum, þar sem þeir eru nýskir.


mbl.is Peningar skipta Þjóðverja litlu skv. könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara fyrir innfædda

Danir eru svo merkilegir með þessi sumarhús sín, þeir eru svo hræddir um að erlendir kaupahérðnar kaupi landið sitt að þeir þora ekki að leyfa sölu nema til innfæddra.  Samkvæmt því mega íslendingar ekki kaupa sumarhús á Jótlandi.  

Þeir mega auðvitað kaupa hús þar sem þeir vilja, þar á meðal á Íslandi og í Svíþjóð. En Danir eru sagði flykkjast til Svíþjóðar að kaupa sumarhús.

Manni finnst þetta vera skrýtinn ótti hjá Dönum, það eru í mestalagi Íslendignar sem eru nógu vitlausir til þess að kaupa hús þar.  Merkilegt nokk, eru þessi takmörk fyrst og fremst bundin einstaklingum en fjárfestingafélögin geta raðað niður dönsku byggingunum.  

Er það ekki hálf öfugsnúið að einstaklingar sem ætla að kaupa 1 hús geti það ekki, en fyrirtæki sem ætla að kaupa 100 geti það? 


mbl.is Óvenjulítil eftirspurn eftir sumarhúsum í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband