3.1.2007 | 20:11
Bloggarar í vefstjórastöður
Það er gaman að sjá hversu margir bloggarar eru orðnir vefstjórar á hinum ýmsu stöðum.
Ég hlýt og bíða eftir því haft verið samband við mig og mér boðnir gull og grænir skógar fyrir það að taka að mér vefstjórn einhvers góðs vefs, ég fæ að sjálfsögðu forstjóralaun fyrir.
Annars held ég að þetta starf sé viðameira en að setja inn eina og eina frétt, væntanlega er verið að hugsa um markaðsstjórn á netinu. Eitt af því er væntanlega að byggja upp markaðssetningu á netinu.
Framsókn hefur örugglega nokkuð góða forystu í þessu, búnir að prufa vefritin í öllum mögulegum formun og að nýta sér bloggmenninguna.
Væntanlega fjölgar Samfylkingarbloggurum í kjölfarið, hvað dettur mönnum meira í hug til þess að kynna flokkinn í netheimum.
![]() |
Guðmundur Steingrímsson ráðinn vefstjóri Samfylkingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2007 | 12:43
Ljótasta jólaskreytingin 2006
Þá hefur dómnefnd farið yfir allar tilnefningar sem bárust í keppnina. Alls bárust á fimmtatug tilnefninga í keppnina, þær sem stóðust almennt að vera tiltölulega ljótar hafa verið sýndar hérna á síðunni, alls um 25 skreytingar.
Sú skreyting sem varð fyrir valinu, er kosinn vegna einstakra áhrifa, hvernig slöngunni er dreift og vafin um allan garðinn. Þarna eru það ekki gæðin sem skipta máli heldur magnið.
Þess má geta að keppnin er haldin til að vekja fólk kannski til umhugsunar um skreytingarnar sínar. Fallegar jólaskreytingarnar stytta skammdegið og fær okkur til að brosa. Illa gerðar hafa þveröfug áhrif, og væri því betur heima setið en af stað farið.
Að lokum þökkum við þeim sem tóku þátt og sendu inn myndir. Án ykkar hefði keppnin ekki verið jafn skemmtileg.
Tilnefningar:
Ljótasta jólaskreytingin 2006 - Hópur 1
Ljótasta jólaskreytingin 2006 - Hópur 2
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.1.2007 | 11:59
Fundinn
Ég hef bloggað mikið í gegnum árin en aldrei áður hefur foreldrum mínum tekist að finna bloggið mitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2007 | 08:53
Helgi Seljan Bloggar
Ég hef fylgst með Helga síðan hann byrjaði á talstöðinni, þá heyrði maður að þarna var skýr strákur á ferðinni með sterkar skoðanir og óhræddur við að grilla menn.
Ég á ekki von á minna frá honum en Simma og spái því að brátt mun blog hans vera á meðal topp blogga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2007 | 02:09
Aldrei frítt áður!
Það hefur auðvitað alltaf verið hægt að sækja tónlist á netið, en það hefur ekkert minnkað eða breyst. Munurinn er sá að Napster gaf sig aldrei út fyrir að "gefa" tónlist eins og þessi vefur.
Það er frábært ef netveitur geta boðið upp á tónlist ókeypis. Reyndar er fjarri því að þessi lög verði ókeypis, heldur þurfa notendur að fara reglulega inn á síðuna til að fá leyfi til að halda áfram að eiga lögin. Þar með er þetta varla ókeypis lengur.
Það verður samt gaman að fylgjast með þessu, hvort þetta nær vinsældum eða ekki. Málið er að fátt hefur breyst frá dögum Napster, áhugamenn um tónlist geta á mjög auðveldan hátt nálgast hana á netinu án þess að greiða.
Menn eru hins vegar tilbúnir að greiða þau sent (eða krónur) sem er óskað er eftir og sækja lögin hjá apple eða tónlist.is. Þetta er um leið og verðið er orðið eðlilegt og þú þarft ekki að greiða 2 þúsund kalla til að fá eina lagið sem þér finnst skemmtilegt á disk.
Spurning er hvort menn séu tilbúnir að eyða tíma sínum við að fara reglulega inn á einhverja síðu, sækja það ólöglega eða borga nokkrar kr´nur fyrir lagið.
Það vill nú svo til að maður er lítill áhugamaður um tónlist. En meiri netfrelsis maður.
![]() |
Tónlist brátt ókeypis á netinu á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.1.2007 | 01:36
Ljótasta jólaskreytingin 2006
Hérna eru komnir seinustu kandidídatarnir í keppninni. Það er greinilegt að nóg er af ljótum jólaskreytingum þarna úti, og meira að segja heil blogg tilnefnd. Miðað við þáttökuna hlýtur keppninni að vera haldið áfram að ári.
Einhverjir hafa spurt afhverju hverfi hafa ekki verið birt, í sjálfu sér stóð það aldrei til, enda keppnin til gamans. Samt nægjanlega alvarleg til að ég vildi geta staðfest að þetta væri ekki bara mynd tekin af netinu.
Ég mun svo tilkynna úrslitin á morgun.Eldri tilefningar má finna hér..













Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2007 | 01:20
Nýr bloggvinur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2007 | 00:24
Leyndarmál
Fyrst hún er komin á flug get ég ekki sagt annað en að mig langi ansi mikið til að sjá hana. Þetta er auðvitað eitt af áhugamálum manns.
Það væri gaman að vita hvort stóru laxarnir geri þetta öðruvísi en litlu karlarnir, fyrir utan að vera á 140 síðum
![]() |
Segir kosningaáætlun Giulianis hafa verið hnuplað úr farangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2007 | 00:21
Nýr markaður
Það er spurning hvort snjósala verði markaður fyrir Íslendinga. Náttúrulega safnað af íslenskum eskimóum, innan um nátúrulega vilt hreindýr og minnka. Auðvitað má ekki gleyma sauðkindinni.
Annars hittum við Flórídabúa sem hafði aldrei séð snjó og hélt því statt og stöðugt fram að við værum heppnasta fólk í heimi.
![]() |
Snjór til sölu á eBay |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2007 | 23:10
Hvar eru þingmenn Reykavíkur?
Nú er búið að flytja fæðingarorlofssjóð til Hvammstanga, þetta er gert í róleg heitunum án þess að það heyrist múkk frá þingmönnum Reykjavíkur. Þetta er enn ein stofnunin sem er flutt í burtu án þess að nokkuð heyrist.
Ég sæi landsbyggðarþingmenn þegja þunnu hljóði hefði svipaður flutningur átt sér stað frá þeirra byggðarlögum og í bæinn, en þegar það er öfugt segir enginn neitt. Það virðist vera að margir líti á höfuðborgina sem vinnubanka, þar sem hægt er að finna lausn á byggðarvandanum. Líkt og gerðist í sumar þegar herinn fór, fyrstu hugmyndir voru að finna einhverja góða stofnun og senda suður eftir.
Hverjum er svo greiði gerður með þessu? Hvort sem menn heita Austfirðingar, Vestfirðingar, Vestmanneyingar eða Norðlendingar þarf fólk á þessu stofnunum að halda. Nú dugar ekki lengur að mæta með sín skjöl, fá svör strax um hvort þetta sé fullnægjandi eða ekki heldur þarf að senda og bíða svara. Þetta er nógu flókið samt, að það þurfi ekki flækjast á milli landshluta til þess að sækja pappíra eða stöðugt að senda frekari upplýsingar í pósti.
Og að lokum auglýsi ég eftir þingmönnum Reykvíkinga. Við virðumst bara ekki eiga neina. Út á landi eru það landsbyggðapotararnir sem ná kjöri, í Reykjavík virðist eitthvað annað gilda.
![]() |
Fæðingarorlofssjóður fluttur til Hvammstanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)