22.12.2006 | 10:07
Nafnið fjarlægt
Ég ákvað að fjarlægja fullt nafn af síðunni, þetta gerði ég eftir að hafa fengið mjög undarlegt SMS.
Málið er að nýja kerfi blog.is birtir fullt nafn með hverri frétt inn á mbl.is, í gær bloggaði ég svo um Byrgismálið og tengdi það fréttinni, nafn mitt birtist svo með fréttinni. Fjölmargir fóru svo inn á síðuna mína og greinilega hefur einhverjum mislíkað eða amk. fundist fyndið að senda mér SMS. Hugsanlega eru einhverjir félagar á ferðinni en mun líklegra er að einhverjir unglingar séu á ferðinni. Ég lít þetta ekki alvarlegum augum.
Í sjálfu sér var ekki um hótun eða neitt slíkt að ræða en nóg til þess að ég ákvað að hafa nafnið ekki jafn sýnilegt. Þetta vakti mig kannski frekar til umhugsunar, að maður er að setja fram sínar skoðanir inn á ýmsar fréttir og hugsanlega mislíar mönnum. Ég vil helst ekki að handrukkarar mæti inn á mína ritstjórnarskrifstofu. Þannig er nú að ég er með einstakt nafn, þannig að auðvelt er að finna mann í skránni. Ég ætla kannski ekki að klína nafninu framan í fólk, amk. ekki um sinn
Skilaboðin komu í gegnum siminn.is og voru greinilega skrifuð af einhverjum 15 ára húmorista. "Grand master Guðmundur mun taka í din lille ven". (nokkurn veginn eftir minni, eyddi þessu bara út).
Ég átta mig alveg á að þetta er einhver húmor sem er í gangi, ég heyrði þetta seinast á veitingastað í gær þegar ég hlustaði á mann fyrir aftan mig í röðinni svara í símann (sitt nafn og hans Lille Ven).
Nafnið Tómas dugar alveg enda eru fjölmargir bloggarar bara með sitt fyrra nafn á listanum.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2006 | 09:20
Könnunin í vikunni
Það hefði nú verið ólíklegt að Bónus hafi staðið lengi í þessu brölti, þetta hefði alltaf skaðað þá, enda amk. heilsíðu virði í auglýsingu að fá reglulegar tilkynningar um að Bónus sé langódýrast eins og hefur undanfarið sem fyrirsögn.
![]() |
ASÍ kemst inn í Bónus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2006 | 08:59
Seinustu tónleikar Gauksins
Maður frétti af því rétt á eftir hafi staðurinn verið seldur á metupphæð. Kunnir viðskiptamenn hafi tekið staðinn aðsér til þess að stórgræða á honum.
Gaukurinn hefur fylgt þjóðinni í nokkuð langan tíma, en ef ég man rétt gerði garðinn einna frægastan þegar hann seldi bjórlíkið góða eða það byrjaði þar amk.
Minjagripaverslun skal hann verða!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2006 | 08:49
Hvað skildi standa á þeirri íslensku
Ég veit heldur ekki betur en að öll íslensku ullarfyrirtækin séu farin á hausinn, þannig allt garn í íslensku peysunum koma væntanlega utan frá.
Hins vegar er hún fyrst og fremst að mótmæla Ástralölum, en ekki Nýsjálendingum. Ég held að íslenka peysan sé frekar úr Nýsjálenskri ull frekar en Ástralskri.
![]() |
Pink segir ullarpeysum stríð á hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2006 | 00:41
Leiðréttur
Mér er sannur heiður af því að benda á að ég hafi verið leiðréttur.
Það var alþingismaðurinn Sæunn Stefánsdóttir sem benti mér rettilega á að hún bloggar á Saeunn.is. Mér til afsökunar þá er Sæunn nýjasti þingmaðurinn og ég gleymdi henni bara.
Sem er að sjálfsögðu synd, því Sæunn er fyrsti þingmaður útskriftarárgangs 1998 úr MR, því miður fyrir rangan flokk því það er töggur í Sæunni.
Ekki það að ég hafi náð að kynnast henni mjög mikið þessi ár í MR, svo lenti hún fljólega á villigötum í Háskólanum þegar hún fór í Röskvu ;)
21.12.2006 | 23:19
Pólitísk blogg
Ég hef fylgst með bloggi lengi og lesið ýmisleg pólitisk blogg. Dæmi um ágætist pólitískt blogg sem virðist reyndar flestum gleymt þessa dagana er bloggið hans Össurar, á meðan þeir félagar úr Framsókn (og fyrrum starfsmenn Forsætisráðherra) hafa skellt sér inn á blog.is og eru vinsælli en aldrei fyrr.
Stjórnmálamenn í stjórnarandstöðu hafa verið sérstaklega duglegir við að koma sér upp bloggum og koma sjónarmiðum sínum beint á framfæri við kjósendur. Hins vegar eru nánast engir stjórnarþingmenn að blogga. Hægt er að telja upp örfáa stjórnarþingmenn sem blogga, en nánast engir úr Reykjavík og merkilegt nokk nánast engir af yngri kynslóð Alþinismanna.
Í sjálfu sér má færa rök fyrir því að það sé auðveldara að vera bloggandi stjórnaandstöðuþingmaður frekar en stjórnarþingmaður. Það er auðveldar að koma fram með gagnrýni og rífa hluti niður heldur en að byggja upp og koma með lausnir á vandamálum. Það er einmitt eitt af því sem hefur einkennt blogg stjórnarandstöðunnar.
Hins vegar er þetta nútíminn, það er enginn að krefjast þess af þessum þingmönnum að þeir haldi úti mjög flottum blogg, þau séu uppfærð daglega eða að þar sé verið að koma með hugmyndafræðileg stórvirki. Nei, það er bara verið að auglýsa eftir einhverjum ungum eða Reykjavíkur þingmönnum sem blogga.
Reyndar skal það viðurkennast að einn yngsti þingmaðurinn hefur haldið úti bloggi og fær hún Dagný prik í kladdann fyrir það. Hins vegar virðist henni eitthvað farið að fippast og í nóvember og desember hefur 1 færsla birst.
Það er von á töluverðri endurnýjun í vor, vonandi fáum við að sjá fleiri bloggandi þingmenn í þeim hópi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2006 | 21:01
Enn einn naglinn
Þarna er komið fram enn eitt vitnið gegn Guðmundi, ég skil samt ekki hvað hún ætlar að kæra hann út af. Þetta er skrýtin frétt en það kemur hvergi fram fyrir hvað konan ætlar að kæra hann.
Ég sá ekki viðtalið en mun spila það af netinu á morgun. Þá kemur það væntanlega í ljós.
Væntanlega á hann einhverja góða sögu afhverju þessi kona er að ljúga upp á hann. Nú ætla ég svo sannarlega ekki að fjölyrða um það hvort allt þetta fólk sem hefur komið fram og talað um þetta mál séu að ljúga. En þetta er að verða ansi stórt samsæri gegn einum manni.
![]() |
Segist hafa átt í sambandi við Guðmund Jónsson í Byrginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.12.2006 | 20:30
Árni Páll og Guðmundur
Það stefnir allt í að það eigi eftir að vera fjörug umræða á þessum vettvangi, upplagið er amk. gott nema að Árni Páll muni gugna og svara ekki því sem nú er komið.
Til þess að halda áfram að hamra umræðuna verð ég að minnast þess að hér væri kjörið að vera með track back fídusinn. Gallinn er kannski sá að það er engin sérstaklega góð leið að hafa samband við Moggamenn. Spurning að senda þeim Fax? Það er amk. ekkert netfang neinstaðar að finna til að láta þá vita.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2006 | 20:24
Nafnið Trausti Hafliðason
Ég veit ekki afhverju en nafnið Trausti Hafliðason truflar mig aðeins í umræðunni núna. Það er líklega fyrst og fremst af því nafnið er svo líkt mínu nafni, það hefur eitthvað með það að gera hvernig ég finn nafnið mitt í texta, það er nóg að sjá Hafliðason og T og maður er strax farinn að halda að þetta sé maður.
Næsta skref er auðvitað að lesa frekar og komast að því að þetta er algjört kaftæði, þarnar er bara einhver blaðasnápur á ferð
21.12.2006 | 18:54
Góður listi
sigurstranglegur hann er. Hins vegar sakar ekki að þekka nokkra á
listanum.
![]() |
Framboðslistar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík samþykktir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)