Góður dagur

Í gær varð ég þrítugur, það var búin að vera nokkuð mikil eftirvænting eftir deginum, mér leið samt eins og daginn áður.  Ekkert erfiðara að rísa á fætur og hárin ekkert sýnilega færri en daginn áður.

Ég byrjaði daginn á að kaupa mér bíl, ég hef undanfarið verið að leita mér að nýjum bíl með frekar lélegum árangri.  Það kom því skemmtilega á óvart þegar pabbi mæti í fyrradag með bílinn.  Hann hafði verið í óskildum erindum á ferð upp í Hondaumboðinu, og sá þennan fína bíl.  Það var því ekki aftur snúið og hann keyptur.  Aldrei þessu vant þá leið mér ágætlega með þessi bílakaup, flottur bíll og ekki of dýr.

Í gærkvöldi var svo matarveisla heima hjá foreldrum mínum, ég hafði ákveðið fyrir löngu að halda ekki stóra veislu.  Ég gætti þess svo að láta ekki vita hvar ég ætlaði að vera um kvöldið, en upp komst um þetta og góðir vinur mættu með mjög góða gjöf.  Mér krossbrá þegar ég sá þau, og vissi ekkert hvað ég átti að segja.  Mér þótti ákaflega vænt um þetta, og gaman að eiga svona vini sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til að gleðja mann. 

Fyrir utan þetta var dagurinn í gær símadagur, ég fékk ótrúlega mörg skemmtileg símtöl frá vinum sem vildu óska mér til hamingju.  Það er auðvitað á svona dögum sem maður sér hvað maður á marga góða vini. 

Í dag verður svo áframhald en ég ætla að halda smá grill heima hjá mér fyrir tengdafjölskylduna mína. 


Afhverju var hann ekki bara heima?

Fyrst blessaður kokkurinn var svona góður, afhverju var Sting ekki bara heima hjá sér?  Það hefði verið miklu einfaldara og bara betra. Vera að druslast þetta með kokk í eftirdragi og svo að þarka um það hvort hann megi elda.

 


mbl.is Sting mætti með eigin matreiðslumann á veitingastað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggið neitar breytingum

Ég er í allan dag búinn að reyna að breyta seinustu færslunni hjá mér, hún vill bara ekki breytast. Á meðan verður þessi aula villa að standa.

Á morgun geri ég ráð fyrir að blogga lítið. 


Snögg afgreitt

Mæli með tveimur greinum á Deiglunni í dag.

 

Fréttir af fíflagangi

Borgar Þór fjallar um mótælendurnar sem hafa þvælst um landið undanfarið, og dregur ekkert af.

Gengisbundin lán verða æ óhagstæðari

Jón Steinsson fjallar um lán í erlendri mynt.  Mjög áhugavert. 

 

 


Afhverju að bíða?

Hversu fyndið er að biðja fólk sem er komið með Harrý Potter bækurnar í hendur að opna ekki bókina?     Þetta er eiginlega bara dónaskapur.   Þetta er eins og að senda fólki nammi, og banna því að opna það. Ekki bara það, því þetta er nokkuð sérstakt nammi sem mjög fáir mega smakka.  

Það er alltaf gaman af því hversu góðir menn eru að spila á fjölmiðla, að sjálfsögðu eigum við eftir að sjá myndir af röðum fólks að fá bókina þegar hún kemur úr. 

Samt er bókin löngu lekin á netið, ég efast um að það séu falsað.  Amk. hefur því ekki verið neitað að þetta sé ekki rétta bókin.  Það er bara verið að ýja að því, ekkert fast. Getur verið fölsun, ekki víst að sé rétt...

Sjálfur ætla ég að bíða þangað til þessi bók kemur í bíó og ekki einu sinni vera fremstur á vagninum þar. Ég held að ég hafi séð tvær svona myndir.  Fannst þær samt alveg ágætis afþreying, ekkert svakalega spennandi.  Bara fínar.



mbl.is Kærur lagðar fram vegna sölu nýju Harry Potter bókarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsælust en ekki ríkust

Ég las einhverstaðar í gær hversu mikið ýmsir bloggar væru að græða á því að blogga, það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við að menn séu að græða á því að skrifa.   Þessar síður ná oft að fá gríðalega vinsælt.

Þetta er í auðvitað í bandaríkjunum.  Sú kínverska verður hins vegar að sætta sig við að vera án auglýsinga.  Ég efast um að menn þar í landi, séu búnir að átta sig á kostum þess að kaupa auglýsingar hjá bloggurum. 

Það er merkilegt að í þessari umfjöllunin er tekið fram að þetta séu vinæsætl án kynlífs og kjaftasagna, en vinsæll bloggari á Íslandi hefur einmitt tekið á þessum efnum, þótt heldur hafi dalað undanfarið og spurning hversu lengi menn endast þegar vinsældirnar hafa dalað svo mikið.

 


mbl.is Vinsælust án kynlífs og kjaftasagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlegið að umhverfissinum

„Þeir hlæja að þessu bara,“ segir Sigurður aðspurður um viðbrögð ökumanna.
Ætli þeir hlæji ekki vegna þess að þetta skiptir eiginlega engu máli.  Álið kemur ekki eða fer um þennan veg, ekki fer rafmangnið um þenna veg.  Þannig að þetta skiptir eiginlega engu máli, og ekki furða að bílstjórar hlæi bara þegar þeir sjá þessa menn. 
mbl.is Umhverfisverndarsinnar loka veginum upp á Grundartanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég varð bara að loka konuna inn á salerninu

Símaþættir Útvarps Sögu eru oft algjör snilld, ég heyrði áðan í Harrý sem lá mikið niðri fyrir vegna Bónus, enda allt fullt af útlendingum að vinna þar.  Konan hans hafi komið grátandi heim, eftir að hafa ekki getað skilið kassadömu þar.

Meðal þess sem hann sagði: 

"Þetta talar enga íslensku"

"Ísland er land þitt"  

"Ég strikaði út Björn Bjarnason, því Jóhannes bað mig um það"

"Ég varð bara að loka konuna inn á salerninu, því hún var bara óhuggandi"

"Afi minn er samsveitungur afa Jóhannesar" 

Þetta var mjög áhugaverð sprengja hjá Harrý.  Allar línur glóa. Allir brjálaðir út í Harrý kallinn

Þetta var mjög flott hjá honum, það ætti að gefa honum óskarinn fyrir þennan snilldar leik.  

Stjórnandi þáttarins var Gréta Mar, alþingismaður fyrir Frjálslyndaflokkinn og hann ætlaði að æsa hann upp í að tala illa um útlendinga.  Grétar hélt hins vegar rónni og stjórnaði þessu með glæsibrag. 


Stóra bloggkeppnin

Í fyrstu hélt ég að þetta væri grín, en nú er komið á daginn að svo er alls ekki.  Gísli sem heldur úti málbeininu virðist taka þetta alvarlega og hefur meira að segja skráð eigið blog á blog.is

Mér skilst að þeir sem ætli að taka þátt í atvinnumanna bloginu, þurfi að vera með meira en 50 þúsund manns í heimsóknir, það er í sjálfu sér nokkuð stór hópur.  

Ég efast samt um að margir muni skrá sig til keppni, amk. í atvinnumannaflokkinn.  Nýliða kannski, en ekki atvinnumanna flokkinn.

Moggin hlýtur annars að þakka þessum "outsider" fyrir að fara af stað með svona keppni, bloggið hefur verið eitthvað svo dauft undanfarið. 

 


Popup

Ég var að skoða mbl.is í gömlum vafra.  Það kom óneitannlega á óvart að það sé enn verið að nota popup hjá mogganum.  Allir nýjir vafrar eru hættir að birta popup, og því verður maður ekki lengur var við þetta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband