Hafa þeir sem þetta gerðu aldrei hitt Þjóðverja?

Ég held að þeir sem gerðu rannsóknina hafi aldrei hitt Þjóðverja.  Þjóðverjar sjálfir vita af þessu og hlæja, amk. þeir sem hafa húmor fyrir þessu. Ég hef amk. hitt þjóðverja sem ætluðu að skella sér í ókeypis kaffi í Hagkaup, í von um að hitta samlanda sína. Svo hitta ég skálavörð í Sigurðarskála, sem skaffaði eina rúllu í einu á salernið, því þjóðverjarnir tækju þær alltaf. 

Ég veit að þetta er sterómynd af þjóðverjum, enda á ég marga fína þýska vini, þar sem peningar skipta ekki máli. Ég á líka marga vini sem peningar skipta miklu máli. Allir eru hins vegar sammála um þá steríó týpu af þjóðverjum, þar sem þeir eru nýskir.


mbl.is Peningar skipta Þjóðverja litlu skv. könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Það er líka tekið sérstaklega fram að Þýskararnir telji að ekki sé hægt að kaupa sér hamingju. Held það hafi verið mistúlkun, og að Þýskarinn hafi almennt sagt að hann myndi ekki tíma að kaupa sér hamingju.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 16.7.2007 kl. 14:53

2 identicon

Nei, Tómas, nú veður þú í villu.

Fólk sem aðhyllist ekki efnishyggju er jafnan sparsamt fólk. Þau atriði sem þú nefnir á einmitt samleið með sparsemi. Myndir þú halda að Jón Ásgeir eða einhverjir business-karlar myndu fara í hagkaup til að fá ókeypis kaffi? Nei, fólk sem aðhyllist efnishyggju ber minni virðingu fyrir peningum og eyðir meiru. Það leyfir sér að fara á dýra veitingastaði og kaupa dýr vín og lifa í glamúr.

Árni Richard (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband