Kæran komin fram

Þá er kæran komin fram, á hendur Guðmundi Jónssyni en ég horfði á myndbandið með stúlkunni sem lagði fram kæruna.

Um þetta viðtal segir lögmaður Guðmundar í Fréttablaðinu i dag:

Það er svolítið einkennilegt að hægt sé að fara upp á fréttastofu Stöðvar 2 og ausa úr skálum reiði sinnar yfir nafngreinda menn án þess að það sé stutt með haldbærum sönnunum sem mark er á takandi.

Stúlkan sem jós ekki úr skálum reiði sinnar í þessu viðtali, heldur sagði á pollrólegan hátt frá því hvað á daga hennar hafi drifið.  Ég get ekki séð að hún hafi þurft að koma með sérstakar sannanir í viðtalið, en geri ráð fyrir því að blaðamennirnir hafi skoðað það sem hún sá.  Það verður að teljast mjög ólíklegt að einhver einstaklingur fari að koma fram undir nafni og með þær ásakanir sem hún kom með og þær viðurkenningar án þess að það væri fótur fyrir því.  Þessi stúlka gerði í framhaldinu það eina rétta og kom þessum hlutum til réttra aðila og nú fær málið vonandi eðlilega meðferð.

Mér finnst þessi stúlka vera hetja að þora að koma fram undir nafni og segja sögu sína fyrir framan alþjóð. Þetta viðtal hefur tekið meira á en orð fá lýst og engin leggur nafn sitt undir í slíku nema að mikið liggi við. Ásakanir um sárindi út af sambandsslitum eru ótrúverðugar, enda verður þá líka að hafa verið samband fyrir hendi.  

Eins og fram kom á þessu bloggi fékk ég undarleg skilaboð í símann minn í fyrra dag eftir að hafa fjallað um þessi mál á bloggi mínu og svo virðist sem þetta blog mitt hafi vakið upp aðra húmorista, því annað SMS kom í gær, nú án hótunnar.   Hins vegar var á ferðinni brandari sem verður ekki hafður eftir á þessu bloggi.
mbl.is Kæra á hendur forstöðumanni Byrgisins lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg flóð

Þetta hafa verið hreint ótrúlega fréttir af þessum flóðum á Suðurlandi. Maður trúir bara ekki sínum eyrum, og það liggur við að maður þurfi að álpast þarna austur eins og sannkallað borgarbarn á lita fólksbílnum bara til að skoða þetta.

Reynar er ég kunnugur á þessum slóðum eins og svo mörg önnur borgarbörn, en ég eyddi sumrunum á árunum 1986 til 1994 á þessum slóðum. Þá var maður allt frá því að vera fjósadrengur og upp í að vera fullvaxinn vinnumaður.

Það var því ótrúlegt að heyra bóndann á Björnskoti, þar sem ég var einmitt í sveit, segja frá því að jörðin væri á floti. Ég velti því reyndar fyrir mér hvort fréttamaðurinn þekkti til bóndans, því ef Björnskot er á floti eru væntanlega allir bæirnir í kring líka á floti, sérstaklega Vesturkot, sem er nær ánni.   Það kom samt fram eins og það væri bara þessi bær.  Ég hef heyrt annars staðar að Fjall sé líka umflotið.

Úr þessu úrlausnar efni væri sem sagt bara ein lausn, en það væri að keyra austur og kynna sér málið.

Ég ætla hins vegar að láta af öllum slíkum fyrirætlunum, og halda mér í bænum og bíða eftir skötunni.


mbl.is Heilu sveitirnar eins og stöðuvatn yfir að líta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágt plan

Mér hefur alltaf fundist Trump sniðugur kall, dáðst að því hvernig hann hefur byggt upp þetta veldi sitt og náð að búa til sjálfan sig sem "brand name". Margt af þessu sem hann hefur gert t.d. Apprentice hefur fyrst og fremst verið til að auglýsa upp eigin vörur. Hann hefur líka stundað það grimt að búa til allskonar vörur og látið klína nafninu sínu á það. Margt sem hann þyggur bara þóknun fyrir en kemur að öðru leiti ekki nálægt. Hver man ekki eftir trump ísnum eða jakkafötunum úr þáttunum? Nú bregður svo við að hann er kominn í hár saman við lesbískan þáttastjórnanda, og það á mjög láguplani. Maður veltir því fyrir sér hvað fær svona kalla til þess að fara út í svona leðjuslag. Hann hefur öllu að tapa og hún engu, í mesta lagi fær spjallþátturinn hennar (sem ku vera vinsæll) frekara umtal, en hann hefur hins vegar öll vörumerkin sín að vermda. Ég meina hver ætlar að kaupa Trump Kallinn, Skyrturnar eða spilið.

Nei, nú er Trump alveg búinn að missa það.
mbl.is Trump og O´Donnell í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misnotkun fréttatenginga

Nokkru umræða hefur verið í gangi undanfarið um misnoktun á fréttatengingu við Moggans, sérstaklega eftir að Mogginn fór að bjóða upp á bætta tenginu með því að setja linka á bloggin við fréttafyrirsagnirnar.

Nokkrir bloggarar stunda það að velja sér frétt líklega til vinsælda og tengja hana við blogg um eitthvað allt annað. Sem dæmi má velta fyrir sér hvað nýjasta útgáfa tímaritsins þjóðmála hefur með vakt á vegum orkuveittunnar um jólin.

Einar Örn hefur bent á leið til þess að leysa þetta, sem ég held að mogginn ætti að íhuga en það er að gefa notendum tækifæri á að flagga færslurnar. Væntanlega þyrfti að flagga þær og skrifa einhverja smá greinargerð. Hættan með misnotkun er augljóslega sú að mogginn hætti að tengja, blogg við frétt gefur henni aukna dýpt og sjónarhorn sem fréttamaðurinn hefur ekki séð. Það væri ótrúlega leiðinlegt að verða af svona vegna fiflagangs ákveðinna bloggara sem eru að reyna að bæta heimsóknir að eigin vefjum.

Ég hef líka verið að ræða um að fá inn Track back fídus, og bent á hann í umræðu. Það er varla mikið mál fyrir vefdeildina að búa til þennan fídus, miðað við það sem þeir eru komnir með. Sú umræða hlýtur að hafa komið fram við hönnun á kerfinu og hugsanlega einhverjar ástæður fyri því að vefurinn er ekki með þessum fídus. Þrátt fyrir fjölmargar ábendingar, veit ég ekki enn hvernig á að fá einhverskonar fídback frá stjórnendum blog.is

Athyglissýki sumra Moggabloggara
Gáfumenni og kverúlantar


Gengishreyfingar

Gengið fór á flakk í dag, miðað við það flug sem það fór af stað í vor var ekk á annað að treysta en að fara í aðgerðir í dag og tryggja sig.

Hingað til hef ég ekki verið að kaupa mér gengistryggingar, en það kostaði mig töluvert í vor þegar allt fór af stað. Ég tek ekki sömu sénsa aftur og ákvað því að fara í að gera ráðstafanir í dag.
mbl.is Krónan veiktist um 2,68%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommenta klám

Það er gaman af svona kommentaklámi, sérstaklega frá mömmum sem þekkja inn á blog.is kerfið og vita að það eru ekki skráðar ip-tölur

Annars skiptir það ekki máli, þessir menn sem hafa verið að kommenta í kerfi án þess að segja til nafns hafa líka sýnt það að þeir kunna að fela spor sín.

Nú kemur ýmislegt fram í þessu kommenti, það sem mér finnst einna skemmtilegast er auðvitað um skápaskáldið.

En blogg Munda verður hingað eftir ekki kallað neitt annað en kerlingablogg

Hver segir svo að þessi nafnlausu athugasemdir hafi ekki áhrif?

Næst fær Mundi ekki nafnalaust komment, heldur SMS eins og ég í gær. Verst að þessi ritgerð sem var í kommentinu tæki svo mörg SMS.

Innihaldslaus PR sambönd

Hver er þessi Adam? Alla vega þá ætlar Adam að finna sér nýja og endurbætta kærustu.

Spurning hvernig menn hafi komist um þessar fyrirætlanir Adams, ætli hann hafi skellt inn auglýsingu í Smáauglýsingarnar? Eitt stykki fræg kærasta, þarf að vera frægari en Nicole Richie. Þarf að mæta reglulega í flottustu og bestu partýin.
mbl.is Fræg kærasta eykur tekjurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólýsanleg hamingja

Það er mér ólýsanleg hamingja að fá þann heiður að vera orðinn bloggvinur heils vefrits.

Ekki það að ég hef verið lengi á msn-listaPalla, sem er tæknilegur bakhjarl Múrsins , en ég vann mér inn gmailið mitt á sínum tíma með því að bæta mér honum inn á msn-listann minn. Ég bara er svo sjaldan á msn, þannig að ég tala sjalda við netsnillingin Pál.

Svo hef ég nú verið í tæknideild Deiglunnar í mörg ár.

En aldrei áður hef ég eignast heilt vefrit sem vin!

Já dagurinn í dag er sannkallaður gleðidagur og verður haldið upp á hann með þeim hætti sem svona degi ber!

ps. velti fyrir mér hvernig svona dóttur vefrita útgáfa funkerar.


A whata!

Þetta er nú vægast sagt skrýtin ákvörðun hjá þessu forlagi, ef það er næg ástæða að einn frústreraður lesandi kemur með slæman dóm um bókina að kasta henni á hafsauga. Kostnaður við útgáfu slíkrar bókar er gríðarlegur og sé það rétt sem kemur fram í upphafi tilkynningarinnar að bókin hafi fengið góðar viðtökur hjá lesendum.

Það hlýtur að vera einhver önnur ástæða, nema að þetta sé svona PR stunt til þess að bókin fái umfjöllun.

Ætli menn hafi ekki fattað hvers konar eitur þetta væri þegar þeir gáfu bókina út fyrir nokkrum mánuðum? Ætli það hafi rignt yfir þá líflátshótunum eða jafnvel óskemmtilegum SMS skeytum?

Ætli þessi hafi nokkurn tíman gefið út þessa bók?


Nú er maður bara ekki nægur bókaormur til þess að vita það.


mbl.is Bók tekin af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingvi Hrafn með nýja Sjónvarpsstöð

Ingvi Hrafn og sonur ætla að fara af stað með nýja sjónvarpsstöð sem á að útvarpa á netinu og í gegnum Breiðband símans. Það verður sjálfsagt merkilegt að fylgjast með því hvernig það mun þróast hjá honum. Ekki spái ég honum þó ríkidæmi með þessu nýja verkefni.

Þeir feðgar kalla þetta Ísland Nýjasta Nýtt, sem er svona svipað lélegt nafn og NFS, eða jafnvel verra. Sú skammstöfun hljómaði amk.betur en ÍNN.

Þó svo að ég sé ekki að spá þessari stöð ríkidæmi með þessu verkefni, getur vel verið að það gangi. Með hjálp tækninnar er nú hægt að fara af stað með svona verkefni án mikil tilkostnaðar, svo lengi sem Ingi Hrafn getur þrumað með sitt Hrafnaþing og fengið aðila sem eru tilbúnir.

Nýjasta dæmið er auðvitað Stjáni Rokk eða hvað hann heitir. Hann er einmitt komin með sína eigin sjónvarpsstöð sem sýnir einu sinni í viku. Einfald, maður og myndavél.

Hins vegar sýndi það sig á NFS í sumar að auglýsendur voru ekki tilbúnir að auglýsa á stöðinni. Væntanlega hefur áhorfið einfaldlega ekki verið nægjanlega mikið, það er fátt sem bendir til þess að stöð í þessari dreifingarleið muni fá betri dreifingu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband